Heima er bezt - 01.12.1958, Page 26

Heima er bezt - 01.12.1958, Page 26
Þær skilja hvor aðra. Eldhússtúlkan horfir einbeitt á sýslumannsfrúna og segir sárri og ískaldri röddu: — Nei, frú Hildur. Þér skuluð ekki þurfa að óttast neinn misskilning af minni hálfu. Því lofa ég yður. Frú Hildur svarar ekki strax. Hún roðnar óþægilega og lítur undan tilliti Ástu. Hin djúpa kvöl, sem speglast í augum þessarar munaðarlausu stúlku, knýr á hið helg- asta og bezta í sál hennar á þessari stundu, og frú Hildur er sér þess meðvitandi, að hún er ekki eins sönn kona, og metnaður hennar býður henni að vera. En hún verður að varðveita heiður sonar síns, hvað sem það kostar. Frú Hildi er það vel ljóst, að hún hefir sært Ástu meira en lítið og segir að lokum milt og hlýlega: — Við mæðginin viljum gjarnan greiða götu þína á einhvem hátt, þó að þú farir héðan, ef þú getur þegið það af okkur. Ásta brosir kalt og svarar hressilega: — Ég þakka yður fyrir, en þess ætti ekki að vera þörf. Samúðin mætir okkur alls staðar, þessum smælingjum, hvar sem við för- um. Mennirnir eru svo ríkir af réttlæti og góðvild. Frú Hildur roðnar enn meir en áður, og henni er mjög órótt, en hún segir þó einbeittri röddu: — Já, sem betur fer er réttlæti og góðvild ríkur þáttur í fari flestra, en slíkt er bara stundum vanvirt og misskilið, því er nú ver. Ásta svarar engu, og samtalið verður ekki lengra, því Þórður sýslumaður nemur staðar í búrdymnum og og segir við konu sína: — Jæja, loksins fann ég þig, Hildur mín, ég er búin að leita þín um allt húsið. Reykjavík biður um samband kið þig strax. — Nú, ég skal koma á stundinni. — Frú Hildur hrað- ar sér fram úr búrinu, og dyrnar lokast að baki sýslu- mannshjónanna. XV. Ásta aflæsir búrhurðinni og hallar sér fram á borðið. Hún getur ekki lengur innibyrgt djúpan sársauka, sem svellur í sál hennar, og gefur honum nú fullt frelsi í brennheitum támm, sem falla þungt og þétt niður á búrborðið. Orðið „meðaumkun“ bergmálar miskunnar- laust í vitund hennar og hljómar eins og dómsorð yfir framtíðarhamingju hennar. Nú veit hún fyrir víst, á hvaða grundvelli vinátta Vals er byggð. Hann hefir trúað móður sinni fyrir öllu, trúað henni fyrir því að hann hafi af eintómri meðaumkun tekið heimilislausan einstæðinginn upp af göm sinni og útvegað henni vist á heimili foreldra sinna. Það gat heldur ekki annað verið en einskær meðaumkun, sem kom honum til að gera þetta. Engin orð hafa sært hana dýpra. En af hverju? Hefir hún ekki alltaf þráð samúð og hlýju, síðan móðir hennar dó frá henni? Jú, vissulega. En nú finnst henni ekkert sárara en að vita sýslumannssoninn hafa samúð með kjörum sínum, og þessi stund opinberar henni leyndasta sannleika sinnar eigin sálar. Hún elskar Val og hefir elskað hann frá þeirri stund síðastliðinn vetur, er hann lyfti henni fótbrotinni og ósjálfbjarga af göt- unni upp í faðm sinn og bar hana inn í bifreiðina, sem ók henni að sjúkrahúsinu. Drengileg framkoma hans frá fyrstu kynnum þeirra hefir stöðugt vakið hjá henni meira traust á honum, en hann hefir misnotað það og leikið sér að því helgasta, sem hún átti í hjarta sínu. Ef til vill var ást hennar réttlaus og einskis virði í augum hans, af því að hún var fátæk og einmana vinnu- stúlka, sem ekkert á annað til að gefa. Brennandi reiði blandast hinum djúpa sársauka í sál Ástu og herðir skap hennar. Hún er frú Hildi hjartan- lega þakklát fyrir það, hve hreinskilnislega hún benti henni á sannleikann í þessu máli og opnaði með því augu hennar í tíma. Og hér eftir skal hún ekki mis- skilja samúð sýslumannssonarins glæsilega, því hefir hún lofað frú Hildi, og því lofar hún einnig sjálfri sér á þessari stundu. Að nokkrum vikum liðnum er vistráðningartíma hennar á sýslumannssetrinu lokið, og þá leggur hún út í heiminn á ný, heimilislaus og einmana, en miklu rík- ari af biturri reynslu en áður. Henni finnst gleði sín með öllu glötuð, og að hún mun aldrei framar öðlast hana á ný, en alltaf ganga á leiðum vonlausrar óham- ingju. Nú ná harmþrungin tárin ekki lengur að svala henni, og gráturinn sefast hægt, en nístandi tómleiki gagntekur særða og Ijósvana sál hennar, og hún gleym- ir tímanum. Einhver kemur inn í eldhúsið og staðnæmist þar. Ásta opnar búrhurðina og gengur fram fyrir. Sveinn er staddur í eldhúsinu og segir við Ástu: — Viltu gera svo vel að gefa mér vatn að drekka? — Já, það er velkomið. — Hún nær í vatnsglas og réttir honum. Svo gengur hún að eldavélinni og segir: — Má ekki bjóða þér kaffi, Sveinn, það er til, ég þarf aðeins að skerpa ofurlítið á könnunni. — Ég þakka þér fyrir, það væri ágætt að fá ofurlítinn sopa, maður er alltaf svo þyrstur í þessum blessuðum hita. En ég má ekki tefja lengi, því við þurfum að fara að rifja bráðum aftur. Þetta er svoddan feikn af heyi, sem liggur flatt, og við þurfum helzt að ná því öllu upp í sæti í kvöld, ef þess verður nokkur kostur. Það flýtir varla svo mikið fyrir heyskapnum, þetta Reykja- víkurdót, þegar það er komið hingað, ef ég þekki það rétt. — Reykjavíkur-dót? — Ásta hefir orðið upp eftir Sveini. — Hvað áttu við? — Er Hildur ekki búin að segja þér frá gestunum, sem væntanlegir eru hingað á morgun? — Nei, mér er alveg ókunnugt um þá. — Jæja, hún kom beint frá símanum út á tún í dag til þess að segja Val frá því, að Hafsteinn kaupmaður og fjölskylda hans væru væntanleg hingað annað kvöld. — Er það eitthvert skyldfólk þeirra hjónanna hérna? — Nei, þetta eru bara góðkunningjar. Valur hefir öll sín skólaár í Reykjavík haft aðsetur hjá þessu fólki, og þeir eru skólabræður, Hreiðar kaupmannssonurinn og hann. Svo er dóttirin, ung og falleg. — Sveinn brosir glettnislega, en Ásta svarar engu. Hún gengur inn í búrið og nær í bollapör handa Sveini. Kaffið er nú orðið vel heitt, og hún hellir því í bollann. Sveinn fer 428 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.