Heima er bezt - 01.07.1958, Side 20

Heima er bezt - 01.07.1958, Side 20
HVAÐ UNGUR NEMUR — ÞÁTTUR RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR STEFÁN JÓNSSON ----------------------------------------------- NÁMSTJÓRI UNDIR JÖKLI Snæfellsjökull. ú s a g a er sögð, að bóndi austan úr Rangár- vallasýslu hafi einhvern tíma komið til Hafnar- fjarðar og ætlað að stunda þaðan sjóróðra. Var það á þeim tímum, þegar sjór var eingöngu stundaður á opnum bátum, og þótti þá höfuðkostur á verstöð, að ekki væri langróið (að fiskimið væru ekki langt undan landi). Bóndinn kom til Hafnarfjarðar seint um kvöld í kolamyrkri. Um morguninn, er bóndi kom á fætur, var bjart veður og lognsléttur sjór, og blasti Snæfellsjökull við sýn, þegar bóndi leit til hafs. Þá varð honum þetta að orði: „Það er ekki langróið hér, piltar, ef ekki er róið Iengra en undir jökulinn þann arna.“ Ekki þótti þetta gáfulega sagt, og þess vegna varð tilsvarið héraðsfleygt. Bein sjónhending frá Hafnarfirði vestur að Snæfells- nesi er gífurlega löng leið. Það eru mörg áratog á venju- legum róðrarbát. Leiðin er um 60 sjómílur, eða rúmlega 110 km. Er Faxaflói mestur flói við ísland og breiðari en sjálfur Breiðafjörður. Þjóðkunn er sagan um Faxa, skipverja Hrafna-Flóka. Þegar Hrafna-Flóki sigldi vestur með suðurströndinni og kom fyrir Reykjanes, varð Faxa þetta að orði: „Þetta mun vera mikið land, er vér höfum fundið; hér eru vatnsföll stór.“ Hann hélt, að Faxaflói væri mynnið á stórfljóti. Félagar hans gerðu gys að honum og nefndu fjörðinn Faxaós, en það nafn breyttist síðar í Faxaflói. En hvers vegna sýndist þessum grunnhyggnu, fljót- færnu mönnum flóinn svona mjór? Hvað er það, sem glepur þeim sýn? Þessum spurningum vil ég nú reyna að svara, og bæti þá fyrst við þriðju sögunni. Fyrir mörgum árum kom ég á gamla Gullfossi frá útlöndum. Við fórum frá Vestmannaeyjum eftir há- degið á sólbjörtum sumardegi. Sjór var lognsléttur og kvöldið kyrrt og fagurt. Þegar við áttum allskammt eftir að Reykjanesi, varð mér litið í norðvesturátt, og sá ég þá einkennilega sýn. Snæþaldnn kollinn á Snæfellsjöldi bar yfir hæðirnar á Reykjanesskaganum, og var sem jökulhettan og Reykja- nesið rynnu saman í eitt. Hinn breiði Faxaflói virtist ekki vera til. Hinn snækrýndi konungur jöklanna virt- ist hafa flutt sig á Reykjanesið. Af hverju stafar þessi missýning? Hvað er það, sem glepur manni sýn? Þessi missýning stafar af því, hvað Snæfellsjökull er gífurlega hár og allur Snæfellsnesfjallgarðurinn miklu hærri en Reykjanesið. En horfi maður yfir sjó eða lág- lendi á há fjöll, þá „draga fjöllin undir sig“, sem svo er kallað, svo að allar vegalengdir styttast fyrir augum okkar. Hæð Snæfellsjökuls er 1470 metrar, og er hann að- eins um 600 metrum lægri en konungur íslenzkra fjalla, Öræfajökull. Snæfellsjökull er, eins og allir vita, fremst á Snæfellsnesi. Meira ber því á hæð hans en jökla inni á hálendi landsins. Hann er þannig staðsettur, að mikill hluti landsins barna hefur hann daglega fyrir augum. Ekki get ég sagt nákvæmlega, hve mikill hluti lands- manna getur séð Snæfellsjökul heiman að frá sér, en nærri því má komast, ef athuguð er lega hans. Reykvík- ingar allir geta séð hann og dást að honum margt fagurt sumárkvöldið. — Næstum allir íbúar Gullbringu- og Kjósarsýslu geta séð Jökulinn og þar með taldir fjöl- mennir bæir, eins og Kópavogur, Hafnarfjörður og Keflavík. Mikill hluti Borgfirðinga og Mýramanna hafa hann stöðugt fyrir augum, og þar með talið Akranes. Snæfellingar flestir, bæði sunnan og norðan á nesinu geta séð hann og nokkur hluti af íbúum Dalasýslu, og ennfremur fólk í allri Barðastrandarsýslu, frá Gilsfirði að Bjargtöngum og í Breiðafjarðareyjum. — Og þar sem í Reykjavík einni búa yfir 65 þúsund manns, í nágranna- kaupstöðunum fjórum um 18 þúsund, eða samtals í kaupstöðum við Faxaflóa um 83 þúsund manns, þá má fullyrða, að um 100 þúsund manns hafa þennan fom- fræga jökul daglega fyrir augum, og era það nær því 2/s hlutar þjóðarinnar. Er því Snæfellsjökull tvímælalaust sá fjallstindurinn, sem flestir landsmenn geta séð heiman frá sér. 238 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.