Heima er bezt - 01.12.1958, Side 14
legan fótaferðartíma í laugardagsmorgun, 26. okt., þótti
það einkennilegt, að engin sást dagsbrún er litið var
út um glugga. Þegar út var komið sást hvað í efni var.
Öskufall var þá svo mikið að rykið fyllti vit manns, en
brátt tók veðrið að lægja, með hækkandi degi. En er
rofaði til birti fyrst í vestri, en „allt austurloftið var
sem moldarveggur“ til að sjá. Ekki sá þó mikla ösku á
gróinni jörð, en á stéttum og troðnu hlaði mátti sópa
saman öskudreifum, og þar höfðu smádreifar sezt að í
skjóli. Öskufallinu linnti um „skatttíma“, þ. e. kl. 9—10
árdegis. Gekk vindur þá meira til vesturáttar, og fylgdu
snjóél seinnipart dagsins. Þessa nótt var mesta ösku-
fallið, sem kom á þessum slóðum. Á sunnudagskveldið
27. okt. var enn lítilsháttar öskufall, og var þó stormur
af suðvestri.
Næstu daga var hægviðri. Varð ekki vart neins ösku-
falls eða óvanalegs misturs fyrr en miðvikudaginn 30.
okt. Þá var brennisteinsfýla mikil og lítilsháttar ösku-
fall, þrátt fyrir hægviðri. Því létti aftur en á fimmtu-
dagskvöld var komin sunnangola og fylgdi henni nokk-
urt öskufall, sem hélt áfram aðfaranótt föstudagsins 1.
nóv. Var það síðasta öskufallið, sem vart varð hér, enda
er talið að gosinu linnti 4. nóvember.
Undanfarandi er tekið upp úr minnisgreinum sem
skrifaðar voru samtímis. Ekkert er um það rætt, hvernig
þessi tíðindi orkuðu á hugi manna, en þess minnist ég,
að mikill óhugur var í fólki og margir óttuðust, að svo
mikil aska kynni að falla, að hagar spilltust, og kviðu
menn því að vonum, er vetur gekk í garð, en hey lítil
og léleg eftir eitt hið versta grasleysissumar, er komið
hafði þá lengi. Ekki bar þó mjög á því, að öskufall
spillti högum. Þó kvörtuðu margir um, að hestar, sem
úti gengu um haustið og fram eftir vetri, særðust svo á
flipum, að þeir ættu erfitt með að ganga á beit. jMinn-
ist ég þess af eigin sýn, að ég sá allmörg hross, einkum
ungviði, með sár og hrúðurskorpur á flipunum. Ekld
gætti þess á hestum, sem hafðir voru við hús, þótt þeim
væri beitt daglega, og engan heyrði ég tala um að sauð-
fé hefði sakað. Mátti þannig segja, að gosið hefði lítt
sakað sveitir hér nyrðra.
31. október 1958.
St. Std.
ÞETTA MERKI
TRYGGIR
YÐUR
GÓÐA BÓK
IIIlllll11 ll ll II
Lesið um
Launhelgar Egyptalands,
musterið í Delfi,
Regluna og kenningar
hennar.
Lesið meistaralega sagðar
ævisögur hinna vígðu
meistara.
Eftir Edouard Schuré
Þessi stórmerka bók er áreiðanlega fær
um að beina huga lesandans í hamingju-
átt.
P>j (irn Magnússon prófessor þýddi bókina
Bókin er 436 blaðsíður.
Verð kr. 198.00.
VIGÐIR
MEISTARAR
BÓKAEORLAG ODDS BJÖRNSSONAR