Heima er bezt - 01.09.1958, Page 15
„Hvernig ætti ég svo sem að vita það?“ sagði hann
stuttaralega. „Líklega meðfram, og þá ekki síður vegna
þess, að flestir verða þeir hvarflandi og staðfestulausir.
Nei, hafi mér einhvern tíma dottið í hug að gjöra vísu,
þá hef ég reynt að þagga þá hugsun niður með harðri
hendi, og það skalt þú líka gera, drengur minn.“ Og nú
fór hann að raula vísu fyrir munnýsér: „Yrkja kvæði
ólán bjó,“ en ég sat og beið.
En þegar hann virtist ekki veita mér lengur nokkra
eftirtekt, stóð ég á fætur og bauð góða nótt. Hann anz-
aði mér ekki, en leit þó á mig og hristi höfuðið. Og hélt
svo áfram að tinda hrífuna.
Ég labbaði nú í hægðum mínum niður að sjó. Veðrið
var svo yndislegt og sjórinn spegilsléttur. Ég settist
flötum beinum á sandinn og fór að hlaða hús — hús úr
sandi, með rammgerðum túngarði kringum. Efnið í
garðinum var hið sama og í húsinu — sandur.
Jæja, svo það var þá ekki einhlítt, þó maður næði með
tunguna upp í nefið á sér. Þetta hefði ég raunar átt að
geta sagt mér sjálfur fannst mér nú. Ekki hafði ég svo
sjaldan séð kýrnar sleikja innan á sér nasirnar, og ekki
voru þær skáld, eins og allir vissu, ekki einu sinni talandi
nema á Þrettándanótt. Ég hafði oft heyrt nautið bölva,
eins og það var nefnt, en aldrei heyrt orðaskil, en eitt-
hvað Ijótt hlaut það að segja, því aldrei bölvaði það,
nema þegar það var í illu skapi.
En var nú karlinn ekki bara að skrökva að mér, svo
að ég hætti að nauða í honum um kennsluna. Og það
eitt var víst, að ósatt var að allir yrðu ólánsmenn, sem
við skáldskap fengust. Var ekki Hallgrímur Pétursson,
sem orti Passíusálmana, stórskáld, og þó hann yrði
holdsveikur, þá höfðu nú fleiri orðið það, sem ekki voru
skáld. Ekki var Vigfús í Hrísnesi skáld, og þó varð
hann holdsveikur. Mér flaug í hug, þegar ég sá hann í
síðasta sinn, niðurbeygðan og hræðilega afskræmdan í
, andliti eftir sjúkdóminn. Ég var þá svolítill snáði, og
hann tók í höndina á mér, þegar hann kvaddi, og bað
mér blessunar Guðs. En ég hljóp strax burtu, því ég
var hræddur við hann. Líldega hefði hann ekkert fyrr
orðið svona veikur, þótt hann hefði verið skáld. — Nei,
frændi var bara að skrökva þessu.
Það þyrfti að rífa gaflinn úr naustinu og lengja það
um svo sem 20 álnir. Ég átti spýtukubb, sem ég hafði
fyrir bát, og nú fannst mér ég þurfa að geta komið
honum undir húsþak fyrir veturinn (þetta var nú raun-
ar í maí), og svo voru tvær stóreflis öðuskeljar, sem líka
þurfti að lcoma í hús. Öðuskeljamar voru árabátar. Hét
annar Dani en hinn Ólafur. Hann var hafður í hákarla-
legur og var sexæringur, en hinn ekki nema fjögurra
manna far.
Nú kallaði ég inn í bæinn: „Eruð þið ekki enn þá
komnir á fætur, piltar. Skárri er það nú svefninn. Klukk-
an orðin níu og bráðum orðin ellefu. Ég er nú svo al-
deilis hissa.“
Út úr bænum þustu vinnumennirnir, tólf að tölu,
flestir skinnklæddir, smíðaðir úr lurkum eða þönglum.
