Heima er bezt - 01.07.1958, Qupperneq 11
svipað áður lýstu dráttarneti, upp fyrir klettana og
dráttarsvæðið í ánni og leggja það uppgert í fjöruna.
Þá var gengið niður fyrir dráttarsvæðið, setzt á hestbak
og riðið út í ána með annan togendann, en landmaður
hélt í hinn. Var fyrst riðið þvert út í ána nokkurn spöl,
en síðan gegn straum upp undir áðurnefnda klöpp í
ánni, og staðnæmzt þar. Á þessari leið er grýttur botn
og vatnsdýpi venjulega á miðjar síður hests, stundum
dýpra. Þurfti því valda hesta við þessa drætti, sem og
við önnur ferðalög á hestum á þessum slóðum, fótvissa
og rólega, og gekk oft illa að fá óvana hesta til þess að
standa rótlausa á meðan netið var dregið fram, einkum
þegar kalt var, og svo aftur að vaða rösklega til baka
án þess að hnjóta. Bæri út af með þetta eða ef önnur
mistök urðu hjá dráttarmönnum, fór allur árangur út
um þúfur. Jafnframt því, sem reiðmaðurinn þokaðist
upp eftir ánni, færði landmaður sig í áttina að netinu
og hélt toginu strengdu yfir vatninu. Þegar að netinu
kom og hinn maðurinn hafði numið staðar, var taugin
bundin í klóna og kippt lauslega í togið til merkis um,
að tímabært væri að draga fram netið, en áðurnefndur
klettur í ánni byrgði sýn milli mannanna. Þegar sá, sem
dró fram netið, var kominn með klóna að hestinum,
rak hann upp óp, til merkis fyrir landmann að sleppa
netinu og hlaupa af stað, sneri hestinum við í snatri,
barði fótastokkinn og reyndi að koma hestinum svo
hratt áfram, sem auðið var, til þess að komast á undan
netinu, sem rak mjög hratt undan straumnum, og ná
landi á líkum stað og farið var út í ána, áður en netið
var komið svo neðarlega. Á meðan þessu fór fram, gaf
landmaður eftir netið, um leið og hann heyrði hrópið,
og hljóp allt hvað af tók yfir plankana og klappirnar, í
kapphlaupi við netið, stökk ofan af einni klöppinni og
átti, ef vel gekk, að vera kominn niður að landtöku-
staðnum jafn snemma reiðmanninum, þar sem þeir
kipptu netinu á land og réðust á veiðina, ef einhver var.
Eins og með ádráttinn á prömmunum, sem áður var
Öll kvislin, sem lögnin er i, og girðingin.
lýst, stóð árangurinn eða féll með lipurð og samtökum
veiðimannanna, ásamt hæfni hestsins, sem notaður var,
væri annars um nokkurn fisk að ræða á dráttarsvæðinu.
Oft bar líka ýmislegt út af, svo að lítið varð úr veiði af
þeim sökum, t. d. að hesturinn hnaut eða varð of seinn
af öðrum orsökum og lenti jafnvel í netinu, en alvar-
legast var samt, ef landmaður féll út af plankanum, sem
kom fyrir og gat orðið hættulegt, en var sem betur fór
aðeins notað til athlægis en ekki til beinnar ásökunar.
Ekki þótti þó nein upphefð að því.
Aðal-veiðitækin þama voru þá hinar svonefndu laxa-
kistur og veiðin nefnd kistuveiði. Skal nú hér á eftir
leitazt við að lýsa þeim sem nánast, ásamt öllum útbún-
aði við þær, aðferð við frágang á þeim og veiði.
Kistan var gerð þannig, að negldir vom saman þrír
þríhyrningar úr borðum, 3 cm þykkum, 10—12 cm
breiðum og 2—2.2 m löngum, og röðum borðanna snúið
upp og niður. Þá voru gerðar þrjár stoðir þrístrendar,
fremur grannar, sem féllu innan í horn þríhyrninganna,
og um 2 m langar, þær reistar upp lóðrétt og þríhym-
ingarnir negldir á stoðirnar, einn efst, annar í miðju og
þriðji neðst. Þá voru negldir rimlar lóðrétt á þríhym-
ingana úr borðum, 3 cm þykkum, 5—6 cm breiðum og
jafnháum stoðunum og með ca. 5 cm millibili. Var þá
kominn þrístrendur rimlahólkur. Þá var negldur botn
úr 3 cm þykkum borðum innan í hólkinn, ofan á neðsta
þríhyrninginn, en ofan á þann efsta var svo þiljað með
sams konar borðum, en 3—4 þeirra voru ónegld niður,
en tengd saman með okum og höfð á hjörum sem hurð
ofan á kistunni, til þess að komast ofan í hana og ná í
veiðina. Á einni hlið kistunnar, þeirri er undan straumi
skyldi vita í vatninu, þegar sett var niður, var rimlalaust
op fyrir miðju, þar sem laxinum var ætlað að fara inn
um, og með sérstökum útbúnaði. Á annarri hvorri hlið
kistunnar, er í straum vissi, voru nokkrir rimlar ónegldir
Kistulögn á neðri stað í Kistukvisl, séð ofan frá.
Heima er bezt 229