Heima er bezt - 01.12.1958, Síða 19

Heima er bezt - 01.12.1958, Síða 19
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJÓRI NAMSTJ „í dag er glatt í döprum hjörtum“, hljómar í hverri hirkju um allt Island á Jólahátíðinni og á hverju söng- elsku heimili. Jólahátíðin á sér djúpar rætur í þjóðlífinu. í hátíð- inni er saman slungið þjóðlegum háttum og trúarlegri hrifningu. Jólin eru fagnaðar- og gleðihátíð. Löngu áð- ur en gleðiboðskapur kristindómsins barst til Norður- landa voru haldin eins konar jól á þessum tíma árs. Var sú hátíð fagnaðarhátíð í minningu þess, að hið dimma skammdegi hefði misst völdin, en ljósið, — aukin birta — réði ríkjum um norðlægar byggðir. — Fólkið fagnaði Ijósinu og hlýjunni, sem því fylgdi. Það var ómur af sumarfagnaði í þessari ljóssins hátíð í dimmasta skamrn- deginu. I Kínaveldi er sem kunnugt er myndletur eða orð- tákn í stað stafrófs og venjulegra orða. Heyrt hef ég að orðið jól væri þar táknað með fullri lúku af hrís- grjónum, en hrísgrjón eru ein aðal fæða austur þar. Næg hrísgrjón eru þar tákn um velsæld og hamingju. Ef táknmál eða myndletur væri í gildi á íslandi vrði tákn jólanna að vera tvíþætt. Annað táknið gæti minnt á veizluborð, gjafir og góð klæði, en hitt táknið yrði alltaf fagurskapaður, ungur sveinn. — Jólabarnið í jöt- unni. Margir telja þó, að nú á tímum velsældar og auðlegð- ar, hafi jólahátíðin of mikið borið keim af dýrum jóla- gjöfum og ofnautn í mat og drykk, en þrátt fyrir það er enn einhver dýrlegur hátíðablær yfir jólunum, sem aldrei fyrnist, og birtist með mestri fegurð og trúar- * legum hugblæ hjá saklausum börnum og hrifnæmum, trúhneigðum æskulýð. Margt fallegt hefur verið um jólahátíðina skráð á Islandi, minningar, sögur og kvæði. I þessum skráðu heimildum sér maður eins og í skuggsjá jólahátíð fyrri áratuga og alda, því að skáldskapurinn endurspeglar oft liðna tíma, þótt hann stundum varpi ljósi á fram- tíðina. Eg ætla í þessum jólaþætti að minna á nokkur fögur Ijóð okkar beztu skálda á liðnum áratugum, þar sem þeir minnast jólanna og hátíðahaldsins í barnslegri hrifningu, þótt þeir séu orðnir fullorðnir að árum. Ljóð þessi hafa yfir sér helgiblæ jólanna, og þau eru svo sönn í lýsingum á hátíðahaldinu, að við sjáum eins og í sjónvarpstæki inn á hin friðsælu heimili skáldanna. Margt er þar fátæklegra en nú, en helgiblær og gleði ekki minni. Þegar þjóðskáldið Matthías Jochumsson er 56 ára gamall, yrkir hann fagurt jólaljóð, þar sem hann rekur bernskutninningar sínar frá jólahátíðinni í Skógum. Það kvæði byrjar svona: „Fullvel man ég fimmtíu ára sól, fullvel meir en hálfrar aldar jól, man það fyrst, er sviftur allri sút sat ég barn með rauðan vasaklút. Kertin brunnu bjart í lágum snúð, bræður fjórir áttu ljósin prúð, mamma settist sjálf við okkar borð; sjáið, — enn þá man ég hennar orð: T.W mm /Ja 188 Wf&Q§S$P'<ÉRuF 4' j ImjÍ

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.