Allir voru þeir karlmannlega vaxnir með kraftalegan
bol og stórt höfuð, en handleggirnir á þeim voru niður
með síðunum og sáust ekki. Nú var gamli maðurinn og
skáldskapurinn fokinn út í veður og vind, því skipsetn-
ingin tók hug minn allan. Húskarlarnir skipuðu sér á
borð stórskipsins, sem hét Höfrungur, þeir spyrntu
rösklega í, en setningurinn gekk seint, enda var skipið
bæði stórt og þungt. Þó tókst um síðir að koma því í
naustið með miklum köllum og kröftugum fyrirskip-
unum.
„Sæli nú!“ var sagt rétt hjá mér. Ég hrökk við, því
ég hafði ekki heyrt neinn koma fyrir ákefðinni við skip-
setninginn. Ég leit við. Drengur á aldur við mig, Bogi
að nafni, frá næsta bæ, stóð hjá mér.
„Hvað ert þú eiginlega að bedrífa?“ sagði hann spek-
ingslega.
„O, svo sem ekki neitt,“ sagði ég, „ég var að setja bát-
inn minn,“ en í aðra röndina hálfskammaðist ég mín
fyrir, ef hann hefði heyrt, hvað ég talaði við vinnumenn
mína, því í þá daga „blótaði“ maður nú bókstaflega á
laun, en ekld svo aðrir heyrðu.
„Bátinn þinn!“ át hann upp eftir mér og hló ertnis-
lega. „Kallar þú spýtudrumbinn þann arna bát?“
„Já,“ sagði ég, og fór nú heldur að síga í mig.
„Þetta er svei mér fallegt skip á sjó,“ sagði Bogi, „ótil-
höggvinn spýtudrumbur og ekki einu sinni með möstr-
um!“
„Hann er að minnsta kosti eins fallegur og kollan
þín,“ sagði ég nú öskuvondur og stóð upp. „Hvað ert
þú eiginlega að flakka? Viltu bara hypja þig héðan af
minni landareign?“
Bogi hló og spýtti einhverju mórauðu út úr sér.
„Viltu rullu?“ sagði hann og rétti mér börk utan af
skógarhríslu. „Ég er að finna þig, vinur,“ bætti hann við
ósköp ísmeygilega.
„Jæja, hvað vilt þú mér svo sem? Líklega þó ekki að
hrinda um koll bænum mínum, eins og síðast?“
Hann kom til mín, leit flóttalega í kringum sig og
hvíslaði: „Viltu koma eftir háttatíma í kvöld út í Hellis-
vík og reyna að ná hvönnum úr klettunum þar?“
Ég tókst allur á loft. Hvort ég vildi, ég held nú það.
„Hvað verðum við margir?“ spurði ég.
Hann svarar: „Fjórir með þér. Við erum búnir að ná
í sterkt snæri til að síga í.“
„Og hver á að síga?“ spurði ég.
Hann klóraði sér í höfðinu og sagði vandræðalega:
„Ja, það er nú eiginlega sigmaðurinn, sem okkar vantar,
því náttúrlega þorir þú það ekki, greyið mitt.“
Það kom eins og kökkur í hálsinn á mér og ég átti
erfitt með að svara, og í vandræðum mínum réðst ég á
Boga og skellti honum flötum á sandinn. Og þegar ég
sá, hvað mikill maður ég var, óx mér hugrekki og öskr-
aði inn í eyrað á honum: „Líklega verð ég að gera þetta
fyrir ykkur. Þið þorið það hvort sem er ekki. Ég held
ég þekki ykkur.“
Bogi stóð á fætur og dustaði af sér sandinn: „Þú ræðst
að mér að óvörum, meira að segja aftan að mér. Þú ert
ragur eins og Hlíðarstrákarnir. Ragur er sá, við rassinn
glímir, ó svei þér.“
Heima er bezt 305