Heima er bezt - 01.07.1958, Page 16

Heima er bezt - 01.07.1958, Page 16
Ur aldargömmm blöáum Frá fyrsta ársfjórðungi 1858 Fjárkláðinn. Um þetta leyti var fjárkláðinn í algleymingi og skipt- ar skoðanir um útbreiðslu hans. A Alþingi komu fram tvær skoðanir. Meiri hluti þingmanna vildi „fækka fénu yfir höfuð að tala, og áleit þetta hið eina skilyrði fyrir því, að læknaður yrði kláðinn, stemmdir stigar fyrir útbreiðslu hans og endurbætt fjárræktin; meiri hlutinn vildi því einnig leyfa að fjárfáir menn settu á kláða- veikar ær. En minni hlutinn vildi þvert á móti strá- drepa niður allt kláðaveikt eða sjúkt fé fyrir vetur- nætur, og var það hið sama---------sem að framfylgja algjörum niðurskurði eða strádrepa niður um þessar sýslur svo að segja hverja kind. „Þjóðólfur“, sem þá var eina höfuðstaðarblaðið, fylgdi meirihlutanum. Land- læknir, dr. J. Hjaltalín, lét sig málið allmiklu skipta og ritaði um það hvað eftir annað í Þjóðólf. Hann vildi lækna kláðann, en fékk þó ómjúka dóma hjá blaðinu: „En tillögur hans og ályktanir utan læknisfræðinnar bera einatt með sér þá fljótfæmi og fum, sem ekki er affaragott, sízt í svo mikilvægu máli sem hér ræðir um, og þá bætir ekki úr skák, þegar þar koma innan um bæði vanhugsaðir og óþvegnir fleygar eða ,folöld‘ frá öðrum kokkum.“ Neðanmáls stendur: „Kekkir í illa soðnum graut eru í sumum héruðum nefnd „folöld“. 6. marz. Kláðalækningarnar hér syðra ganga að vísu misjafnt úr hendi en heldur vel yfir höfuð að tala. Sjúka féð hefur víða dregizt upp, víða haldizt kláða- lítið og þrífst mætavel, sums staðar er féð alveg læknað og kláðalaust; baðmeðulin, er bezt hafa reynzt, vantar nú, og hnekkir það framhaldi lækninganna. Ölfusingar sumir og Selvogsmenn kvað vera þegar farnir að kaupa sér fjárstofn austan úr Holtum.----Kláðanefndin hér á staðnum (í Rvík) með bæjarfógeta og sýslumanni, skoðaði 2. f. mán. allar sjö kindur skólakennara H. Kr. Friðrikssonar, og reyndust allar allæknaðar og alveg kláðalausar. 27. marz. Kláðalækningarnar virðast nú gefa æ betri raun hér syðra.------Reyndur maður og áreiðanlegur í Árnessýslu hefur ritað oss að tóbakslögurinn taki fljót- ast af tvímælin og dugi betur en öll önnur smyrsl; er hann svo til búinn, að eitt pund af munntóbaki er soðið í 24 mörkum af kúahlandi og svo lengi látið sjóða, að ekki séu eftir nema 12 merkur, dugi af þessum lög hálf mörk eður peli í kindina. — Þjóðólfur. H úsnæð isauglý sing. „Lítið og laglegt íbúðarhús í Reykjavík, á hagkvæm- um stað, nýlegt og vel við haldið, með vænum móskúr og góðum kálgarði, með tveimur ofnherbergjum niðri auk matkamers og kokkhúss, og með ofnherbergi og læstu geymsluhúsi á lofti, er til sölu eða leigu um lok maímán. þ. árs. Útg. Þjóðólfs semur um hvorttveggja.“ » — Þjóðólfur. Hattar í misgripum. „Nær því nýr silkihattur hvarf í haust úr fordyri skrifst. Þjóðólfs, máske tekinn í misgripum, en þó var engi annar hattur skihnn eftir í staðinn, undarleg mis- grip! Útg. Þjóðólfs átti hattinn, biður manninn gjöra svo vel annað hvort að skila honum eða koma sjálfur með höfuð sitt, svo að tekið verði mál af því.“ — Þjóðólfur. Útbreiðsla Þjóðólfs. „Eftir þeim fregnum, er vér höfum getað nákvæm- astar fengið nú með miðsvetrarpóstunum um kaupend- ur blaðsins, þá eru þeir nú samtals 1260 eða það rúm- lega. Kaupendum hefur mest fækkað í Ámessýslu, 32 færra en f. ár; en mest fjölgað í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og Mýrasýslu og í Reykjavík.----------Útlendur maður þjóðverskur kaupir 20 expl.“ — Þjóðólfur. „Sjaldgæfur náttúruviðburður. (Aðsent frá prófasti hr. Ó. Sívertsen í Flatey). Þann 3. des.mán. 1857, í hálfbirtu um morguninn, sást svart ský yfir fjallsgnípunni, er lengst skagar í sjó fram fyrir sunnan Patreksfjörð; heyrðist þá líka hastarlegur hvin- ur í fjallshyrnunni fyrir utan og ofan bæinn að Kolls- vík, og í sama vetfangi skall bylur á bænum, sem braut hann þegar niður og þrúgaði baðstofunni svo niður og braut, að af viðum í henni fannst ei eftir nokkur spýta einni alin lengri. Ein gift kona og eitt bam dóu strax undir rústunum, en þrír af heimilisfólkinu, sem náðust brátt á eftir, sköðuðust og lágu síðan veikir. Eitt bam náðist á fjórða, annað á sjötta degi seinna, bæði lifandi og ósködduð, nema annað kalið á hendinni. Allt innan- 234 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.