Heima er bezt - 01.07.1958, Síða 23

Heima er bezt - 01.07.1958, Síða 23
SigurSur Sigurásson talar um ÍPRÓTTIR Forsetahjónin koma til mótsins. í fylgd með þeim eru Guð- mundur Guðlaugsson, forseti bcejarstjórnar A kureyrar, Har- aldur Kröyer, forsetaritari, og Friðjón Skarphéðinsson, bæjar- fógeti (Ijósm. R. Vignir). Júnímánuður var mikill annamánuður hjá íþrótta- mönnum og íþróttaunnendum. Helztu íþróttaviðburðir í mánuðinum voru Sundmeistaramótið, sem fram fór á Akureyri, leikir enska knattspyrnuliðsins frá Bury á Englandi í Reykjavík, 17. júní-mótið í frjálsum íþrótt- um, upphaf fyrstu deildar keppninnar í knattspymu og skíðamótið í Siglufjarðarskarði, „Ásgeirsmótið“ svo- nefnda, kennt við hinn kunna skíðakappa Ásgeir Eyj- ólfsson, sem átti hugmyndina að því að halda mót í Siglufjarðarskarði til keppni í fjallagreinum skíðaíþrótt- arinnar um Jónsmessuleytið. Hér verður sundmótið, knattspyrna og frjálsar íþrótt- ir umræðuefnið að þessu sinni. Sundmótið á Akureyri. Meistaramót íslands í sundi var háð á Akureyri dag- ana 7. og 8. júní. Sundmeistaramótið héfur einu sinni áður verið háð á Akureyri, en það er langt síðan, eða árið 1934. Oftast hefur mótið farið fram í Reykjavík, en fyrir fáum árum ákvað sundsambandsstjórnin að láta meistaramótin fara fram á víxl í Reykjavík og úti á landi og hafa meistaramótin síðan verið háð í Hvera- gerði, Olafsfirði og Hafnarfirði, auk Reykjavíkur, og var röðin nú komin að Alaircyrj. Ekki er að efa að þetta er rétt stefna, mót sem þessi eru mjög til þess fallin að örva áhugann fyrir sundíþróttinni í næsta umhverfi mótsstaðarins, og tilgangur íþróttakeppni í hvaða mynd sem er, er fyrst og fremst sá, að fá sem flesta til að iðka íþróttir. Á Akureyri eru mjög góð skilyrði til að halda slík mót, enda var allur undirbúningur og framkvæmd móts- ins mjög til fyrirmyndar, og að sögn þeirra, sem bezt til þekkja, jafnast ekkert Islandsmót í sundi á við þetta, hvað alla framkvæmd snertir. Akureyringar eiga einn glæsilegasta sundstað þessa lands. Sundlaugin er mjög vel í sveit sett, í Grófargili, efst í brekkunni ofan við kaupstaðinn, og setur, ásamt sundlaugarhúsinu, svip á umhverfið. Laugin er undir berum himni, 35 metra löng, en inni er minni laug, sem fyrst og fremst er notuð til kennslu. Það er nýstárlegt í kennslulauginni, og eina dæmið sem ég veit um slíkt hér á landi, að í laugarveggnum, undir yfirborði vatns- ins, er komið fyrir ljóskerum, sem lýsa upp laugina mjög skemmtilega, og hlýtur þetta að vera til mikils hægðarauka fyrir kennarana og ánægju fyrir nemend- urna. Sundstaðurinn, í þeirri mynd, sem hann nú er, var tekinn í notkun fyrir tveim árum, en mannvirkið á sér langa sögu, sem verður aðeins rakin í stórum dráttum hér. Fyrst var hafizt handa um laugarbyggingu þarna á öðrum tug þessarar aldar, þegar Lárus Rist var lífið og sálin í sundlífinu nyrðra. í upphafi var hlaðinn torf- garður til að hefta lækinn, sem rennur um gilið og varð þannig til fyrsta laugin á Akureyri. Árið 1932 leiddu Akureyringar heitt vatn úr Glerárdal, og nægði það framan af, en nú orðið þarf einnig að hita upp vatn í laugina. Vonir standa til að vatnsmagnið úr Glerárdal verði aukið í sumar með borunum. Sundlaugarnefndin hefur mikla áætlun á prjónunum um fegrun umhverfisins við laugina, og mun verða haf- izt handa um framkvæmdir af fullum krafti nú í sumar. Keppendur voru mjög margir á sundmótinu á Akur- eyri, eða 73. Flestir komu keppendumir frá Reykjavík, 25 talsins. Akureyringar áttu 15 keppendur á mótinu og Hafnfirðingar 12. Keppendur úr öðrum héraðum voru færri, en níu héraðssambönd og bandalög sendu kepp- endur til mótsins. — Meðal aðkomumanna voru tveir menn, sem einnig komu við sögu íslandsmótsins á Ak- ureyri 1934, þeir Erlingur Pálsson, formaður Sundsam- bands íslands, og Jónas Halldórsson, sem nú kom til Akureyrar sem þjálfari, en var fremsti sundmaður ís- lendinga árið 1934 og þar í kring, og hlaut fjölda meist- arapeninga á mótinu og var „maður mótsins“. Ahorfendur voru mjög margir, einkum fyrri dag Heima er bezt 241

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.