Heima er bezt - 01.07.1958, Page 6

Heima er bezt - 01.07.1958, Page 6
KLEMENZ KR. KRISTJÁNSSON: Tilraunastarfiá á Sámsstöðum SAMIÐ AÐ BEIÐNI „HEIMA ER BEZT1 egar litið er yfir farinn veg í 31 ár hér á Sáms- stöðurn er margs að minnast. En fyrst verður fyrir það, sem unnið hefir verið til að skapa skilning á þeim aðstæðum, er varða íslenzka ræktunarmenningu. Menning í verklegum framleiðslu- greinum getur verið bæði einhæf og fjölþætt. Ein- hæfni jarðræktarinnar, eins og hún kemur almennt fram, er arfur kynslóðanna, fastbundinn þeim venjum, er þró- azt hafa við kalt og mislynt veðurfar. Fjölhæfni í störf- um og framleiðsluvörum kemur ekki fyrirhafnarlaust upp í hendurnar á fólki, því að til þess þarf þekkingu ásamt áhuga, og í framhaldi þess athafnir, er bæta rækt- unarskilyrði landsins og fjölgun innfluttra nytjajurta og bættar og betri aðferðir við ræktun þeirra innlendu. Takmark starfseminnar á Sámsstöðum hefur verið í því fólgið, að fjölga nytjajurtum landsins. Þess vegna voru korntilraunirnar hafnar, byggið, hafrarnir og að nokkru leyti vetrarrúgur, þótt síztur sé til frambúðar. Frærækt af hinum nytsömustu grastegundum og öðrum fóðurjurtum stefnir að betri og arðsamari túnrækt. Úrval erlendra kartöfluafbrigða er líka markmið, sem vert er að keppa að til bóta fyrir framleiðslu á matar- hæfum kartöflum. En að baki þessarar auknu fjöl- breytni, þarf einnig að efla skilning á því og athafnir við að tengja saman skógrækt og nytjajurtaræktun með Kornakur á Geitasandi 1955. skjólbeltum úr lifandi trjágróðri. Þessvegna var byrjað hér á skjólbeltarækt. Rannsóknir og tilraunir á rækt- unarhæfi sandanna hér í Rangárvallasýslu var verkefni, sem þurfti að fást við. Þess vegna var byrjað á rækt- unartilraunum á Geitasandi 1940, og ræktað þar gras, kom og kartöflur, og hefir því verið haldið áfram síðan. Sandgræðslan hafði þarna fyrirmynd og 7 ára reynslu, þegar hún tók til við stórframkvæmdir á þessu svúði. Grasið okkar er gott, ef það er rétt alið, þ. e. með algildum áburði á réttum tíma, og það síðan slegið á hæfilegu þroskastigi. Hér var byrjað á hraðþurrkun heys og grasmjölsframleiðslu árið 1948. Alls er nú búið að framleiða 160 smálestir af mjöli á 9 árum. Og í sumar verður reynt að hefja útflutning á heymjöli til nálægra landa til reynslu þar og rannsókna. Ef vel tekst, má það verða til þess, að fengnar verði fullkomn- ari vélar, og útflumingur hefjist síðar, svo um muni. Reynsla næstu ára sker úr um það, hvort hér muni verða möguleikar á að skapa nýja útflutningsvöru, en víst er um það, að gott grasmjöl er réttmætt að nota í fóðurblöndur hér innanlands, svo sem gert er víða erlendis, t. d. í Noregi, þar sem það er allt að 10% í fóðurblöndum, fyrir alifugla og svín. Mætti með því draga nokkuð úr innflutningi fóðurbætis. Þetta er í höfuðdráttunum það, sem unnið hefir verið að hér á Sámsstöðum, það tímabil, sem stöðin hefir verið rekin. Næst skal gerð stutt grein þess, sem áunn- izt hefir. 1. Þegar ég kom frá námi 1923 vakti sérstaklega fyrir mér að rannsaka íslenzkar grastegundir og þá einkum fræþroska þeirra. Rannsóknir á íslenzku grasfræi hef ég síðan gert á ári hverju síðan 1924. Frá árangri þess- ara rannsókna var skýrt fyrst í Búnaðarritinu 1926, og síðan í öllum skýrslum frá tilraunastöðinni í sama riti til 1951, að Tilraunaráð ríkisins tók að sér birtingu skýrslnanna. í ritgerð minni Fóðurjurtir og kom eru birtar meðaltalsniðurstöður til ársins 1944. Þessar rann- sóknir sanna, að flestallar grastegundir ná að þroska fræ árlega, og grasfrærækt er framkvæmanleg, ef rétt- um tökum er beitt. Hins vegar fara gæði fræsins mjög eftir lengd vaxtartímans. Fræ, sem þroskast í ágúst og fær góða nýtingu, hefir svipað grómagn og erlent fræ sömu tegunda. I köldum sumrum verður þroskun fræsins síðbúin, og nær þá fram í miðjan september eða 224 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.