Heima er bezt - 01.12.1958, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.12.1958, Qupperneq 7
væri heyskaparJítil. Lánaði Markús oft hey, þegar þau voru gengin til þurrðar hjá bændum að vorinu. Markús var framúrskarandi hagsýnn og reglusamur. Var það ætíð vani hans að setja aldrei fleira fé á hey, en að hann væri viss um að fyrna hey, þó að heyleysis- ár kæmi, svo að ekki þyrfti að skera bústofninn niður. Markús var gestrisinn. Fagnaði hann jafnan komu gesta, jafnt íátækra sem ríkra, og veitti þeim góðan beina án endurgjalds. Þótti honum gestir einatt sitja of skamma stund. Og væri veður ótryggt og ekki með öllu hættulaust aS fara yfir sandinn, varnaði hann þeim burt- farar þangað til að betur leit út. Markús var skírleiksmaður hinn mesti og fróður um margt og minnugur. Voru honum einkum kunnar forn- sögur vorar og lög, Jónsbók og fleira. Flann hafði á yngri árum ritað upp ýmsar sagnir og afritað sögubæk- ur þær, er fátíðar voru, og annan fróðleik, því að hann var alls konar fróðleiks unnandi þegar í æsku. Rit sitt um jarðelda gaf hann út 1880. Ber það með sér, að hann var sögurruaður meiri og fróðari en almennt gerðist. Markús var gleðimaður mikill og hinn skemmtilegasti maður í viðkynningu og oft skemmtilega fvndinn í talí. Vinum sínum var hann hinn trygglyndasti maður og öllum hinn ráðhollasti, sem til hans leituðu. jMerkur og vandaður maður til orða og verka. Sem húsfaðir var Markús fyrirmynd annarra að um- hyggjusemi og reglu, og þegar hann fann líða að ævi- lokum, lagði hann á ráðin og sagði fyrir um margt hvernig með skyldi fara eftir hans dag.“ jMeð komu Aslaugar í Höfðann varð mikil breyting á öllu heimilishaldi innan húss. Hún var stórvel gefin kona og mikilhæf, og mátti segja að öll störf léku í höndurn hennar. Hún færði heimilinu margar nýjungar, enda var þá nýr tími í uppsiglingu. Mátti segja, að hún skapaði nýtt heimili með hinum mesta myndarbrag. Öllu þessu kom hún í verk án þess að húsakynnum væri að nokkru ráði breytt. Markús unni sinni ungu konu hugástum og lét hana öllu ráða því, er hún vildi og taldist til hennar verka- hrins;s, en það sem undir hann heyrði sat við sama, en ekki varð það þeim að sundurlyndi. Hún seildist ekki til yfirráða í hans verkahring. Hún skildi vel að bezt fór á því, að hann réði því, sem hann vildi. Það var á trawstum grunni reist. T ins og áður getur lézt Markús 1906, og eftir það varð sams konar bylting utan bæjar, eins og þegar Ás- laug tók við fyrir innan stokk. Hallgrímur tók fljótt til óspilltra máíanna. Reisti tveggja hæða timburhús og önnur útihús að sama skapi, sléttaði og færði út túnið og leiddi vatn úr lind, sem var í gili fyrir austan bæinn. Áður var þar eitthvert erfiðasta vatnsból, sem þá þekkt- ist. Ég hygg, að þetta muni hafa verið einhverjar fyrstu járnpípurnar, sem leiddu vatn í íslenzkan sveitabæ. Virtist nú allt leika í lyndi og að framtíð fjölskyld- uinnár væri til frambúðar tryggð á þessum stað. Hey- skapúrinn óx og fénu fjölgaði, og það var sama fyrir- hyggjan með alla hluti, eins og áður hafði verið, en allir Áslaug Shœringsdóttir og Markús Loftsson. búskaparhættir færðir í nýtízkuhorf, eftir því sem við varð komið. En því miður stóð þetta ekki lengi. Áslaug veiktist hastarlega, svo að hún lagðist algjörlega í rúmið. Fóru þau nú að hyggja á brottflutning. Mest mun því hafa valdið, hversu erfitt var að ná í læknishjálp frá þessum afskekkta stað, en án hennar gat Áslaug ekki verið. Um vorið 1920 losnaði Suður-Hvammur úr ábúð, og fengu þau hann til ábúðar. Áður en Markús dó lét hann reisa grafreit á hæsta hnjúk Höfðans, þar sem sagt var að Hjörleifur land- námsmaður hafi verið heygður. Þar er Markús grafinn ásamt Áslaugu konu sinni og barni þeirra ungu og Sig- urði, bróður Markúsar. Að síðustu skal hér getið nokkurra atburða, sem vitað er um að gerðust í Hjörleifshöfða, sem stórmerkilegt má teljast að ekki leiddu til dauðaslysa, að minnsta kosti sum þeirra. Það er eins og hulinn verndarkraftur hafi hlíft þessum hættulega stað, að ekki skyldi draga 'til stórslysa, svo sem þegar Kötlugosið tók af bæinn, eins og að framan getur. Jón Jónsson bóndi á Giljum var sigamaður í Hjör- leifshöfða í 34 ár, og aldrei varð hann fyrir neinum slysum eða meiðslum í öllum þeim hættulegu fjallaferð- um. Þó lá einu sinni við að illa færi. Svo hagaði til, að siga varð loftsig í stóra hillu, og var svo mikil umferð um hana, að venja var að sigamaðurinn leysti af sér vaðinn, meðan hann fór um hilluna og gerði út af við fýlana, sem þar áttu heima. En eitt sinn, þegar Jón var búinn að ljúka starfi sínu í hillunni óg búinn að binda sig aftur í enda vaðsins, kippti hann eins og venja var í vaðinn, til að gera undirsetumörinunum aðvart um að hala sig upp. Vissi hann ekki fyrr til, en að vaðurinn, sem var afar þungur, rann niður bergið með flughraða. Kastaði hann sér til hliðar og greip daúðahaldi í gras og hvannir, sem hann náði til, en lítið myndi það hafa stoðað, ef ekki hefði svo giftusafnlega viljað til, að (Framhald á bls. 439) Heima er bezt 409

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.