Heima er bezt - 01.09.1958, Side 4

Heima er bezt - 01.09.1958, Side 4
Spjallað vih VILHJÁLM STEFÁNSSON landkönnuð „Pá fyrst skildi ég, aA ég var á miádepli ja rA ar“ • Eft ir Heimi Hannesson Vi ð vorum staddir í háskólabænum Hanover í New Hampshire. Þrátt fyrir vargöld í heim- inum, virtist ekkert geta haggað friðnum og rónni þarna norður í Nýja Englandi. Þetta var haustið 1956, þegar Rússar endurreistu „alræði ör- eiganna“ í Ungverjalandi. Connecticut-fljótið rann í Atlantshafið, en í fjarska teygðu Hvítutindar sig til himins. Kyrrð og friður hvíldi yfir þessum skógi vaxna dal í New Hampshire, en haustlitir trjánna eru hvergi fegurri en þar. Það var farið að rökkva. Stúdentarnir sátu flestir inni við erfitt nám, og einstaka lúðrablástur hvarf út í kyrrðina. Háskólinn í Dartmouth er í mörgum fögrum bygg- ingum. Fegurst þeirra er bókasafnið. Uppi á göngunum úir og grúir af fróðleiksþyrstum nemendum þessarar merku stofnunar. Allir ganga hljóðlega um. A neðstu hæðinni úti í yztu álmunni blasti við lítið skilti: STEFANSSON’S LIBRARY. Scott, Peary, Amundsen, Stefansson og Nansen. Allt eru þetta nöfn fortíðarinnar. Hér sat samt einn þeirra, Vestur-Islendingurinn Vilhjálmur Stefánsson, nær átt- ræðu, og ritaði ævisögu sína innan urn stærsta bókasafn í heimi um heimskautalöndin. í VESTRI, á sömu breiddargráðu og Akureyri, lifir enn fólk, sem er á sama menningarstigi og steinaldar- mennirnir, forfeður mannkynsins. Enginn er fróðari um þetta fólk en sonur Svalbarðsstrandarbóndans. Bandaríkjamenn unnu það sögulega frægðarverk nú fyrir skömmu, að sigla kjarnorkukafbáti sínum, Nauti- lus, frá Pearl Harbor alla leið til íslands, undir ísbreiður Norðurheimskautsins. En fyrir meira en þrjátíu árum skrifaði þessi sami bóndasonur um kafbátaferðir undir Norðurpólsísinn. Hann ritaði líka heila bók um þennan hjara veraldar, sem hann kallaði Miðjarðarhaf 20. aldar- innar, og benti á það fyrstur manna, að innan fárra ára yrði þessi ísi þakta eyðimörk einn mikilvægasti hluti jarðarinnar. Flugferðir hæfust þar yfir, og sá, sem réði yfir þessu svæði, hlyti að hafa Ivkilaðstöðu í valdabar- áttunni í heiminum. Þá var hlegið að kenningum þessa unga manns, en nú er öldin önnur. Nú ferðast Vil- hjálmur Stefánsson um heiminn í boði bandarísks flug- félags, sem vill sýna honum þakklæti og viðurkenningu fyrir óvenjulega framsýni. VILHJALMUR hamaðist á ritvélina sína, en konan hans, Evelyn, var honum til aðstoðar. Aldursmunur þeirra er mikill. Frú Evelyn er enn ung og fögur kona, svört á brún og brá, ungversk að uppruna. „Ég hitti eiginmanninn, þegar ég var sextán ára,“ sagði Evelyn og brosti. „Og strax fór ég að hafa áhuga á heimskautalöndunum.“ Vilhjálmur var enn á kafi í skriftunum. Hugurinn var sýnilega á norðlægum slóðum. En brátt var farið að spjalla. Þetta var stærsta bókasafn í heimi um heimskauta- löndin, 60.000 eintök. í rúm þrjátíu ár hefur Vilhjálm- ur ferðazt um fjórar álfur í leit að þessum bókum, og allur veraldarauður hans hefur farið í þennan fjársjóð. Innan um þessar bækur hefur Vilhjálmur skrifað sínar eigin bókmenntir, sem þýddar hafa verið á fjölmörg tungumál út um allan heim. „Framtíð safnsins?“ „Konan mín elskar Island, og sannarlega er það dá- samlegt land. Við hjónin höfðum í huga að setjast að úti á íslandi, ef samningar tækjust um safnið. Konan mín var sérstaklega ánægð með þetta, og ekki stóð á mér. Ég reyndi að vekja áhuga íslenzkra yfirvalda, en hann virtist ekki vera fyrir hendi.“ Nú komst Vilhjálmur í geðshræringu. „Ég vildi láta þá ráða, hvort það færi til Háskólans eða í Landsbókasafnið. Annars skaltu tala við... Nei, við skulum sleppa því. Það var víst Háskólinn. En nú er það of seint. Ég er bundinn hér í Hanover um alla lífstíð. . . Annars á ég sjálfur annað stærsta heimskauta- safnið uppi í Vermont. Það fer sennilega til háskólans í Alberta. Hér er mikið af íslenzkum bókum, elztu tímaritin frá byrjun og fjórða stærsta rímnasafn í heiminum. Mikið af því er úr safni Eggerts Laxdals á Svalbarðsströnd. Svo er mikið eftir Sigurð Breiðfjörð.“ 294 Heirna er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.