Heima er bezt - 01.09.1958, Page 6

Heima er bezt - 01.09.1958, Page 6
Vilhjálmur sýnir islenzkurn stúdentum i Dartmouth nýjustu bók sina, „The Fat of the Land“. — Stúdentarnir eru Kristinn Hallgrimsson frá Reykjavík og Jósef H. Þorgeirsson frá Akranesi. Frú Evelyn stendur fyrir aftan mann sinn. (Ljósm. The Dartmouth, clzta háskólablað i Ameriku). kreddum. í sjálfsævisögu sinni skrifar hann aldrei öðru- vísi en „uppgötvanir“ Vilhjálms Stefánssonar, og hend- ir gaman að kenningum mínum um Ijósu Eskimóana. ,Vilhjálmur hefur aldrei lifað af landinu,1 segir hann um mig.“ Og nú hló Vilhjálmur, lengi og hjartanlega. „Lestu þennan kafla,“ sagði hann, „hann er skemmti- legur, reglulega skemmtilegur." OG SVO KOM hann með ævisögu Suðurpólfarans, fletti og brosti. „Annars vorum við góðir vinir. Hann drukknaði við að hjálpa öðrum. ítalska leiðangursstjórans Nobile var saknað, og flugvél var send til að leita hans. Amundsen fór með, en vélin steyptist í hafið fyrir norðan Noreg. Já, við vorum góðir vinir... En nú er bezt að ég fái að heyra fréttir frá íslandi... Hvemig gengur Asgeiri forseta? Hefur hann verið endurkjörinn? Eða Jóni Dúa- syni við endurheimt Grænlands? Hvernig er með flokk Vilhjálms Þór? Er ekki mikið flogið á Islandi? Gaman væri að koma aftur til Íslands. Við hjónin tölum mikið saman á íslenzku. Konan mín syngur meira að segja. Þú ættir að heyra hana syngja ,Góða tungl‘ og ,Sofðu unga ástin mín‘. Við ferðuðumst mikið á íslandi. Einu sinni ferðaðist ég með frænda mínum, Jónasi frá Hriflu, austur að Klaustri, og þá var nú tekið lagið, maður. Jónas er sterkur söngmaður. Annars hefur Jónas boðið mér legstað á Þingvöllum---en það er ekki ákveðið enn.-------Einu sinni reyndi ég að koma á föstum flugferðum við ísland. Pan American-flugfélagið hafði eitt sinn einkarétt á öllu flugi út til íslands, en félagið afsalaði sér réttindunum.--Nú fljúga þeir víst mikið á íslandi. Er það ekki?“ ÞEGAR VILHJÁLMUR HAFÐI fengið allar upp- lýsingar um flugið, snerist talið að Grænlandi. „Það er slæmt, hve málstaður Jóns Dúasonar hefur fengið lítið fylgi. Athyglisverður maður, mjög athyglis- verður.----Þú hefur kannske ekki heyrt það, að einu sinni vildu einhverjir íslendingar fá mig fyrir forseta? Menn skrifuðu um mig í blöðin. Gunnar Thoroddsen, sem þá var mjög ungur, stakk upp á því í grein, að ég (Framhald á bls. 299). 296 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.