Heima er bezt - 01.05.1958, Page 31
sinn. Það ern ekki margir klukkutímar, síðan þú lofaðir
því, að vera ekki óánægð í allsleysinu.“
Kristján var að koma taðvélinni fyrir inni við stafn í
skemmunni.
Rósa kom inn á mitt gólfið: „Þarna er þá söðullinn
minn og beizlið. Það verður gaman að koma á bak
Bleik mínum.“
Kristján kom fram fyrir til hennar og heilsaði henni
með kossi: „Ert þú ein á ferð?“
„Já, auðvitað er ég ein. Hélztu, að ég rataði ekki á
milli bæjanna?“ svaraði hún.
„Mér sýndist allt Þúfna-hyskið vera utan um þig á
heimleiðinni,“ sagði hann og hló þessum hlálegu háðs-
hlátrum, sem hann var víst nýbúinn að venja sig á að
nota.
„Það voru nú bara yngri systurnar, sem gengu á götu
með mér, eins og þær hafa alltaf gert. Það er þó gaman
að finna, að það er alveg eins og það hefur verið, það
fólk, þó að allt sé hér breytt, og ég kann illa við að
heyra það kallað hyski, því það er það ekki,“ sagði hún.
„En hvernig er það? Ertu farinn að líta alla sveitunga
þína hornauga og koma þeim til að horfa eins á þig?“
bætti hún við, og málrómur hennar minnti talsvert á
móður hennar.
„Ég hef áreiðanlega ekkert gert, hvorki Þúfnafólki
eða nokkrum öðrum,“ sagði hann. „En mér hefur aldr-
ei verið neitt gefið um Stefán í Þúfum. Hann er ein-
hver aumasti skarfur, sem hugsazt getur. Reynir til að
æsa vinnufólkið móti húsbændum sínum og vinnuveit-
endum, vegna þess að hann þarf ekki að gjalda nokkurt
kaup sjálfur, en lætur mágkonur sínar og tengdafor-
eldra þræla hjá sér kauplaust.“
„Önnur mágkonan er nú ófermt barn. Varla ferð þú
að borga fyrir það, sem krakkar vinna. Mér hefur skil-
izt það þykja gott að geta ráðið þau sem matvinnunga,“
sagði hún. „En mér er mjög vel við Stefán í Þúfum —
líklega af því að hann kenndi mér fyrstu danssporin,“
bætti hún við og kastaði til höfðinu og gekk síðan heim
að bæjardyrunum.
Þar var Gerða að leggja frá sér strigasvuntuna og
kláruvettlingana. Rósa kastaði á hana kveðju.
Hún tók henni brosandi: „Þarna ert þú þá komin
heim í sveitasæluna! Ekki þætti mér ótrúlegt, að þér
fyndist hafa sett niður á höfuðbólinu.“
„Það lítur út fyrir að það hafi gert það,“ svaraði
Rósa og flýtti sér inn í skrifstofuna og settist við org-
elið sitt. Það var óbreytt, þó allt annað væri orðið ó-
þekkjanlegt og hún sjálf líka.
Rósa fann, að hún hafði ekki verið vel kurteis við
Gerðu. Sagt aðeins eina stutta setningu og hlaupið svo
burtu. Varla hefði faðir hennar komið þannig fram við
vinnufólk sitt. Hún yrði að bæta fyrir það. Annars
myndi verða álitið, að hún væri orðin stolt og merkileg
af því að vera nú orðin skólagengin og hafa verið í
Reykjavík.
Hún lokaði orgelinu og gekk fram.
Kristján sat við maskínuhúsborðið og drakk miðaft-
anskaffið með vinnuhjúunum. Það var óvanalegt að sjá
hann þar. Hún yrði að fara að bera á borð fyrir hann
inni í skrifstofunni, eins og móðir hennar hafði gert, og
sitja þar til borðs með honum. En það var ekld hægt
á meðan ekkert borðið var þar og enginn stóll, nema
orgelstóllinn hennar. Það yrði líka hlægilegt að sjá þau
Sigga og Geirlaugu sitja tvö ein við þetta stóra matborð,
Nei, það var ekki hlægilegt heldur sárgrætilegt, eins og;
allt annað nú á tímum.
Kristján sneri baki að dyrum og sá ekki kærustuna..
Gerða hafði víst allan hugann við að háma í sig heitar
kleinurnar.
„Þá er þó komið ofan í túnið, þótt fámennara hafí
verið en vanalegt er á þessu heimili,“ sagði hún tyggj-
andi.
Líldega var þetta framhald af einhverju, sem það
hafði verið að tala um. Rósa hefði gjarnan viljað heyra,
hvað það hefði verið.
„Þú hefur þá erft skítavélina, þykist ég sjá. Hún var
nú svo mikil búkona, blessuð maddaman, að hún hefur
séð, að það væri ekki gott að vera án hennar,“ hélt nú
Gerða áfram tyggjandi.
„Það var áreiðanlega hvorki gjöf né arfur. Ég keyptí
hana á uppboðinu. Hún skildi víst heldur lítið eftir mér
til þæginda, sú góða kona,“ sagði Kristján. Það var níst-
andi gremja í málrómnum.
„Ekki það!“ hnussaði í Gerðu. „Þú telur það ekkert,
þó hún skildi eftir hálfa aðra tunnu af kjöti og annað-
eins af slátri og auk þess harðfisk og margt fleira.“
„Það var víst gert Rósu til þægðar en ekki mér,“ sagði
Kristján.
„Ætli það sé ekki nokkuð sama,“ sagði Gerða. „Það
hefði líklega komið við þína buddu að kaupa það allt.
Ég yrði áreiðanlega þakklát þeim, sem gæfi mér annað
eins í búrið.“
Þessu svaraði enginn.
Rósa stóð í göngunum og óskaði, að þau héldu áfram.
Það var Kristján, sem talaði næst: „Hverjum borgið
þið eftirgjaldið af kotinu?“
„Náttúrlega jarðeigandanum,“ svaraði Gerða stutt-
aralega.
„Já, en hver er hann?“ spurði hann.
„Það er ólíklegt að þú vitir það!“ svaraði hún í sama
tón og áður. „Við urðum að taka peningalán til að
jafna reikningana við hana, blessaða maddömuna, áður
en hún fór. Það hefði víst verið sanngjarnt, að við hefð-
um verið eftirgjaldsfrí þessi árin, síðan presturinn féll
frá, svo höfum við þrælað hérna. Hvernig sem það
verður svo, þegar skipt verður milli þeirra mæðgnanna?
Það er sagt, að Gunnar hreppstjóri eigi að hugsa um
allt fyrir maddömuna.“
„Það veltur á miklu, hver fær Garð,“ sagði Geirlaug.
„Nú jæja, það er víst hægt að fá annað eins býli,“
svaraði Gerða.
„Veiztu nokkuð, hvenær skiptafundurinn verður?“
spurði Kristján.
„Hvað svo sem skyldi ég vita um það. Það væri lík-
legra að þú vissir það, tilvonandi erfingi,“ sagði Gerða..
Framhald.
Heima er bezt 177