Heima er bezt - 01.12.1958, Side 30
„Sízt var það furða,“ sagði frúin. „Það er bezt að ég
líti á litla manninn, fyrst ég er hingað komin.“
„Það er bara allt á öðrum endanum hjá mér,“ sagði
Rósa, en fylgdi þó gestinum inn. Hún varð að þola svo
margt þegar góðkunningjar móður hennar komu á
heimilið og sáu, hvernig það var og hugsuðu um það,
sem áður hafði verið. Fá og illa útlítandi hjú, lítilfjör-
Iega húsfreyju og núna hjónahúsið, eins og það leit út.
Drengurinn svaf vært í hreinu rúmi.
„Hann sefur vanalega svona vært fyrri part dagsins.
Þá er ég að vona að honum fari að batna, en sú von
svíkur mig alltaf. Ég er orðin alveg hjartveik yfir hon-
um,“ sagði Rósa.
Hún sá, að frúin gaf hjónarúminu auga. Það var líka
hjákátlegt að sjá ein sængurföt í tvíbreiðu rúminu.
„Sefur maðurinn þinn ekki hér inni?“ spurði frúin
með lítilsvirðingu í rómnum.
„Hann flutti sig fram í stofu, þegar drengurinn var
svona óvær. Það er ekki heppilegt fyrir þá, sem vinna
á daginn, að geta ekki sofið á nóttunni,“ sagði Rósa og
þóttist nú hafa talað skynsamlega.
En frúin leit ekki á þetta mál nema frá einni hlið,
þeirri sem sneri að Rósu: „Svo að þú ert hér alein með
veikt barnið þitt. Þú hefðir átt að senda til mín. Ég
hefði getað látið þig hafa dropa handa honum,“ sagði
hún með samúð.
„Ég kann víst heldur lítið með hann að fara, bless-
aðan drenginn minn,“ sagði Rósa með kjökurhljóði.
„Viltu ekki koma með mér út eftir með hann og
vera hjá mér meðan hann er að frískast?“ spurði frúin.
„Þú hefur svo góða stúlku til að hugsa um heimilið."
Rósa fékk svima af gleði. Helzt hefði hún viljað
hlaupa upp um hálsinn á þessari góðu, gráhærðu konu
og kjökra við vanga hennar, en hún var nú ekkert bam
lengur, og hún sagði aðeins: „Þakka þér fyrir þín miklu
gæði við mig, frú Helga. Náttúrlega verð ég guðs-
fegin.“
„Heldurðu að þú treystir þér til að ganga út eftir
núna, eða ætlarðu að bíða eftir því, að maðurinn þinn
flytji þig á hesti?“ spurði frúin. Svo bætti hún við: „En
það verður kannske enginn tími til þess, frekar en að
ná í meðul handa baminu.“
„Ég get vel gengið og borið hann alla leið. Það verður
víst ekki erfiðara en að vaka yfir honum vonlaus og
ráðalaus,“ sagði Rósa.
Geirlaug kom nú inn og sagði, að kaffið væri komið
á könnuna. Það væri lílca gestur á leiðinni hér sunnan
túnið.
Rósa leit út um gluggann og sá, að það var Lauga í
Þúfum.
„Þá skulum við flýta okkur að drelcka kaffið, svo að
við getum lagt af stað með litla manninn meðan hann
sefur,“ sagði frúin.
Rósa gaf sér tíma til að fara út á móti Laugu. Hún var
jafn hlý og góð og hún var vön að vera.
„Mér var ekki sama þegar ég frétti, að drengurinn
þinn væri lasinn. Mamma er nú orðin svo hress, að hún
getur hugsað um pabba, svo að ég hljóp hingað,“ sagði
hún.
Rósa sagði henni í fáum orðum hvað til stæði fyrir
sér. Guð hefði sent sér hjálp, og hún væri að fara með
barnið burtu núna samstundis. Kannske alfarin.
„Það er ómögulegt að þú gerir það, Rósa, en ef þú
treystir þér til að ganga út eftir, þá skal ég fara með
þér og bera drenginn. Það er ekki svo langt,“ sagði
Lauga.
Þegar búið var að drelcka lcaffið, lagði allur lcvenna-
skarinn af stað. Geirlaug fór með þeim þó nokkuð
langt út á melana og bar reifastrangann. Hún gat vel
snert á honum sofandi.
„Bölvað dund er í kerlingunni,“ sagði Kristján, þegar
hann lcorn heim um náttmál og sá, að Geirlaug var enn-
þá við hlóðirnar. „Rær hún elcki þarna yfir ullinni enn
og lætur kýrnar standa í túninu.“
Hann sendi Boggu eftir lcúnum en skálmaði sjálfur
heim að hlóðum til Geirlaugar.
„Mér þylcir þú vera heldur seinvirk við ullarþvottinn.
Ertu ekki búin með þessi fáu reyfi enn?“ sagði hann.
„Það hefur verið gestagangur í dag,“ svaraði hún.
„Það er nýtt að gestagangur tefur fyrir, enda eru
eklci þeir tímar, að fólk sé að leilca sér,“ sagði Kristján.
„Hvaða gestir voru að finna þig? “
„Það var náttúrlega enginn að finna mig,“ sagði Geir-
laug. „Það var læknisfrúin og frúin í Þúfum,“ bætti hún
við háðsleg á svip.
„Læknisfrúin?“ sagði Kristján hissa. „Hvað var hún .
eiginlega að fara? Hún er ekki vön að koma hingað
nema til kirkju.“
„Hún var að vitja um hann son þinn,“ svaraði Geir-
laug, ánægð yfir að geta auðmýkt þennan kaldlynda
húsbónda ofurlítið. „Hún hefur sjálfsagt verið búin að
heyra eitthvað um það, að þeim Iiði ekki sem ákjósan-
legast, mæðginunum. Þau fóru með henni út að Hvals-
eyri. Þar ætla þau að vera þangað til hann er orðinn
frískur, svo nú er hljóður bær á Hofi.“
Kristján var orðinn sótrauður af vonzku: „Það hefur
náttúrlega verið Sigurlaug í Þúfum, sem fylgdi frúnni
hingað heim,“.sagði hann.
Geirlaug var fljót til svars: „Nei, hún lcorn heiman
að frá sér á mjög svo heppilegri stundu til að bera bless-
aðan litla kroppinn út eftir. Ég var þó svo manneskjuleg
að bera hann út fyrir merkin.“
„Fóru þær gangandi allar saman?“ spurði Kristján.
Hún játti því.
„Það verður saga til næsta bæjar, þetta og annað eins.
Náttúrlega er þetta allt úr Þúfnahyskinu, til að gera mér
skömm og vanvirðu. Það hefði mátt vera einkennileg
tilviljun, að Lauga skyldi koma einmitt í dag, ef hún
hefði ekki vitað eitthvað um ferðir frúarinnar,“ þusaði
Kristján.
„Ég skal náttúrlega ekkert um það segja,“ svaraði
Geirlaug. „Ég er bara innilega þakklát hverjum þeim,
sem hefur talað við frúna. Þetta var ekki forsvaranlegt,
að láta manneskjuna sitja þarna aleina yfir veiku barn-
432 Heima er bezt