Heima er bezt - 01.07.1958, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.07.1958, Blaðsíða 18
HALLGRÍMUR FRÁ LJÁRSKÓGUM: Tvö Ijóð ÚTSYNNINGUR AFTURRÉTTINGUR Útsynningur, — útsynningur, ólguveður, birta, skuggar, veðrahamsins öfuguggar, illskurödd, í skjánum syngur, sól í heiði, hörkubylur, hægviðri og stormsins lag, sviptikæla og sólarylur sækjast á um miðjan dag, berjast, verjast, sigra á víxl í sóknarslag, ... Nú er hreint um útsýn alla, útsýn björt til Ljósufjalla, Hvammsfjörður í hvítum feldi, hyllir báru í sólareldi, unaðsljómi inn til Dala, umsýn heið til fjallasala, himinbláminn djúpur — djúpur, dagghreinn, hvítur snævarhjúpur, enginn skuggi — aðeins ljós og birta! ... Á andartaki fer að syrta! Út og suður sortinn hækkar, sólin hörfar, birtan lækkar, himinninn verður hulinn mökkva, í húsum inni fer að rökkva, flygsuhríðin, frost og rok, faðmar landið, — hvílíkt mok! Hvar er sólin? Hvar er ljóminn? Hvar er dýrð, sem áður var? Hvert skal leita — hvar er svar? .. . Hvar er ég nú með gleðiróminn? Er ég kannske fangi í fjötrum, fátækt barn í slitnum tötrum, lítill sveinn er svigna í roki, sekk til botns í kafaldsmoki, hrakinn millum heiði og skugga, hugarsólar, byrgðra glugga, leiksoppur á lífsins vegi, löðurmenni á köldum degi, en mikill karl, ef himinheiði hátt mig ber í stundarleiði? Mun það vera útsynningur, er undirtóna lífs míns syngur? Ryðgaðan afturrétting ég rétti á hörðum steðja, hann þolir ei höggin en hrökkur í tvennt, — hlutverksins síðasta kveðja. Ég fann hann í fjörugrjóti, í feysknu, brimlúðu spreki, og líklega bar hann um langa vegu að landi, úr hafsins reki. í aflinum byrðingsfjöl eyddist, í öskunni naglinn leýndist, en gegnum eldskím og sjávarseltu svipmót frá upphafi treindist. Þú eitt sinn varst ágætisnagli, oddhvass og þráðbeinn að sjá, þitt höfuð var fastmótað, hart á svip, — við hamrinum beint það lá. Hamarinn lýstur þitt höfuð og hæfir það tálmunarlaust, og þú verður hluti af skínandi skipi, og skipið er vandað og traust. Naglar í réttum röðum raðast frá stefni að skut, í samvirkum tengslum þeir treysta og vernda og tryggja farmannsins hlut. Afleiðing orsök kennir, ei verður fyrir sneitt, ef bindinginn vantar í bátinn þinn, er báturinn — ekki neitt. Einn hluti af lífsins ljóði í lifandi manna ferð, skráður á bátinn með skilning á þörf, — skynjar þú naglans verð? Nú ert þú beygður og brostinn af barningi, naglinn minn, fleyið er sokkið í sollið haf, — smiðjugólf legstaður þinn. 236 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.