Heima er bezt - 01.07.1958, Page 21
En hvernig stendur þá á þessu keilulaga fjalli þama
fremst á nesinu? — Vafalaust hefur það vakið athygli
fornmanna og þá sérstaklega snæhettan, samanber nafn-
ið Snjófell. — En sannleikurinn er sá, að Snæfellsjökull
er gamalt, kulnað eldfjall, myndað á sama hátt og Hekla
á Rangárvöllum. Frá Snæfellsjökli hefur í fyrndinni
runnið gífurlega mikið af hraunum, sem þekja mikið
af nesinu framan undir jöldinum.
Merkasta fornsöguhetjan, sem talað er um „undir
jöldi“ er Bárður Snæfellsáss. í sögu hans er sagt, að
hann hafi verið að hálfu tröll og að hálfu maður. Hann
var bjartur á hörund og fríður sýnum eins og mennsk-
ur maður, en jötunn að vexti og afli, heiftrækinn og
geðillur, eins og versta tröll. Þegar aldur færðist yfir
Bárð, vildi hann ekki vera með öðm fólki, en fór ein-
förum og bjó í helli. Var það trú manna, að hann „dæi
í jökulinn“. Það er: að hann lifði í jöklinum eftir dauða
sinn og hjálpaði stundum mönnum í sjávarháska og
annarri lífshættu, og því var hann nefndur Snæfellsáss,
sem merkir eiginlega Snæfellsgoði.
Munnmæli herma, að Bárður hafi látið gull og ger-
semar í kistu stóra og falið hana í annarri jökulþúfunni,
en aðrir segja að hann hafi falið hana í kletti, er Bárðar-
kista nefnist. Er sagt, að Bárður hafi mælt svo um, að
kistuna skyldi enginn eignast, nema sá 12 vetra sveinn,
sem kjark hefði til að klífa jökulinn einn og leita kist-
unnar. En þau vandkvæði voru á, að til þess að slíkt
gæti tekizt fyrir piltinum, þurfti hann meðal annars að
hafa lifað eingöngu á kögglamerg og kaplamjólk allt frá
barnsaldri. Og auk þess mátti hann aldrei hafa í kirkju
komið og ekkert gott orð numið.
Vafalaust er gullkistan enn kyrr í jöklinum, því að
engar sögur fara af því, að nokkur tólf vetra sveinn hafi
sótt hana. Enda var uppeldi drengsins nokkrum vand-
kvæðum háð, eins og að framan er sagt.
Um Bárð Snæfellsáss er annars allstór saga. Er sú saga
stórbrotin og allhrikaleg á köflum. Bárður var fæddur
í Noregi, en fluttist til íslands, er hann var fullvaxinn
Snœfellsjökull, séður úr Staðarsveit.
Jökulþúfurnar á Snœfellsjökli.
maður og nam land framan undir Snæfellsjökli. Kom
hann að landi þar sem Djúpalón heitir. Skipverjar hans
námu land hér og þar framan undir jöklinum, og þar á
meðal Þorkell, hálfbróðir Bárðar. Var hann hálftröll og
heljarmenni, eins og Bárður.
Eina sögu vil ég rekja hér frá viðskiptum þeirra
bræðra, þótt hún sé Ijót, en hún á að sanna tröllakyn
þeirra og skaphörku. En þeir, sem hafa undir höndum
Bárðar sögu Snæfellsáss ættu að lesa hana, því að hún
er stórbrotin og ævintýraleg, þótt hún sé í raun og
veru sorgarsaga um grimm örlög og skaphörku.
En sagan er þannig frá viðskiptum þeirra bræðra:
Þorkell Rauðfeldsson (hálfbróðir Bárðar) átti tvo
sonu við konu sinni. Hét annar Sölvi en annar Rauð-
feldur eftir föður hans. Þeir uxu upp á Arnarstapa og
voru efnilegir menn. Dætur Bárðar uxu upp á Laugar-
brekku, bæði miklar og ásjálegar. Helga var þeirra elzt.
Þorkelssynir og Bárðardætur höfðu saman leika sína
á vetrum á svellum við ár þær, er Barnár heita. Þau
höfðu löngum leikmikið (leikmikið mun hér merkja
sama og harðleikið). Vildu Þorkelssynir meir ráða, því
að þeir voru sterkari. En Bárðardætur vildu ekki láta
sinn hlut lakari verða um það, þær máttu.
Það var einn dag, að þau voru að leik sínum, og geklc
þeim þá enn með kappi Rauðfeld og Helgu. Hafísar
lágu við. Þennan dag var þoka mikil. Þau höfðu þá
leikinn allt við sjóinn niðri. Rauðfeldur hratt þá Helgu
út á sjó með jakanum, en vindur stóð af landi mikill.
Rak þá jakann út til hafíssins; fór þá Helga upp á haf-
ísinn. Hina sömu nótt rak ísinn á haf út. Helga fylgdi
þá ísnum, en hann rak svo ört, að innan sjö daga kom
hún með ísnum til Grænlands. Þá bjó í Brattahlíð Ei-
ríkur rauði. Hafði hann einum vetri áður byggt Græn-
land. Flans son var Leifur heppni.
Helga var svo kyrr í Grænlandi, því engin leið var út
að komast. Helga þráði mjög til íslands. Það var einn
dag, að Helga stóð úti í Brattahlíð og litaðist um og
renndi þá augum í átt til íslands og kvað vísu þessa:
Heima er bezt 239