Heima er bezt - 01.09.1958, Page 5
Og svo flettum við rímunum. Þarna er ein sam-
hent:
„Hitti að bragði Satan sinn,
sönn 'fram lagði skilríkin.
Glóðaflagða gramurinn
Grím þá sagði velkominn."
NÚ BARST TALIÐ að norðlægum slóðum.
„Sjáðu nú til,“ sagði Vilhjálmur og gekk um gólf,
eins og tii áherzlu. „Þegar ég var í heimskautalöndun-
um og leit yfir heiminn í huganum, þá sá ég San Fran-
cisco x suðurátt. Er farið var vestar, sá ég Japan og
Kína í suðurátt, Rússland, Frakkland og England. Svo
hélt ég í huganum yfir hafið... ísland var í suðurátt,
Nýfundnaland og New York. Þá fyrst skildi ég, að ég
var á miðdepli jarðar.“
Nú bandaði Vilhjáliuur hendinni, eins og háskóla-
prófessor í fyrirlestri. Það var eins og hann væri búinn
að endurtaka þetta nokkrum sinnum áður.. . og vafa-
laust var það svo.
„Fyrir rúmum tvö þúsund árum var Miðjarðarhafið
miðdepill heimsins, Mare Nostrum. Það var á veldis-
dögum Rómar og Karþagó. Þær stóðu andspænis hvor
annarri við hafið, og það gekk á með skini og skúrum
í sambúðinni. Og svipað er það í dag. Norður-íshafið
er Miðjarðarhaf nútímans. Róm og Karþagó okkar
daga eru Bandaríkin og Canada öðrum megin við
heimskautið, en Rússland og leppríki þess hinum rnegin,
og það eru skin og skúrir í sambúðinni, eins og við
vitum. Norðurheimskautssvæðið verður íuikilvægara
með hverjum deginum. Ef til þriðju heimsstyrjaldar-
innar kemur, þá verður hún fyrst og fremst háð með
fjarstýrðum flugskeytum yfir heimskautið. Á friðar-
tímum gegnir það ómetanlegu hlutverki. Þar er gnótt
hráefna til kjarnorkuframleiðslu, gnægðir kola, járns og
olíu.“ Og augun gneistuðu. „Stórkostleg framtíð!“
EKKI TREYSTI Vilhjálmur sér til að kveða upp úr
með það, hvert væri iuinnisstæðasta atvikið frá heiiu-
skautaferðunum, enda var það varla von. Úr of mörgu
var að velja. En greinilega mat hann mikils kynnin við
Suðurpólsfarann og Norðiuanninn Roald Amundsen,
þótt þeir væru andstæðingar um tíma.
„Eg hitti Amundsen fyrst fyrir rúmum fimmtíu ár-
unx á heimskautinu um borð í skipi hans Gjöa. Annars
var honum alls ekki vel við mig á köflum. Flann sagði,
að ég skrifaði tóma lygi og falsanir. Flestar bækur mín-
ar væru byggðar upp af hreinum hindurvitnum og
Sofðu unga ástin min . . . Evelyn og Vilhjálmur Stefánsson.
Heima er bezt 295