Heima er bezt - 01.12.1958, Page 16
Við vorum á ferðinni allan daginn og klifum fram
og aftur um fjöllin í leit að þessum torfundnu dýrum.
Hvarvetna um skóginn fundum við troðningana eftir
þau, við fundum aldinsteina, sem þau höfðu nýlega
kroppað utan af, hrúgur af vallgangi þeirra, en dýrin
sjálf sáum við aldrei, eltki einu sinni í svip. Hinsvegar
vissum við orðið út í æsar, á hverju þau lifðu, en fæða
þeirra var eingöngu aldin, annarsvegar brún, hnöttótt
aldin með þykku hýði, á stærð við aprikósu, en hins-
vegar rauð, lauklaga ber, sem uxu á skriðulum runn-
um, voru þau súr á bragðið, með mörgum kjörnum.
Svertingjarnir færðu mér einnig bláleit aldin, sem líkt-
ust aldinum þyrniheggs, en voru ekki eins barkandi á
bragðið. Öll þau aldini, sem simpansarnir átu, virtust
okkur bragðgóð, og seinna reyndist okkur það harla
mikilvægt, að kunna skil á aldinum þessum.
A fjórða degi leitarinnar vorum við nær sannfærðir
um, að örlögin hefðu ætlað okkur einungis að heyra
til simpansanna, en aldrei að líta þá augum. Það var
augljóst, að þeir urðu okkar varir, löngu áður en við
fengjum nálgast þá, og auðvitað skutust þeir þá um
leið á brott. í raun réttri er því þannig farið, að hægt
er að fara um frumskógana vikum saman, án þess að
sjá nokkurt hinna stærri villidýra. Vér heyrum til þeirra
köll, hróp, öskur og umbrot, allt umhverfis oss, en sjá-
um ekki. Þau virðast forðast manninn eins og pestina.
Þannig var t. d. auk simpansanna mergð af rófulöng-
um, stórvöxnum öpum í skóginum, þar sem við fórum.
En við sáum þá aðeins einu sinni, er við vorum á ferð
í ljósaskiptunum snemma morguns. Þá gátum við eygt
hópa þeirra í trjátoppunum og fylgzt með þeim, þar
sem þeir hoppuðu grein af grein, eða sveifluðu sér í
löngum loftköstum milli trjánna.
Loks var það að kvöldi hins fjórða dags, að það
gerðist, er ég var önnum kafinn að virða fyrir mér hatt-
laga mauraþúfu, risavaxna að stærð, að Mikael fór einn
síns liðs að kanna skógargeira, þar sem við höfðum oft-
sinnis heyrt til simpansanna. Að þessu sinni hafði hann
aðeins eina litla myndavél meðferðis, ólíkt því sem venja
okkar var. Tveimur stundum seinna kom hann aftur
mjög æstur í skapi, og gat varla skipt um filmur í vél
sinni vegna handaskjálfta. Hann sagðist hafa heyrt í
simpönsum, þegar er hann kom inn í skóginn, og hefði
hann gengið á hljóðið, og eftir að hafa farið alllanga
leið, vissi hann ekki fyrri til, en hann stóð augliti til
auglitis við stóran simpansa, sem ruggaði sér á trjágrein
í fárra feta fjarlægð. Mikael nam staðar sem þrumu
lostinn. Apinn virtist líka verða hissa. Hann renndi sér
niður eftir stoðrót trésins, horfði á Mikael nokkur
augnablik, eins og hann vildi ganga úr skugga um,
hvaða skepna þetta væri, og hvarf síðan inn í skógar-
þykknið, allt án þess að gefa hið minnsta hljóð frá sér.
Hann fór þó ekki lengra burtu en svo, að Afikael vissi,
hvar hann var. En nú fór hann að gá betur í kringum
sig, sá hann þá nokkra fleiri apa uppi í trjánum í kring.
