Heima er bezt - 01.05.1958, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.05.1958, Qupperneq 27
GUÐRÚN FRÁ LUNDI FIMMTI HLUTI „Jú, við sátum dágóða stund inni í stofu hjá kaup- mannsfrúnni. Það gat varla heitið annað en við heilsuð- umst og kveddumst. Hún var nýlega komin fram í skip, þegar Gunnar á Hóli kom í þessum líka vígamóð, og við fórum fram með næsta bát, en það varð til einskis. Hún gat ekki hugsað til þess að fara aftur í land.“ „Hvað var Gunnar að erinda við hana?“ spurði Krist- ján forvitinn. „Hann vildi koma henni í land og hingað út eftir. Þeir ætluðu að halda henni heiðurssamsæti, sveitungarn- ir. Það var búið að baka þessi ósköp af veizlubrauði þarna fram á bæjunum.“ „Þó það væri, að þeir heiðruðu hana áður en hún færi, blessaða sómakonuna,“ sagði Stína gamla. „En gátu þeir ekki látið hana vita þetta, áður en hún fór héðan, mannskræfumar?11 Kristján hló, en nú var það kaldur hlátur. „Það var slæmt að missa af hófinu,“ sagði hann. „Þeim hefur nú ekki dottið það í hug, að hún drifi sig svona fljótt í burtu. En líklega hefði hún dokað við, ef henni hefði dottið það í hug, að hún dóttir hennar væri á næstu grösum,“ sagði Stína. „Hvernig átti hún að vera hér lengur, þegar allt var selt og farið, sem hún átti?“ sagði Geirlaug. „Það er slæmt, ef kaffibrauðið verður allt ónýtt hjá þeim,“ sagði Kristján. „Við verðum díklega að ríða fram að Hóli, Rósa mín, til þess að fá eitthvað af því.“ „Ég held ég leggi það ekki upp. Hann var í svo slæmu skapi yfir hrakförum sínum, að hann krossbölvaði Stef- áni í Þúfum af því hann hjálpaði mömmu fram í skipið. En ef hann hefði ekki komið að sækja hana, hefði hún sjálfsagt verið í landi þegar Gunnar kom.“ „Það er skipt um Stefán í Þúfum, sem aldrei hefur unnið heimilinu handarvik þessi ár, sem ég hef verið hér; nú er hann orðin hennar önnur hönd við að flytja hana í burtu,“ sagði Kristján. „Hann hefur sjálfsagt ekki gert það fyrir ekki neitt.“ „Fluttir þú hana þá ekki út í kaupstaðinn?“ spurði Rósa. Nei, ég vissi ekkert, hvenær hún ætlaði að fara. Hún talaði ekkert um það. Var bara rokin burtu með þeim Þúfnahjónum, þegar ég kom inn frá því að gæta að ánum,“ sagði Kristján fálega. Stína gamla velti bolla Rósu á alla vegu og rýndi f hann lengi með spekingslegum svip: „Ja svona, þú ert bara með hringana meðferðis. Ekki að undra, þó að þú vildir komast heim, blessað barnið. En mikil hafa nú vonbrigðin orðið fyrir þér. Það var ekki að furða, þegar þín góða og virðulega móðir var farin af heimilinu. Það er bjart framundan fyrir henni blessaðri, sem betur fer.“ „Sérðu hana ekki koma til mín aftur? Ég sakna henn- ar svo mikið,“ sagði Rósa. Þá stóð Kristján svo harkalega á fætur, að bekkurinn féll flatur á gólfið. Hann hafði ekki tíma til að rétta hann við, en flýtti sér út. „Sérðu hana ekki koma aftur, Stína mín?“ endurtók Rósa með kjökurhljóði. Hún hélt, að Stína hefði ekki heyrt til sín áður. En Stína hristi bara höfuðið: „Það er ólíklegt, að hún láti sjá sig hér á Hofi framar. Hún hefur sjálfsagt þráð það lengi að komast héðan, sú góða kona.“ „Hvers vegna þráði hún það? Var hún svo oft lasin í vetur? Mér sýndist hún ekki líta mjög dauflega út. Ja, náttúrlega er hún ekki eins sælleg og hún hefur ver- ið,“ sagði Rósa. „Við skulum vona að hún hressist, blessunin,“ sögðu þær báðar, gömlu konurnar. „Þú hlýtur nú að sjá margt fleira en hringana, Stína mín,“ sagði Rósa, sem nú var farin að brosa. „Já ójá, ég sé fleira, góða mín. Hann var ólíkt bjart- ari í fyrravor, bollinn þinn. En samt er kærastinn ósköp hrifinn af þér, sei sei. Verður það náttúrlega í allt sumar og kannske lengur. En það eru þó mörg vonbrigði í vændum. Þarna kemur ný stúlka á heimilið; þó það væri nú, að Geirlaug stráið yrði ekki ein innan um bæinn í allt vor og sumar,“ rausaði spákonan. Geirlaug tók hvítskúraða mjólkurfötu út úr skáp og lét fyrir sig pokasvuntu. Nú ætlaði hún auðsjáanlega að fara að mjólka kýrnar. „Ég ætla að koma út í fjósið með þér, Geirlaug mín. Hefurðu mjólkað ein þessa daga, síðan vinnukonurnar fóru?“ spurði Rósa. Heima er bezt 173

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.