Heima er bezt - 01.09.1958, Qupperneq 26
Vinningashrá:
Takið fjátt í hinni nýju
V erálaunagetraun
„HEIMA ER BEZT“
og vinnih fullkomna
svissnezka
handprjónavél
me& snúningsstykki,
ah verhmœti kr. 2.815.oo
I.verðlaun: Hin fullkomna svissneska handprjónavél
PASSAP M 201.
2. verðlaun: Fjórar nýjar bækur, sem koma á bóka-
markaðinn í haust:
örlög orðanna eftir dr. Halld. Halldórsson
Vígðir meistarar eftir Edouard Schuré, í
þýðingu próf. Björns Magnússonar
Leyndardómur kínversku gullkeranna, ung-
lingasaga eftir P. Westerman.
Strákur á kúskinnsskóm, sögur fyrir börn.
eftir Gest Hannson.
3. verðlaun: Ein bók: Örlög orðanna eftir dr. Halldór
' Halldórsson.
f ÞESSUM MÁNUÐI byrjum við á nýrri verðlaunagetraun, sem
við vonum, að lesendur „Heima er bezt“ muni hafa gaman af að
spreyta sig á.
Hér fara á eftir nöfn á tíu frumsömdum, íslenzkum skáldsög-
um eftir þekkta íslenzka rithöfunda. Aftan við nöfn skáldsagn-
anna eru nöfn höfundanna. En nú hefur tekizt svo til, að línurn-
ar með nöfnuin höfundanna hafa brenglazt meira og minna. Nú
Getraun:
I. Eiríkur Hansson ( ) Davíð Stefánsson
2. Jón Arason ( ) J. Magnús Bjamason
3. Sólon Islandns ( ) Guðm. G. Hagalín
4. Kristrún i Hamravík ( ) Torfhildur Þ. Hóhn
5. Brynjólfur Sveinsson ( ) Jón Bjömsson
6. Jón Gerreksson ( ) Halldór Kiljan Laxness
7. Símon í Norðurhlíð ( ) Þórbergur Þórðarson
8. Salka Valka ( ) Guðm. Friðjónsson
9. Indriði miðill ( ) Gunnar Gunnarsson
10. ólöl í Ási. ( ) Elinhorg Lámsdóttir
er þrautin í því fólgin, að raða saman í réttri röð nöfnum bók-
anna og nöfnum höfundanna, þannig að nafn rithöfundarins
komi á eftir nafni þeirrar bókar, sem hann hefur samið.
Skrifið ráðninguna á sérstakt blað og geymið hana síðan þar
til i desember. Getraunin verður í þrem heftum (september, októ-
ber og nóvember), og að því búnu á að senda svör við öllum þrern
hlutum getraunarinnar í lokuðu umslagi merktu .Verðlaunaget-
raun“, til „Heima er bezt", pósthólf 45, Akureyri.
Síhustu forvöh
Eins og áskrifendur vita, hefur áskriftargjald „Heima
er bezt“ ekki hækkað síðastliðin þrjú ár, þrátt fvrir sí-
fellda hækkun á útgáfukostnaði. Einn kostnaðarliður
útgáfunnar, sem fer hækkandi með hverju ári, eru póst-
gjöld.
Allflestir áskrifendur „Heima er bezt“ hafa nú þegar
greitt hið væga áskriftargjald (kr. 80.00) fyrir yfirstand-
andi árgang.
Ennþá eru samt nokkrir, sem ekki hafa sent blaðinu
árgjald sitt (1958). — Ef þú, lesandi góður, ert einn
þeirra, eru það vinsamleg tilmæli útgefanda, að þú
bregðist vel við og sendir áskriftargjald þitt sem fyrst.
Það sparar þér póstkröfukostnað og okkur ærna fyrir-
liöfn. Við vonum, að þú hafir haft ánægju af að fá
„Heima er bezt“ sent til þín það sem af er þessu ári,
og að þú eigir eftir að vera traustur vinur blaðsins á
ókomnum árum.
En nú eru að verða síðustu forvöð að senda árgjald
þitt fyrir yfirstandi ár, ef þú vilt losa sjálfan þig og
okkur við allt leiðinda póstkröfustúss.
Með beztu kveðju
Utgefandi.