Heima er bezt - 01.12.1958, Side 18

Heima er bezt - 01.12.1958, Side 18
og' benti mér á slitur af trébrú yfir einn skurðinn. „Fílarnir koma venjulega eftir skurðinum, og hún er í vegi fyrir þeim. Þeir grípa einfaldlega timburstokk- ana, sem hún var gerð af, og fleygja þeim til hliðar. En nú erum við loksins uppgefnir á að endurbyggja hana. Spellvirkjarnir eru sýnilega þrautseigari en við.“ Við vorum staddir í ríki fílsins Tiemokos. Bæði svert- ingjar og ekrueigendur höfðu sagt mér fjölmargar sagnir af þessum risavaxna karlfíl, sem enginn fékk hamlað gegn. í raun réttri höfðu aðeins verið tveir fílaveiðarar þar í nýlendunni. Annar þeirra var Kuenkel gamli, sem frægur var um alla nýlenduna, og hann hafði verið ráðinn fylgdarmaður okkar. Kuenkel hafði verið í útlendingasveitinni á yngri árum sínum, og alls hafði hann dvalizt í 40 ár á þessum slóðum og algerlega samið sig að háttum frumbyggj- anna. Hann átti konur og krakka í hVerju þorpi, og deildi knífi og kjötstykki nteð venzlamönnum sínum. Hann var meira að segja löngu hættur að éta kínín- ‘skammtinn sinn. Atvinna hans var fílaveiðar. Hann sóttist ekki eingöngu eftir fílabeininu, heldur seldi hann svertingjunum kjötið með góðum hagnaði. Fyrir mörg- um árum var hann eitt sinn mjög hætt kominn á veið- um, en slapp þá með helminginn af rifjunum brotinn. En viku eftir komu okkar á þessar stöðvar beið hann ósigur fyrir Tiemoko, sem rak hann í gegn með skögul- tönnum sínum, og í sannleika sagt, voru ekki nema rytjur einar eftir af Kuenkel gamla, þegar hann fannst, og voru þær færðar til greftrunar. En hvernig mátti það verða, að hinn þaulæfði veiðimaður færi svonar Jú, hann hitti ekki rétta blettinn í fyrsta skotinu, og þegar hann ætlaði að hleypa af því næsta, brann fyrir, og slíkt er bráður bani á fílaveiðum. LTndir kvöld lögðum við af stað, til að svipast að fílum. Við fórum yfir hinar eyðilögðu bananaekrur, og eftir klukkustundar ferð, vorum við komnir að skógarjaðrinum, þar sem haldið var að fílarnir hefðu verið nýlega. Handan ekrunnar var skógarbelti á ár- bakka. Fimm svertingjar báru tæki okkar. Við pauf- uðumst yfir kvísl úr ánni á einskonar brú úr trjábolum, en þegar minnst varði brast bolurinn, sem ég gekk á, og ég stóð í vatni upp fyrir mitti. Samt tókst mér að halda myndavél minni upp úr vatninu, svo að skaðinn varð enginn. Við héldum áfram að meginánni, sem var allstraumþung, með skolmórauðu vatni. Okkur hafði verið sagt, að vfir þessa á færu fílarnir, og héldu þeir sig í frumskóginum handan hennar mestan hluta dags- ins, en stundum þó í skógarbeltinu, milli hennar og ekrunnar. Við héldum okkur því við árbakkann og fórurn fram með ánni. Þarna var þó í fyllsta máta ógreiðfært, greinar, rætur og þyrnóttar flækjuplöntur var allt fléttað saman, líkt og hin versta gaddavírsflækja. Sumir þvrnarnir minntu helzt á öngla í lögun. Brátt komum við á fílaslóðir, sem að vísu voru nokkurra daga gamlar. Sums staðar voru tré og runnar, blaðlaus með öllu á aðra mannhæð frá jörðu, þar höfðu fílar sýni- lega verið að verki, því að ekkert annað dýr, sem lifir á þessum slóðum, nær svo hátt frá jörðu. Framhald. Illlllllllllllllll Bók fyrir alla röska stráka. LEYNDAR- DÓMUR KÍNVERSKU GULL- KERANNA Eftir P. F. Westerman „Leyndardómur kínversku gullkeranna" eftir hinn heimsfræga unglingabókahöfund P. F. Westerman, segir frá ævintýrum og mann- raunum Péturs Annesley í leit að hinum dýr- mætu ættargripum, kínversku gullkerunum. Bókin er 135 bls. Verð kr. 55.00. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.