Heima er bezt - 01.09.1958, Side 20

Heima er bezt - 01.09.1958, Side 20
Leiáin til þroskans Eg nefni nafnih h ennar r Á þ v í að sögur hófust, hafa verið til menn gæddir óvenjulegum skynjanagáfum. Flest trú- arbrögð eiga rætur sínar að rekja til slíkra dul- vísra manna. Þar koma spámenn og sjáendur mjög við sögu, en auk þess hafa á öllum öldum verið svo að segja í hverju byggðarlagi ófreskir menn, sem séð hafa það, sem öðrum er hulið. Þeir hafa átt sér víðar veraldir, byggðar álfum og öndum eða englum. Ganga um þetta ótölulegar sagnir. Flestir verða einhvern tíma varir skynjana, sem þeir geta ekki samræmt hversdagsreynslu sinni. Er því senni- iegt, að allir hafi vísi að þeim skiiningarvitum, sem dul- vísum mönnum eru gefin í ríkara mæli en öðrum. Til þess benda draumar, sem náskyldir eru annarri reynslu. I þessum mánuði kemur út mjög óvenjuleg bók um þessi efni, og nefnist hún „Leiðin til þroskans“. Miðillinn, sem þessi bók er rituð eftir, heitir Guðrún Sigwðardóttir. Hún er fædd að Torfufelli í Eyjafirði og komin af góðu og ráðvöndu fólki í báðar ættir. Guðrún telur, að fyrst hafi farið að bera á veruleg- um miðilshæfileikum hjá sér árið 1952, en síðan hefur hún haft reglulega fundi að minnsta kosti einu sinni í mánuði með litlum hópi samstarfsmanna. Þessir fundir. standa stundum yfir á þriðju klukkustund, og er mið- illinn í transi allan tímann. Það lesmál, sem þessi bók flytur, hefur verið hljóðritað á segulband á árunum ‘1954-1957. Lýsingarnar eru teknar af segulbandinu óbreyttar með öllu, eins og þær komu af vörum miðilsins. Enda þótt hér sé að mestu leyti um skyggnilýsingar að ræða, er miðillinn þó í svo djúpum transi meðan hún lýsir því, sem fyrir hana ber, að ekki man hún neitt af því, er hún vaknar. I bók þessari eru meðal annars eftirfarandi lýsingar: Maður deyr. Endurfæðingarlaug í öðrum heimi. Konan og bjarti maðurinn. Umhyggja kærleikans. Hvíta húsið. Ljósin tólf. Takmörkin milli lífs og dauða. Hringmynd- aði salurinn. Bláklæddu mennirnir þrír. Ókennileg áhöld. Skeyti, er fara milli manna. Sveit manna send eftir deyj- andi barni. Farið í geimfari. Sjúkravitjun í stórborg. Silfurstrengurinn slitnar. Börur úr rósum. Hvítklæddi maðurinn og fræðsla hans. Hérna megin við brúna. Dauðinn er líknandi kærleikshönd. Farið til jarðarinnar. Maður við útför sjálfs sín. Annarlegt fólk. Leiðin til þroskans. Útsöluverð bókarinnar „Leiðin til þroskans“ er kr. 140.00, en skuldlausir áskrifendur „Heima er bezt“, sem kynnu að vilja eignast bókina, geta fengið hana hjá af- greiðslu blaðsins. Starir stjarna í rofi, starir beint til mín. Mér finnst hún brosa og blika sem brúnu augun þín. En nú er hún að hverfa bak við himinsins lín. Veit hún hvað því veldur ég var að hugsa um þig? Veit hún það, að veröldin er vítiskvöl án þín? Veit hún, að mín hjartaslög og hugsun hver er þín? Stjarna, bláa stjarna á stirndum himingeim! Brostu yfir bænum á bak við fjöllin hvít. Sendu geisla á gluggann og græddu hennar mein. Nóttin er svo nöpur, nóttin er svo löng. • Súgar út frá sundum, syrtir él á tind. Segðu mér hún sofi og sé ei voða þreytt. Ég nefni nafnið hennar út í nóttina til þín. Már Snædal. 310 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.