Heima er bezt - 01.12.1958, Side 28
GUÐRÚN FRÁ LUNDI
TÓLFTI HLUTI
„Það er eðlilegt að hún sé föl,“ sagði Geirlaug. „Hún
er nýlega stigin af sæng. Eignaðist fallegan dreng. Svo
skaltu nú fara að drekka kaffið, áður en það verður
kalt.“
„Nú jæja, voru þau að eignast dreng, og það er fyrsta
barn þeirra. Líklega kemur þar Jón.“ Hann talaði eins
og Rósa væri hvergi nærri. „Þetta er að verða stór-
bóndi, Kristján ráðsmaður. En er hann ekki hálfgerður
lubbi við hana? Lítinn orðstír fær hann hjá fólkinu,
sem vinnur hjá honum og býr í nágrenni við hann. Því
finnst vera skipt um húsbændur á Hofi, þó að ekki sé
hægt að segja að það sé kominn köttur í ból bjarnar þar
sem hann er ólíkt stærri en blessaður séra Jón.“
Rósa hörfaði burt úr maskínuhúsinu án þess að fá
kaffið. — Gat það átt sér stað, að í þessu drykkjurausi
væri svar við því, sem hún hafði svo oft brotið heilann
um en aldrei skilið, hvers vegna móðir hennar yfirgaf
Hof.
Rósa lagði sig undir sæng, því hún var svefnþurfi,
en nú gat hún ekki sofnað. — Gat þetta hafa átt sér
stað? Eitthvað hafði áreiðanlega komið fyrir á milli
Kristjáns og móður hennar. Það var hún viss um. Eitt-
hvað, sem enginn vildi tala um við hana.
Rétt fyrir háttatíma um kvöldið, þegar Rósa reyndi
að róa drenginn með því að ganga um gólf með hann
fram og aftur, eins og Geirlaug hafði ráðlagt henni,
kom Kristján inn.
„Eitthvað heyrist í þessu barni ennþá. Ég skil nú bara
ekkert í þessu. Litla telpan á Sléttu, sem fæddist um
líkt leyti og hann, sefur bæði nótt og dag sagði hún
móðir hennar mér. Ég kom þar í dag og drakk kaffi.
Hún er líka mikið stærri en hann,“ sagði hann.
„Er það nokkuð undarlegt, þó að heilbrigt barn þríf-
ist betur en veikt?“ sagði Rósa.
„Þetta er nú heldur engin skynsemi, að koma barn-
inu upp á að ganga með hann um gólf. Náttúrlega vill
hann hafa það alltaf, þegar hann er vakandi, og útkom-
an verður svo sú, að þú getur aldrei gert neitt annað
en að vera með hann í fanginu. Konan á Sléttu sagðist
430 Heima er bezt
aldrei taka dóttur sína upp, nema þegar hún skipti á
henni,“ rausaði hann.
Rósu langaði helzt til að gráta af gremju. Það var
engu líkara en að maður hennar reyndi að særa hana
með hverju orði sem hann sagði.
„Því skyldi hún þurfa að taka hana upp, alheilbrigt
barnið. Það myndi ég áreiðanlega ekki gera, ef ég væri
ekki að reyna að láta honum líða betur, ef hægt væri,
þessa fáu daga sem hann verður hjá mér. Þegar hann
er dáin fer ég héðan alfarin,“ sagði hún skjálfrödduð.
„Jæja, ekki get ég gert að því, þó að barnið sé lasið.
Veikt getur það varla talizt, og engin hætta er á að það
fari í garðinn. Vertu bara róleg, því að ekki sé ég, hvert
þú ættir að fara. Varla býst ég við að þín mikla móðir
muni breiða faðm sinn á móti þér ef þú flýrð til henn-
ar, fyrst hún hefur aldrei tíma eða löngun til að skrifa
þér línu,“ sagði Kristján nú kaldranalega.
„Hvers vegna þurfti hún að fara frá Hofi og yfir-
gefa allt, sem henni var kærast?“ sagði Rósa. „Hvers
vegna forðast hún mig og allt, sem minnir hana á átt-
hagana? Ég hef reynt að fá svör við þessum spurning-
um. Nú dettur mér í hug að það munir vera þú, sem
getur svarað þeim.“
„Alltaf dettur þessu kvenfólki eitthvað í hug,“ sagði
Kristján. „Það er sjálfsagt Þúfnahyskið, sem kemur
svona löguðu inn í kollinn á þér. Þú ert eða hefur verið
ólöt að brokka suður eftir til að hlusta á óhróðursruglið
í því.“
„Það er hvorki þvaður eða bakmælgi sem það fólk
segir, og aldrei hallar það á þig einu orði, en þú ert
hins vegar alltaf að baktala það. Þér finnst það víst
of gott fyrir mig að fara á bæi frá þessu heimili, eins
og það er orðið, samsafn af halfgerðum fávitum og
aumingjum. Það var eitthvað annað, þegar foreldrar
mínir voru hér húsbændur.“ '
„Þú gætir áreiðanlega haft það skemmtilegra, ef þú
værir bara nokkur húsmóðir.“
Svo skall hurðin á hæla honum.
Rósa stundi þunglega. Þetta var svo sem ekki í fyrsta
skipti sem hann gaf það í skyn, að hún stæði illa í stöðu
sinni, og hún sá, að það var ekki ofsagt, ef hún var
\