Heima er bezt - 01.07.1958, Síða 15
ÁSGEIRSSON:
J Ó H .
inu
L
• akobínu Jakobsdóttur er áður getið í „Heima er
bezt“ í sambandi við frásögn, er heitir: Hvað var
í göngunum? Og þá var hún á fimmta ári, en nú
er hún 56 ára að aldri. — Hún ólst upp, eins og
áður er frá sagt, hjá Gísla Jóhannssyni og Olínu Guð-
jónsdóttur, er bjuggu í Pálsseli í Laxárdal í byrjun 20.
aldar.
Það mun hafa verið árið 1941, sem J'akobína sá sýn
þá, er hér verður frá sagt. Hún var þá stödd í eldhús-
inu heima hjá sér á Ásvallagötu 57 í Reykjavík.
Ólína, fóstra Jakobínu, var þá dáin fyrir mörgum
arum.
Óli Hjartarson, eldri sonur Jakobínu, átti þá að ferm-
ast um vorið.
Jakobína segir, að sýn þessa hafi borið fyrir sig á
björtum degi. Segir hún, að fóstra sín hafi komið inn
í eldhúsið, og hafi hún litið út eins og er hún var á lífi,
að öðru leyti en því, að hún hafi verið glaðlegri og
léttara yfir henni. En hún átti við mikla vanheilsu að
stríða mestan hluta ævinnar. Og segir Jakobína, að hún
hafi þá talað til sín þessum orðum: „Elsku barnið mitt.
Þú skalt ekki vera að setja það fyrir þig, þótt þú getir
ekki haft það allt eins og þú hefðir óskað við ferming-
una, því það er allt svo sára lítils virði.“
Jakobína ætlar þá að segja eitthvað við hana, en þá
er hún horfin sjónum hennar. En í sama bili virðist
Jakobínu, sem húsveggirnir séu horfnir, og hún sér upp
í stjömubjartan himin. Og sér hún þá, að fimm stjörn-
ur hrapa niður í suðvesturhom stofunnar. Þar var legu-
bekkur, og svaf Óli, sonur hennar, venjulega í honum.
Lengri varð sýnin ekki í það sinn.
En nákvæmlega fimm árum síðar, 16. júní, kl. 12 á
miðnætti, er Jakobína ein heima í húsinu en er þó ekki
háttuð. Syfjar hana mjög, og dregur úr henni allan mátt,
svo að hún kemur sér ekki úr fötum, heldur kastar sér
upp í legubekk þar í stofunni. Virðist henni þá, sem
hún sjái út á götu, og sér hún Óla son sinn standa þar
upp við bílinn sinn. En hann var þá nýlega búinn að
kaupa vörubíl. Og var hann í vinnufötum, en allur út
ataður í moid. En þar sem Óli stóð, sýndist henni vanta
stórt stykki í bílpallinn. Sér hún þá, að skammt frá Óla
stendur maður, sem hún þekkti, og var það Alexander
Valentínusson smiður.
Segist Jakobína þá tala til hans og spyrja hann að því,
hvort hann geti nú ekki hjálpað honum Óla að gera við
bílinn, en það sagðist Alexander ekki geta.
Kl. 1 um nóttina þetta sama kvöld er komið með Óla
Hjartarson til Reykjavíkur austan af Þingvöllum stór-
slasaðan, nær dauða en lífi. Hafði hann þá hrapað í Al-
mannagjá og komið niður á mosató á milli tveggja
steina í stórgrýtisurð. Og varð það honum til lífs.
Að endingu skal þess getið, að Jakobína sagðist hafa
haft ýmsar áhyggjur fyrir ferminguna, af vissum ástæð-
um. Og segist hún því alltaf síðan setja sýnir þessar í
samband við slys Óla og atvinnumissi, sem endaði með
því, að hann varð að selja bílinn, þótt hann síðar kæm-
ist til sæmilegrar heilsu.
Frásögn þessi er tekin eftir Jakobínu sjálfri
af þeim, er þetta ritar.
PÁLL GÍSLASON:
SÖGN AÐ AUSTAN
Svo bar til á bæ einum í afskekktri sveit á Austur-
landi um miðja síðastliðna öld, að niðurseta ein gömul
mjög gerðist máttlítil er líða tók á harðan vetur, og
þótti líklegt að hennar dagar væru brátt taldir.
í þann tíð þótti það brýn nauðsyn að fólk fengi
prestsþjónustu fyrir andlátið og virðast niðursetningar
hafa átt þar sama rétt og aðrir.
Einn morgun snemma í vondri færð og hríðarmuggu
var röskasti vinnumaðurinn dubbaður upp og sendur
að sækja prestinn.
Vinnumaður hefur hraðan á og kemur um miðjan
dag á prestssetrið og býr prestur sig í skyndi og halda
þeir síðan af stað.
Þegar þeir eru um það bil komnir á miðja leið, man
prestur eftir því að hann hefur gleymt messuvíninu
heima, og biður vinnumann nú að snúa við og sækja
það. Það aftekur vinnumaður með öllu, segir að annar
vinnumaður á sínu heimili muni eiga brennivínslögg
í kút og muni það gjöra sama gagn. „Já heillin,“ segir
prestur, „ég get notað það.“
Um kvöldið koma þeir á bæ kerlu, og að fengnu
brennivíni vinnumanns, gengur prestur á fund hennar,
þar sem hún kúrði í bóli sínu í frambaðstofu utar frá
palli. Fremur hann þar sína þjónustu og sparar ekki
vínið, biður hana síðan vel að fara — og aldrei aftur
koma líklega. Að þessu loknu er presti boðið til hjóna-
húss og veittur beini, situr hann síðan á tali við bónd-
ann um stund. Eitt sinn, er húsfreyju ber að, spyr prest-
ur: „Æ, hvernig líður blessuðum aumingjanum?“ —
„Minnztu ekki á það, Fúsi bróðir, hún er sezt upp á
pall og farin að syngja.“
Presturinn hét Sigfús og var bróðir húsfreyju.
Heima. er bezt 233