Þeir klifruðu einnig þegjandi niður úr trjánum og
horfðu þegjandi á hann. Einn þeirra var kvendýr, með
unga í fanginu. Andlit apabarnsins var hvítt og stakk
mjög í stúf við fullorðnu apana, sem allir eru dökkir
ásýndum. Smám saman hurfu þeir hljóðlega á brott,
en þegar þeir voru komnir inn í skógarþykknið, gerð-
ust þeir háværir og virtust vera í æstu skapi.
Mikael hélt nú að fyrsta apatrénu og skar í það merki
með hníf sínum. Meðan hann var að þessu, olli hann
nokkru þruski. Allt í einu heyrði hann brak í greinum
að baki sér. Hann leit við, en skauzt um leið bak við
tréð, sem hann stóð hjá. í minna en 4 metra fjarlægð
sá hann nú gamla apynju, sem bar unga, á að gizka
þriggja ára gamlan, á bakinu. Apynjan sá ekki mann-
inn, en unginn starði undrandi á hann. Þegar þau voru
að hverfa, gat Mikael ekki á sér setið, en hrópaði há-
stöfum „hú, hú“, og líkti eftir viðvörunarópi simpans-
anna. Apynjan nam staðar, horfði snöggvast á Mikael,
en skauzt síðan inn í kjarrið eftir næsta troðningi, án
þess að gefa nokkurt hljóð frá sér.
í stundarfjórðung stóð Mikael þarna á sama blett-
inum. Allt umhverfis sig heyrði hann rausið í öpunum
og smellina í greinum, er þeir gripu og slepptu. Alls
hugði hann þá vera sjö talsins, og þeir virtust vera með
öllu ótruflaðir af návist hans. Honum var svo mikið
niðri fyrir að hann steingleymdi að taka mynd, en það
gerði lítið til, því að hann hafði aðeins eina mynd ónot-
aða í vélinni.
Þótt svona tækist til, varð þessi uppgötvun hans
ómetanleg, því að nú gátum við gert fullkomna áætlun
um, hversu við skyldum kanna þenna hluta skógarins.
Daginn eftir fundum við náttból hópsins, og reyndust
þau vera sjö, eins og Mikael hugði. Náttbólin eru gerð
líkt og hreiður í trjátoppunum úr beygðum og brotnum
greinum og fóðruð innan með trjálaufi. Hæð þeirra
yfir skógsvörðinn reyndist 10—25 metra, en oft voru
greinarnar, sem báru hreiðrin, ótrúlega grannar.
Mikael ldifraði upp í topp á einu trénu, þar sem
hann gat tekið myndir af hreiðrunum ofan frá. Lauf
vafningsviðanna, sem þau voru klædd með, var hálf-
visnað, af því réðum við, að hreiðrin væru 2-3 daga
gömul. Að minnsta kosti höfðu þau ekki verið notuð
undanfarna nótt, en simpansarnir gera sér ný náttból
á hverju kveldi.
Eitt af mörgu, sem vakið hafði undrun okkar í fram-
ferði simpansanna, var sérkennilegt hljóð, er frá þeim
kom, og líktist mest því, er slegin er trumba. Þá gátu
fengum við leyst, er við fundum nokkra hola trjábúta,
sem báru þess ótvíræð merki, að aparnir höfðu barið
þá utan, en þá kom fram þetta sérkennilega hljóð, sem
líktist mest dimmum trumbuslætti.
Við könnuðum skóginn nokkra næstu daga. Við
fundum staðinn, þar sem aparnir höfðu safnazt saman
og ræðst við á sínu apamáli og barið trjábumbur sínar.
Arið einn slíkan stað völdum við okkur blett, þar sem
engir maurar voru til að ónáða okkur, hreinsuðum
síðan burtu greinar og flækjuplöntur, svo að við höfð-
um óhindraða sýn yfir svæðið. Síðan tókum við okkur
stöðu, settum upp myndavélar okkar og biðum átekta.
Þjón okkar sendum við heim, því að honum var ekki
gefin sú gáfa að geta verið þögull eða kyrr stundinni
418 Heima er bezt