Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 6
MAGNÚS V. FINNBOGASON frá Reynisdal:
HJÖRLEIFSHÖFÐI
(Niðnrlag)
Með Lofti Guðmundssyni og Þórdísi má segja að
hefjist nýtt tímabil í búskaparsögu Höfðans. Frá því
að bærinn var endurreistur og fluttur upp á fjallið og
þangað til þau komu þangað, rnunu hafa verið alltíð á-
búendaskipti og fáir eða engir fest þar verulega rætur.
Synir þeirra Lofts voru:
1. Markús, fæddur að Holti í Mýrdal 28. maí 1828
(dáinn 20. nóvember 1906, eins og áður getur).
2. Gísli, fæddur í Hjörleifshöfða 1831. Hann var ó-
kvæntur og átti ekki afkomendur. Hann drukknaði í
Vestmannaeyjaferð 10. febrúar 1857, 25 ára gamall.
Fórst skip það, sem hann var á, með allri áhöfn, 19
manns, allt ungir menn og einvalalið. Þar á meðal var
ein kona, einnig úr Hjörleifshöfða, Signý Níelsdóttir að
nafni. Eru nú liðin 100 ár frá þessum sorglega atburði.
3. Jón, fæddur í Hjörleifshöfða 24. sept. 1832. Dó
29. apríl 1895 á Ketilsstöðum, 65 ára gamall. Hann bjó
þar allan sinn búskap. Hann var lengi formaður í Dyr-
hólahöfn og farnaðist jafnan vel.
4. Guðmundur, fæddur í Hjörleifshöfða 22. júní
1837. Dó á Söndum í Meðallandi 27. marz 1892, 55 ára
gamall. Hann bjó á Söndum allan sinn búskap.
5. Sigurður; hann fæddist í Hjörleifshöfða 28. maí
1838 og dó í Hjörleifshöfða 26. febrúar 1919, áttatíu
og eins árs að aldri. Hann bjó lengi á Rauðhálsi, en er
hann lét af búskap fluttist hann á æskustöðvar sínar til
Markúsar bróður síns í Hjörleifshöfða og dvaldist þar
öll síðustu ár ævi sinnar og lézt þar í hárri elli, eins og
áður getur.
Allir voru þeir Höfðabræður hinir mestu atgjörvis-
menn. Sumir þeirra risar að vexti og rammir af afli,
greindir, og kunnu vel að koma fyrir sig orði og höfðu
stundum til að vera nokkuð stórorðir og vönduðu ekki
alltaf kveðjurnar, en þó með fullum drengskap, svo að
engum þurfti undan að svíða.
Markús var fágaðastur þeirra bræðra í framkomu,
enda bezt að sér og víðlesnastur og aldrei óviðbúinn að
svara fyrir sig. Hann átti allgott bókasafn, eftir því sem
gerðist á þeim tíma, enda var hann sílesandi, þegar
stundir gáfust til.
Allmikil listagáfa hefur verið og er enn ríkjandi í
þessari ætt. Páll Markússon lærði trésmíði og þótti lista-
smiður. Hann kvæntist Karitas Bjarnadóttur frá Efriey
í Meðallandi. Þau fluttust austur til Norðfjarðar. Sonur
þeirra er Helgi Pálsson tónskáld. Páll var einstakur lista-
skrifari.
Einn af sonum Guðmundar á Söndum var Eggert
ljósmyndasmiður. Þótti hann með færustu mönnum í
þeirri iðn á sínum tíma.
Einn af sonum Jóhannesar Guðmundssonar á Herj-
ólfsstöðum er Guðmundur bústjóri á Hvanneyri, hinn
mesti hagleiks- og uppfinningamaður.
Orðlagðir voru synir Guðmundar á Söndum, þeir
Jóhannes á Herjólfsstöðum og Loftur á Strönd, fyrir
ferðamennsku og kunnáttu sína í glímunni við jökul-
vötnin, enda voru þeir fæddir og uppaldir á bökkum
Kúðafljóts.
Sonur Skærings Markússonar er Ulfar, skíða- og
íþróttakappi.
Guðrún Markúsdóttir giftist Birni Markússyni frá
Gafli í Flóa. Sonur þeirra er Friðgeir, fulltrúi hjá jarða-
kaupasjóði ríkisins. — Svona mætti lengi telja, þó að hér
verði staðar að nema.
Húsakynni í Hjörleifshöfða voru einhver hin allra
þrengstu og lágreistustu, sem þá þekktust, og er þá langt
til jafnað. Þó var betri aðstaða þar en víða annars staðar
til að færa það til betra vegar vegna góðrar rekafjöru.
En það var ekki verið að fást um það. Hugsunin um,
að ekki þryti brýnustu lífsnauðsynjar, var látin sitja í
fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Þeim var það ljóst, Höfða-
mönnum, að ekki var í annað hús að venda, ef hey eða
mat þryti á þessum afskekkta og einangraða stað. Þetta
voru sjónarmið þessa greinda og sterka ættstofns frá því
að hann settist jaar að árið 1831, og má sjá þess merki
enn þann dag í dag, þótt með öðrum hætti sé vegna
breyttra þjóðhátta og ættin víða dreifð. Enda munu
þess engin dæmi, að hey eða mat hafi þrotið í Hjörleifs-
höfða hin hart nær 100 ár, sem þessi merka ætt sat þar
að völdum, heldur voru Höfðamenn þráfaldlega bjarg-
vættir annarra. Þessi ófrávíkjanlega ráðdeildar- og spar-
semistefna leiddi frá stóru fátæku barnaheimili til batn-
andi efnahags og að síðustu til góðra efna. Þegar kom
fram að aldamótum má fullyrða, að ekki hafi mörg
heimili í Mýrdal staðið framar efnahags- og menning-
arlega, þótt meira hefðu umleikis.
Áður en ég skil við Markús, leyfi ég mér að taka upp
kafla úr æviminningu, sem birtist um hann í 59. árgangi
Þjóðólfs 1907.
Þar segir svo:
„Búskap sinn byrjaði Markús með litlum efnum, en
brátt græddist honum svo fé, að hann varð vel sjálf-
bjarga maður, og var það ætíð síðan, allt til dauðadags.
Aldrei bjó Markús stóru búi sem kallað er, en var skuld-
laus og átti alltaf heyfymingar, jafnvel þó að jörðin
408 Heima er bezt