Heima er bezt - 01.12.1958, Síða 4
Séra Helgi Konráðsson:
SÍÐUSTU JÓLIN HEIMA
að er einkennilegast við bernskuminningarnar,
að þær geymast án alls samhengis sín á milli og
án tímaákvörðunar. Þær eru eins og smámynd-
ir, sem snöggvast er brugðið upp án alls orsaka-
sambands. Þegar fullorðinn maður horfir á þær síðar á
ævinni og sér sjálfan sig á miðri myndinni, lítinn dreng,
er honum ómögulegt að átta sig á því, hvaðan hann
hefur komið þangað og hvernig á því stendur, að hann
er þar, nema fylla upp í eyðurnar með þekkingu seinni
æviára.
Inn í bernskuminningarnar komum við ætíð utan úr
einhverju óskiljanlegu myrkri og hverfum inn í það aft-
ur. En þessi svipleiftur minninganna eru mjög skýr,
mjög tær og fögur í blámóðu fjarlægðarinnar.
Þannig eru mér þessi jól.
Þó að ég væri þá orðinn 8 ára gamall, eru þau fyrstu
jólin, sem ég man greinilega, sennilega af því að birtu
þeirra fylgdi skuggi dauðans. Það voru síðustu jólin
heima á Syðra-Vatni í gömln baðstofu foreldra minna.
Á næstu jólum var móðir mín orðin ekkja og flutt í
lítið timburhús niður við sjó, jörðin hennar seld og bú-
inu dreift út um sveitina á opinberu uppboði. Þá vorum
við aðeins þrjú systkinin hjá henni, önnur þrjú í fjar-
lægum stöðum og yngsti bróðir minn og leikfélagi dá-
inn.
Við þessar miklu breytingar ber síðustu jólin heima
í gömlu baðstofunni og þess vegna eru þau svo skýr og
minnisstæð.
Þó að ég viti það nú eftir á, að ég hafði fæðzt í þess-
ari baðstofu og hafzt þar við hvern einasta dag síðan
og hverja nótt, finnst mér þetta jólakvöld varpa undar-
legum, framandi blæ á þessa baðstofu og allt, sem er þar
inni, sperrurnar, súðina, ómáluð rúmin með heimaofn-
um ábreiðum og borðið undir glugganum. Baðstofan
er full af birtu og hljóðlátri gleði, töfrum, sem ég hef
síðar aðeins fundið undir hvelfingum gamalla kirkna.
Og birtan inni er enn unaðslegri af því, að fyrir
framan dyrnar eru göngin, dimm og löng með skelli-
406 Heima, er bezt