Heima er bezt - 01.09.1958, Blaðsíða 24
bærinn, sem er í byggð á Látraströnd. Hundurinn á
bænum spangólar ámátlega, þegar við förum fram hjá.
Þetta er víst morgunkveðja hans til okkar. Mér finnst
hálfleiðinlegt, að það skuli ekki spangóla hundar líka
á hinum bæjunum, sem nú eru í eyði. Þar bjó einu sinni
fóik, en bæimir voru afskekktir, svo að bændurnir flutt-
ust burtu.
Þegar hér er komið förum við fram hjá Grímsnesi,
og nú sjáum við Innri- og Ytri-Vík. Þar eigum við
kolanet, sem við tökum á heimleiðinni, þegar við höf-
um lokið við að draga línuna.
Nú tekur Venni við stjórninni. Við erum að nálgast
syðri endann á línunni. Ég fer að svipast um eftir bauj-
unni og kem fljótlega auga á hana. Flaggið lafir mátt-
leysislega á baujunni og hreyfist ekki í logninu. Það er
mikill straumur. Línan togar fast í baujustöngina, svo
að hún stendur beint upp í loftið.
Nú fer ég að búa okkur undir að draga línuna. Ég
brýni aðeins gogginn og tek fram blóðgunarhnífinn.
Nú leggur Venni að baujunni, en ég tek fimhm og bý
mig undir að krækja í línuendann. Nú er tækifærið
komið, og ég reyni að hitta lykkjuna. — Mér sýndist
Venni glotta við tönn. Hann setur vélina í „afturgang“,
og ég kræki í lykkjuna og innbyrði baujuna. Síðan leysi
ég línubelginn og baujuna af línunni og hendi hvoru
tveggja aftur í til Venna. Nú fer ég að draga línuna
og reyni að hringa hana vel niður í bátinn, annars verð-
ur Fía h'nustúlka reið, þegar hún fer að stokka línuna
upp. Ljótur er nú fyrsti drátturinn. Það er fýlungi, sem
hefur ætlað að gæða sér á beitunni, þegar við lögðum
línuna, en fest sig á önglinum, dregizt í botn og drukkn-
að.-------
Ég er nú búinn að draga tíu stokka af línunni, og allt-
af fáum við eintóma ýsu. Þessi róður ætlar víst að verða
góður. Ennþá helzt þetta blíðalogn. Það þarf ekki að
andæfa á línunni, svo að Venni situr aftur í og fægir
byssuna.
„Hvað er þetta?“ hugsa ég. Línan þyngist allt í einu,
og ég sé glitta í eitthvað hvítt langt niðri í sjónum.
Hingað til höfum við fengið eingöngu ýsu. Þetta er
fvrsti þorskurinn, og það er þorskur, sem um munar.
Hann hafði vafið að minnsta kosti einum stokk af línu
utan um sig.
„Einn sá stærsti, sem ég hef séð,“ segir Venni.
Það er orðið þröngt í bátnum. Við erum komnir að
línubelgnum, sem er á miðri línunni. Venni er nú byrj-
aður að draga, en ég andæfi á línunni, því að kominn
er dálítill straumur. Klukkan er að verða hálftíu, og nú
fara bátarnir að koma í Ijós einn og einn fyrir höfðann.
Þeir ætla að leggja sínar lóðir úti á Grímseyjarsundi.
Við eigum nú eftir þrjá stokka af Iínunni, og báturinn
rúmar naumast línuna og fiskinn. Venni segir, að þetta
séu svona þrjú tonn.
Við ljúkum við að draga línuna, fáum okkur að borða
og höldum svo heilm á leið. Báturinn er sökkhlaðinn
og ristir djúpt. Stefnið sker sjóinn eins og plógur, og
hann streymir í stórum boðum út frá kinnungunum.
\Tenni stýrir. — Ég er að þvo bátinn og verka línuhjólið.
Það er alltaf Ieiðinlegt að sjá sloruga og óhreina báta.
