Heima er bezt - 01.12.1958, Page 12
mitt brotnaði. Það var þverbrotið um miðjuna, og
steig ég, bókstaflega talað, niður úr því. Skildi þar með
okkur félögum, þeir héldu áfram, en ég varð að taka
skíðin á öxlina og kafa í slóð þeirra. Fór nú heldur að
draga úr ferðinni, því að svo lítil, sem hún hafði áður
verið, versnaði nú um allan helming, enda mátti heita
umbrotafæri.
Eins og kunnugir vita, er þarna mikið skóglendi.
Liggur vegurinn ofan Egilsstaðaháls í allmörgum krók-
um, sem á þeim árum voru fleiri og krappari en nú.
Ég hafði oft farið þetta að sumarlagi, og þekkti því
vel leiðina. Datt mér nú í hug að taka af mér stærstu
krókana, ef að ske kynni að ég yrði þá heldur fljótari.
Þeir, sem kunnugir eru skóglendi, vita bezt, þvílíkt
óráð þetta var, en ekkert hugsaði ég um það þá, enda
alveg óvanur svona landi og gat því ekki gert mér grein
fyrir afleiðingunum. Það fór líka öðruvísi en ég ætlaði
og varð síður en svo flýtisauki að þessu flani mínu, enda
sökk ég öðru hverju á kaf og átti erfitt með að hafa
mig upp aftur. Brauzt ég þannig áfram æði tíma, unz
mér tókst að komast á veginn aftur. Svo þreyttur var ég
orðinn eftir allt þetta erfiði, að óvíst er að ég hefði
haft mig heim af sjálfsdáðum, ef ekki hefði viljað svo
vel til, að ég rakst á slóð beitarhúsasmalans á Egils-
stöðum, en henni fylgdi ég til bæjar. Var þá klukkan 5,
og tólf tímar liðnir síðan við fórum úr Sæluhúsi. En
fjóra tíma hafði ég verið að fara leið, sem vanalega var
gengin á klukkutíma.
Kristján póstur stóð úti á hlaði, er ég kom, albúinn
að fara á stað að leita að mér.
Viðtökur voru ágætar hjá þeim heiðurshjónum, Jóni
Bergssyni og Margréti Pétursdóttur konu hans, en
heldur gerði ég matnum lítil skil, að mig minnir, enda
mátti ég heita alveg uppgefinn. Síðar um kvöldið var
okkur boðið inn til hjónanna, til þess að taka þátt í
jólafagnaðinum, ásamt heimilisfólkinu. Mátti því með
sanni segja að þessi erfiði dagur endaði vel. Síðast um
kvöldið, á 12. tímanum, fórum við Kristján fram í
smíðahús, og þar hjálpaði hann mér að klambra saman
skíðið.
Morguninn eftir var frost og hreinviðri. Fór ég þá
frá Egilsstöðum beint yfir Lagarfljót og sem leið ligg-
ur yfir Fellnaheiði. Gekk sú ferð vel og kom ég í
Hjarðarhaga í rökkurbyrjun.
ÖRLÖG
ORÐ
ANNA
Forráðamenn BÓKAFORI.AGS
ODDS BJÖRNSSONAR
vænta þess, að bók
þessi megi verða öll-
um áhugamönnum
um íslenzkt mál og
unnendum íslenzkrar
tungu góður fengur.
Eftir dr. Halldór Halldórsson, prófessor
í þessari skemmtilegu bók má fræðast um ýmis
orðtök, sem við tökum okkur nær daglega í
munn, en gerum okkur þó litla sem enga grein
fyrir, hvaðan komin séu eða hver uppruninn
sé. Hvað merkir t. d. upphaflega
að tala undir rós
að deila um keisarans skegg
eitthvað kemur spánskt fyrir sjónir
Og hvers vegna tölum við um keisaraskurð
er kona getur ekki fætt með eðlilegum hætti?
Bókin er 200 blaðsíður. Verð kr. 150,00
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR