Heima er bezt - 01.05.1958, Page 25

Heima er bezt - 01.05.1958, Page 25
XII. SÖGULOK Fjögur ár eru liðin frá láti Jennýjar. Árin hafa mild- að og deyft sorgina. Margt hafði líka breyzt á þessum fjórum árum. Stúlkurnar, vinkonur Jennýjar, voru nú fullþroska konur, sem hættar voru skólanámi og „settu upp“ hár sitt daglega, og nú kepptust þær ekki um að líta út eldri en þær voru. Nanna hafði lokið kennaraprófi, eins og áætlað var, en hún hafði gert meira, og því höfðu fáir búizt við af henni. Hún, sem hafði haldið að hún yrði aldrei hrifin af nokkrum manni, var nú harðgift. I þrjá mán- uði hafði hún verið liðsforingjafrú. Hann var ekki eins glæsilegur og sá, sem Jóhanna hafði einusinni verið hrifin af. Einkennisbúningur hans var heldur ekki eins skrautlegur, af því að hann var ekki eins hátt settur, og hann var fremur lítill vexti, en hann var duglegur og ágætur piltur. Hann hafði fyrst veitt Nönnu athygli á skemmti- kvöldum leikfélagsins, því að enn var litla leikfélagið starfandi, og varð þá strax hrifinn af henni, eftir því sem Lilja sagði, og sérstaklega varð hann hrifinn af þunglyndislegri og þó hlýlegri söngrödd hennar, sem Lilju fannst alveg óskiljanlegt. En hvað það var, sem dró þau saman, verður ef til vill aldrei fullsannað, en útkoman varð sú, að hann bað hennar formlega, áður en nokkur í fjölskyldu hennar vissi að þau voru farin að draga sig saman. Og svo var það einn daginn, er fólkið sat við mið- degiskaffið, að Nanna kom þjótandi inn og kastaði sér niður í fyrsta stólinn, sem varð á vegi hennar, dró and- ann djúpt og sagði hátt og glaðlega: „Ó, ég er svo ham- ingjusöm. Post-liðsforingi hefur beðið mín.“ „Beðið þín,“ sagði mamma hennar undrandi. Hvað áttu við með því?“ „Nú, já — jú, svoleiðis. Þú skilur....“ Og Nanna var þotin aftur út úr stofunni, áður en nokkur hafði eiginlega áttað sig. Og nú voru þau fyrir nokkru gift og bjuggu í litlu, snotru húsi skammt frá frú Terhorst, og báðu daglega i hljóði guð og ríkisstjórnina um það, að Post liðsfor- ingi yrði ekki næstu árin sendur í fjarlæga heimsálfu, en fengi að vera nokkur ár heima hjá sinni ungu, indælu konu. „Að fara til útlanda - sjáið þið til,“ sagði Nanna og dæsti. „Það kemur ekki til mála, því að ég kann ekki að sjá um heimili. Ég kann ekki að sjá um heimili. Ég kann ekkert í matreiðslu. Nei, ég verð að vera nálægt mömmu, annars verð ég í ráðaleysi með allt. Ég þarf að minnsta kosti tíma til að átta mig á hlutunum.“ Allir stríddu Nönnu og hentu gaman að vandræðum hennar. Alltaf voru sífelld hlaup frá Nönnu til mömmu, og frá mömmu til Nönnu. Lilja sagði, að margar dular- fullar skálar og föt færu sveipuð dúki milli húsanna um matmálstímann. Stundum eyðilagðist súpan og stundum brann steikin á pönnunni, og þá var gott að geta hlaupið til mömmu. Líka leitaði Nanna oft til systur sinnar, sem var svo lærð í öllu þessu. Allir könnuðust við neyðarópin í forstofunni. „Elsku Lilja mín, komdu nú fljótt. Ég var að gera „búðing“, og hann er eitthvað svo skrýtinn. Hann rennur allur í sundur. Vertu nú fljót.“ Það var ekki ofsögum sagt af því, að Nanna væri fákunnandi. Hún kunni aðeins að baka pönnukökur og gera „súkkulaði-búðing". Ef hún ætlaði eitthvað að breyta út frá þessum matseðli, varð hún að leita til Lilju systur sinnar og bjóða henni það snemma í matinn að hún gæti matreitt það, sem hafa skyldi á borðum. Þetta var ástæðan til þess, að Nanna bauð systur sinni í mat, næstum daglega. „Þú hefðir eiginlega heldur átt að giftast Lilju syst- ur minni en mér,“ sagði Nanna einu sinni við húsbónd- ann, er þær systur sátu með honum við borðið. „Hún er svo dugleg við heimilishaldið, en ég kann ekki neitt.“ Þá hló húsbóndinn og sagði, að það gæti lagast enn. Strax að morgni geti hann rekið þessa duglausu hús- móður af heimilinu. En með næsta hádegismat fékk hann hinn venjulega „súkkulaðibúðing“, og svo hlógu hjónin ungu að öllum erfiðleikunum og voru í ágætu skapi við matborðið. Yfirleitt gátu þau hlegið að öllu. Þau hlógu, þegar mjólkin sauð upp úr eða steikin brann. Þau hlógu, þegar frúin sjálf datt ofan í kjaliarann með diska- hrúgu — og þau hlógu líka, þegar þau höfðu stein- sofið fram yfir hádegið og nágrannarnir héldu að þau hefðu orðið fyrir gaseitrun, og lögreglan var komin að dyrum hússins til að sprengja það upp. Þau gátu hlegið að öllum mistökum. En nú kom að því, að Nanna þurfti að hafa sitt fyrsta boð, og það átti að vera miðdegisveizla. Mamma hennar hristi höfuðið, en Lilja sagði að þetta gæti hún alls ekki. En þá fauk í Nönnu, og hún sagði við systur sína: „Jú, það get ég vel, og þú þarft ekkert að korna og hjálpa mér.“ Hún hafði sleppt þessu út úr sér, án þess að hugsa um afleiðingarnar, en hún vildi ekki láta misbjóða sér sem húsmóður. En svo fékk Nanna líka kærkomna gesti. Það var fín frú, með barn á öðru ári. Þessi fína frú var Maud, sem fvrir tveimur og hálfu ári hafði gift sig Huug, bróður Jennýjar. Huug var í herþjónustu austur í Indlandseyjum, og átti að vera þar um þriggja ára skeið. Eftir burtför mannsins bjó hún í Haag, hjá föð- ur sínum. Maud var hraust og lífsglöð kona og bar sig vel í fjarveru manns síns. Nú ætlaði pabbi hennar að skreppa til Englands, og á meðan ætlaði Maud að dveljast hjá Nönnu vinkonu sinni með barnið. Hún lenti því í hinni fyrirhuguðu miðdegisveizlu, og það lá við að Nanna hálf kviði fyrir, þótt þetta væri bezta vinkona hennar. „Hvenær koma gestirnir?“ spurði húsbóndinn. „Klukkan hálf sex,“ stundi Nanna. Hún var á leið- inni í borðstofuna, með hlaða af diskum, eldrjóð í Heima er bezt 171

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.