Heima er bezt - 01.07.1958, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.07.1958, Qupperneq 24
keppninnar, en þá var veður afbrags gott. Forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og forsetafrúin, Dóra Þórhallsdóttir, gerðu sér ferð norður og voru heiðurs- gestir mótsins. Forsetinn kom ekki tómhentur. Síðari dag mótsins afhenti hann Sundsambandinu að gjöf for- kunnar fagran grip, sem hann óskaði að veittur yrði ár- lega þeim keppanda, sem næði beztu afreki á íslandsmóti í sundi. Bikarinn nefndi hann „Pálsbikarinn“ til heiðurs Páli heitnum Erlingssyni, hinum mikla brautryðjanda og frömuði á sviði sundsins. Keppni var mjög skemmtileg í einstökum greinum á sundmotinu, einkum í 100 m skriðsundi karla og 200 og 400 m bringusundi karla. Þá var keppni unglinganna einnig mjög skemmtileg. í 100 m skriðsundi stóð keppnin milli hins unga og glæsilega sundmanns Guðmundar Gíslasonar og Péturs Kristjánssonar. Pétur er „gamall“ í hettunni, hefur keppt á sundmotum í 10 ár, og hefur engan veginn sagt sitt síðasta orð á þessu sviði. Hann fór með sigur af hólmi í þctta sinn í 100 m skriðsundi og varð „maður mótsins“, hlaut fleiri meistarapeninga á þessu móti en nokkur annar, sigraði í 100 m flugsundi auk skriðsunds- ins og tveimur boðsundum. Hann bætti svo rúsínu í pylsuendann með því að setja íslandsmet í 200 m skrið- sundi. í 200 og 400 m bringusundi stóð baráttan milli Einars Kristinssonar og Sigurðar Sigurðssonar. Sigurður varð hlutskarpari í 200 m sundinu en Einar í 400 m. í greinum kvenna skáru þrjár stúlkur sig algjörlega úr, Ágústa Þorsteinsdóttir, Helga Haraldsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir, hver í sinni sérgrein, og var þeim varla veitt keppni. Sama er að segja um boð- sundin. Yfirburðir Reykvíkinga voru þar vfirgnæfandi. Tvö íslandsmet voru sett í greinum meistaramótsins og eitt í aukagrein. Pétur Kristjánsson setti íslandsmet í 200 m skriðsundi, eins og áður getur, synti fyrsta sprett 4x200 m boðsundsins á 2 mín. 18.4 sek. Guð- mundur Gíslason átti fyrra metið, 2 mín. 18.5 sek. Þá setti Reykjavíkursveitin met í þrísundi kvenna, 1 mín. 50.5 sek. (Helga baksund, Hrafnhildur bringusund og Ágústa skriðsund). Helga Haraldsdóttir reyndi að móti loknu við íslándsmetið í 200 m baksundi og tókst glæsi- lega, synti vegalengdina á 2 mín. 57.3 sek„ og hafa fáir íslenzkir karlmenn gert betur. Helga átti sjálf fyrra metið, 3 mín. 2.2 sek. __ Að keppni lokinni afhenti forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, Pálsbikarinn í fyrsta sinn. Ágústa Þorsteins- dóttir hlaut gripinn fyrir 100 m skriðsund (868 stig). Næstbezta afrek var 400 metra bringusund Einars Krist- inssonar (858.5 stig). Þriðja bezta afrekið var 100 m skriðsund Péturs Kristjánssonar (858 stig). Að ofan: Ilelga Haraldsdóttir bregður við i metsundinu, 200 m baksundi. í miðju: Viðbragðið í 100 m baksundi. Guðmundur Gísla- son og Jón Helgason. Að neðan: Einar Kristinsson á fullri ferð í 400 m bringu- sundinu. Hann sigraði i þeirri grein. (Ljósm. R. Vignir). 242 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.