Heima er bezt - 01.09.1958, Blaðsíða 2
Eftir óþurrkana
Sumarið, sem nú er næstum liðið, hefur verið íslenzk-
um bændum býsna misgjöfult. Á Suður- og Vesturlandi
hefur það verið gott til heyskapar, en á miklum hluta
Norður- og Austurlands með afbrigðum kait og ó-
þurrkasamt. Litlu áður en þetta er skrifað, eða um höf-
uðdag, var á sumum bæjum varla nokkurt strá komið
í hlöðu, en slíkt eru þó, sem betur fer, undantekningar.
Bændur á Norður- og Austurlandi voru ekki vel við
því búnir að mæta þessu erfiða sumri. Síðastliðinn vetur
var víða mjög snjóþungur og gjaffrekur. Vorið var kalt,
svo að seint greri. Sums staðar var síðustu ánum ekki
sleppt af húsi fyrr en um miðjan júní og kúm auðvitað
enn síðar. Síðan urðu bændur að beita túnin, svo að
sláttur hófst ekki fyrr en með allra síðasta móti.
í síðara hluta júlímánaðar var nokkur þurrkakafli, þó
aldrei væri verulega hlýtt nema eina tvo daga með sól-
skini og vestanátt. í þessum þurrkakafla náðu þeir, sem
farnir voru að slá af fullum krafti, verulegu heymagni
inn í hlöður, og þó einkum þeir, sem hafa stórvirkar
vélar og súgþurrkun. En þeir, sem lítt eða ekki voru
byrjaðir að slá fyrr en seinast í júlí eða enn síðar, hafa
sáralitlum heyjum náð, því að á austanverðu Norður-
landi og norðanverðu Austurlandi hefur varla nokkur
heill þurrkdagur komið í ágúst. Nær allan þann mánuð
var hæð yfir Grænlandi, en lægðir tíðar við Bretlands-
eyjar, og hefur þessari loftstillingu fylgt þrálát úrkoma,
þó misjafnlega mikil, og linnulausir kuldar, svo að fén-
aður hefur naumast haldizt í högum.
Lengi lifðu menn í voninni um, að um skipti á höfuð-
daginn, 29. ágúst. Voru jafnvel nokkur teikn til þess á
lofti, en þegar uppbirtan á höfuðdaginn reyndist aðeins
svikaglenna, mun margur hafa orðið fyrir sárum von-
brigðum. En þá var eftir síðasta vonin, messudagur hins
heilaga Egidiusar, 1. september. Og þá birti. Er nú ekki
annað sýnna en nokkur bati ætli að fylgja Egidiusar-
messu. Állt um það verður heyskapur á stórum svæðum
norðan og austan aldrei nema lítill og langt undir meðal-
lagi, svo að bændur sjá fram á að þurfa að fækka bú-
stofni sínum mjög, enda fóðurbætir orðinn svo dýr, að
fáir bændur hafa efni á að kaupa hann að nokkru ráði.
Heyrzt hafa raddir um, að hið opinbera hlaupi undir
bagga, þar sem verst stendur á, og er það að sjálfsögðu
eðlilegt, að slíkar hugmyndir komi fram. En víst munu
bændur helzt vilja standa óstuddir af sér þessa hríð, enda
þyrfti'landbúnaðurinn að vera svo traustur, að hann
þyldi vandræðalaust eins árs harðindi. Raunar má segja,
að tímabilið frá 1949 hafi, þegar á heildina er litið, verið
harðindakafli, a. m. k. samanborið við tímabilið frá 1939
—1949, en þá var árferði jafnan mjög gott.
Þegar sumar eins og það, sem nú er á enda, dynur
yfir, verður mörgum að spyrja: Hvað er hægt að gera
til að tryggja Iandbúnaðinn gegn skakkaföllum af óhag-
stæðri tíð? Þó að Ijómi sé yfir orðum Stephans G. um
bóndann, sem á allt sitt undir sól og regni, þá er örygg-
iskrafa nútímans slík, að menn sætta sig ekki við, að
lífsafkoma heilla stétta sé komin undir duttlungum
veðurguðanna. Vissulega hefur um margt stefnt í ör-
yggisátt, og á ótrúlega skömmum tíma hafa bændur lyft
Grettistaki til að treysta afkomu sína, svo sem með stór-
aukinni véltækni og votheysgerð. Er votheysgerðin þó
víða ótrúlega lítil enn, þrátt fyrir ágæta reynslu þeirra,
er hana hafa mesta. Hana þyrfti víða að auka að miklum
mun, og hafi bændur einnig súgþurrkun, þarf veðrátta
að vera með afbrigðum vond, svo að afkomu þeirra sé
ógnað.
En svo vaknar einnig sú spurning, hvort íslenzkur
landbúnaður sé ekki um of einhæfur. Er ekki óvarlegt að
byggja afkomu sína nær eingöngu á grasrækt. Ræktun
matjurta og korns myndi að vísu ekki ganga vel í sumr-
um sem þessum, en þá er enn eftir eitt, sem þyldi slíka
veðráttu og gjarna mætti hugleiða í þessu sambandi, og
það er skógræktin. Norskir bændur hafa plantað nytja-
skóg á jarðeignum sínum, og eftir nokkra áratugi hefur
þar staðið milljónavirði í trjáviði. Er ekki eitthvað
svipað hugsanlegt hér? Vissulega verður nytjaskógur
ekki ræktaður á jafnskömmum tíma og nýræktarspilda
með grasi. En í vaxinni skógarspildu er fólginn mikill
og varanlegur auður. Og bændur skilja manna bezt það,
sem Stephan G. kvað um: „að hugsa ekki í árum, en öld-
um“. Hugsjón ræktandans lýsir sér fagurlega í vísubroti
brautryðjanda íslenzkrar garðræktar, sr. Bjöms Hall-
dórssonar í Sauðlauksdal:
Einhver kemur eftir mig, sem hlýtur.
Bið ég honum blessunar,
þá bústaðar
minn nár í moldu nvtur.
292 Heima er bezt