Heima er bezt - 01.05.1958, Síða 35
208. Ekki er viðlit að festa svefn í slíku
veðri. Geymslan, sem ég er í, hriktir við
heljartök stormsveipanna. Gegnum rif-
urnar á hurðinni get ég séð, hvernig
brimið fer sívaxandi.
209. Að lokum deyr ljósið á luktinni
minni. Ég sit í myrkrinu. Þannig líður
öll nóttin. Þegar aftur eldar, hefur hann
enn hert storminn heldur en hitt. Mér
er orðið órótt. Hver getur frelsað mig?
210. Árangurslaust bíð ég þess, að
veðrið lægi. Enn líður þó dagur án þess
að veðrið stillist og regninu sloti. Ég er
máttlaus af hungri og kvíða. Allt í einu
kem ég auga á seglbát undan landi...
ktwwywÆÓfft I u h*
211. Gegnum dyragættina horfi ég eft-
irvæntingarfullur á ferðir bátsins. Þótt
ég hafi imugust á húsbónda mínum, þá
þráði ég samt að sjá hann. Báturinn
leggst að bryggjunni. Tveir menn ganga
í land.
212. En hvað er nú þetta? Hvorugur
mannanna er Nikulás. Þetta eru ókunn-
ugir menn og alls ekki líklegir til að
vekja traust. Þeir leita í skjól við geymsl-
una, og ég heyri, að þeir ráðgast um,
hvernig haga skuli innbrotinu.
213. Skömmu síðar fæ ég vissu fyrir
því, hver áform þeirra eru. Þeir ganga
til bæjar, og þegar þeir hafa fullvissað
sig um það, að enginn sé heima, mölva
þeir einn gluggann og skríða síðan inn
í húsið.
214) Innbrotsþjófar! Sennilega hefur
þeim verið kunnugt um ferðalag Niku-
lásar og þá neytt færisins... Hvað á ég
að taka til bragðs? Eitthvað varð ég að
gera. Ég tek járn í hönd og brýzt út.
215) Ég flýti mér til bæjar í hragland-
anum. Ég varð að reyna að koma í veg
fyrir það, að þjófunum tækist að koma
sínu fram. En hvað átti ég þá til bragðs
að taka?
216) Já, hvað átti ég að gera, er við
tvo sterka, samvizkulausa náunga var að
etja? Ég stanza hikandi fyrir utan brotna
gluggann og hlusta á hávaðann inni
fyrir. Hvað átti ég að gera?
Heima er bezt 18)