Heima er bezt - 01.07.1958, Page 27
Ingibjörg Siguráardóttir:
Valur hraðar sér fram úr stofunni, og fótatak hans
fjarlægist brátt. Asta hallar sér út af á legubekknum
í stofunni og grúfir andlitið í höndum sér. Heitar og
sárar tilfinningar rísa í sál hennar, Af hverju var hann
svona góður og hjálplegur við hana, algerlega ókunn-
uga? Af eintómri meðaumkun? Ekkert annað gat
stjórnað gerðum hans. Fátæk og umkomulaus vinnu-
kona gat vakið samúð hjá drenglyndu mikilmenni, en
annað ekki. Líf hennar er snauðara en áður, en þó rík-
ara um leið. Örfáar hugljúfar minningar á hún, sem
enginn getur frá henni tekið.
Jón kemur inn í stofuna með kaffidúk í hendinni.
Hún nemur staðar á miðju gólfi og segir undrandi:
— Hvað! Er gesturinn farinn? Asta rís upp af legu-
bekknum.
— Já, hann fór strax, þegar erindi hans var lokið,
segir hún.
Jóna brosir. — Jæja, svona fór það, og ég sem var
farin að hlakka til að drekka með honum kaffi.
— Það verður víst ekki í þetta sinn, sem þér veitist
sú gleði, Jóna mín.
— Nei, það er víst ekki svo vel. Hann hefir átt eitt-
hvert áríðandi erindi við þig, Ásta mín. Þið gerið mig
bara forvitna!
— Þeirri forvitni er ósköp auðvelt að svala. Hann
bauð mér í vetur að ráða mig í sveit næst komandi
sumar, og nú er hann búinn að því. Erindi hans hingað
í dag var að láta mig vita það.
— Nú, það er bara svona, Ásta mín. Og hvar er
hann búinn að ráða þig?
— Á einhverju sýslumannssetri, að Ártúni. Kannast
þú nokkuð við það?
— Nei, ég þekki þar ekkert til. En það gleður mig
samt, að hann skuli hafa ráðið þig þangað. Ég ber
svo gott traust til hans eftir þeim vitnisburði, sem
hann fær hér á Sæeyri.
— Ég er bara fegin að fá atvinnuna, — sama er mér
hvar ég vinn.
— Var það ekki Valur lögregluþjónn, sem fyrstur
kom að í vetur, þegar þú bjargaðir drengnum mínum?
— Jú, hann og bifreiðarstjórinn.
— Og eftir það bauðst hann til að ráða þig í sveit?
— Já, kvöldið sem við urðum samferða hérna sunnan
veginn.
Jóna horfir innilega á Ástu, og rödd hennar klökkn-
ar, er hún segir:
— Þótt ég geti ekki í neinu endurgoldið þér lífgjöf
litla drengsins míns, þá er ég þess fullviss, að sá atburð-
ur á eftir að verða þér til gæfu á einhvern eftirminnan-
legan hátt, Ásta mín. Guð blessi þig fyrir það kær-
leiksverk!
VI.
Vorsól í heiði baðar allt í geislum sínum, vekur til
lífsins hvern blundandi frjóanga í moldinni, kallar allt
fram til vaxtar og þroska og fegurðar og veitir nýjum
lífsstraumi inn í hverja sál. Aðalsmerki vorsins er líf.
Hinu glæsilega sýslumannssetri að Ártúni hefur verið
valinn saður í einu fegursta og tilkomumesta umhverfi
íslenzkrar sveitar. Svipmikill og hár fjallahringur er út-
vörður um víðáttumiklar og gróðursælar lendur. Breið
og vatnsmikil á fellur rétt sunnan við túnið á sýslu-
mannssetrinu og kveður straumþungan óð sinn þýtt
og dreymandi. I litlu gili skammt ofan við túnið steyp-
ist bjartur og tíginn foss fram af háu bergi og stillir
hljóma sína í samræmi við strengjaspil árinnar og syng-
ur um ástir og vordrauma.
Ásta er komin að Ártúni og tekin við eldhússtörf-
unum þar. Hildur, sýslumannsfrúin, er Ástu góð hús-
móðir, og hún sér að Ásta vinnur verk sín vel og upp-
fyllir með ágætum þær kröfur, sem hún gerir til
eldhússtúkunnar sinnar. Þórður sýslumaður er hæg-
látur og höfðinglegur í framkomu og vekur traust og
virðingu við fyrstu kynni. Hann er oftast að heiman
í embættiserindum, og Ásta kynnist honum lítið. Vinnu-
Heima er bezt 245