Það er bezt að þvo þetta slor af strax, annars storknar
það og festist á bátnum.
Við veðum að skilja kolanetin eftir, því að báturinn
er svo hlaðinn. Þessi fiskur, sem við erum með, er ein-
tóm ýsa. Aðeins þrír þorskar.
Nú er ég búinn að þvo bátinn og sezt upp á stefnið
á bátnum og læt fætuma lafa niður í sjóinn til að svala
mér á fótunum. Mér er alveg ógurlega heitt. Venni
situr aftur í eða réttara sagt liggur og syngur við raust.
Við erum að fara fram hjá Steindyrum. Þar uppi á
klettinum eiga veiðibjölluhjón hreiður. Ég hef verið að
fylgjast með þeim í allt sumar. Eitthvað líkt ketti situr
í fjömnni og gónir á okkur. Þetta er víst tófuyrðlingur.
Það er fullt af tófum þarna uppi í fjallinu.
Nú tek ég eftir einhverju hnöttóttu í sjónum, sem
rekur einkennilega hratt. Ég bendi Venna á þetta. En
hvað varð af þessu? Ég get ekki bent honum á neitt,
nema spegilsléttan sjóinn. Þetta, sem ég sá, er gjörsam-
lega horfið. — En þarna kom það upp aftur! Það Iék
enginn vafi á því, að þetta var selur. Venni lét mig
taka við stjórninni á bátnum, og ég stýrði í stóran
hring. Nú fer Venni fram í og tekur sér stöðu frammi
við lúkar. Hann bíður þess, að selurinn komi aftur í
Ijós. Ég gerist nú mjög æstur og spenntur. Mér finnst,
eins og við séum að eiga við einhvern hættulegan hlut,
kafbát, tundurdufl eða eitthvað þess háttar.
Þarna kom selurinn í þriðja sinni upp á yfirborðið
og var nú í sæmilegu skotfæri. Venni miðar byssunni á
selinn. Hann syndir hægt og forvitnislega nær, vaggar
hausnum til og teygir hann langt upp úr sjónum. Allt
í einu fór Venni að blístra, lágt og titrandi. Við það
færðist selurinn enn nær bátnum. Mér var farin að
leiðast þessi bið og vildi fara að láta eitthvað gerast.
Þess var heldur ekki langt að bíða. Allt í einu kvað við
ógurlegur hvellur, sem hefði getað fengið dauðan mann
tií að rakna við. — Selurinn hvarf, og sjórinn varð aftur
spegilsléttur. — Skyldi Venni hafa misst marks? Selur-
inn er gjörsamlega horfinn og sást ekki tangur eða tetur
af honum. En skyndilega hendist hann upp úr sjónum
rétt við borðstokkinn. Þá var Venni ekki seinn á sér,
þreif gogginn og færði hann á kaf í hálsinn á selnum.
Síðan innbyrti hann selinn og skar hann. Ég hélt við
hausinn á selnum á meðan Venni skar, og nú rann
glóðvolgt selsblóðið á hendur mínar. Mér varð óglatt
og ætlaði alveg að æla. Þetta var alveg eins og manns-
blóð, bara aðeins dekkra.--------
Þegar hér var komið, setti Venni vélina aftur í gang,
og við héldum hcim á leið. Ég fór nú að virða selinn
fvrir mér. Þetta var miðlungsstór hringanóri, með stóra
kampa á kjálkunum. Skotið hafði hæft hann ofarlega
í hálsinn. Garnirnar úr honum myndu verða góð ýsu-
beita, þegar þær hefðu úldnað dálítið. Við hliðina á
selnum lá stóri þorskurinn, sem við fengum á línuna.
Hann hafði auðsjáanlega lent í kynni við veiðistöng
nýlega, því að í hægra munnviki hans hékk stærðar
laxaspónn ásamt langri dræsu af girni eða nælongarni.
Við vorum nú að verða komnir heim. Fía stóð frammi
314 Heima er bezt