Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 33
„Það er nú svona, það vita allir, hverju þeir sleppa, en ekki hvað þeir hreppa, og alls staðar er eitthvað að,“ sagði Leifi. „Gerða hefði líklega getað fengið vinnu hérna nú,“ hélt Geirlaug áfram. „Það er lítil von til, að ein kven- mannsnefna raki eftir ykkur þremur. Stelpukjáninn er heldur léleg, sem von er til, þegar þessu er ekki gefið nema hálft mannsvit.“ „Ég er nú smeykur um, að mig langi til að sjá þig koma út einhvern part úr degi, ef það safnast fyrir ljá,“ sagði húsbóndinn. „Það þarf ekki að ætla mér útiverk svona rétt eftir fráfærurnar,“ anzaði Geirlaug. „Ég hef ekki vanizt því, að setja bæjarverkin á hilluna og geri það heldur ekki núna, þó að skipt sé um húsbændur.“ „Það voru nú heldur fleiri ærnar í kvíunum þá og fleira fólkið, sem sjóða þurfti mat ofan í,“ sagði Krist- ján. „En þú gleymir því, að hún var sjálf í verkunum með mér, blessuð maddaman, með allan sinn dugnað. Það var enginn einn, sem hafði hana við hlið sér,“ sagði nú Geirlaug. „En hvað ætlarðu að láta konuna vera lengi úti á Eyri til þess að spássera með prestinum á kvöldin, þegar aðrir fara að hátta?“ sagði Leifi með sinni vanalegu ill- kvittni. „Á daginn situr hann við vögguna og krunkar ofan í hana. Það er engu líkara en að hann eigi þennan strák en ekki þú. Það er ósköp að sjá þetta. Hér stendur þú á hausnum í búskaparerjum og ágirndarfargani, en hún lifir eins og blóm í eggi úti í kaupstað.“ Það var Geirlaug, sem greip fram í fyrir Leifa. Hún var orðin tannhvöss og uppstökk nú í seinni tíð, einna líkust heimaríkri tík, fannst húsbónda hennar. „Flest er það merkilegt, sem þú og þitt fólk ber manna á milli,“ sagði hún. „Það er ekki ótrúlegt, að Rósa sé að spássera út frá sárlösnu barninu. Og jafn trúlegt er slíkt flimt um séra Gísla, sem aldrei hefur verið við konu kenndur. Þú skalt bera þetta á borð fyrir aðra en okkur hér á heimilinu. Við erum búin að sjá, hvernig hún hefur lokað sig inni yfir þessu blessuðu barni. Hún víkur varla langt frá vöggunni hans enn.“ „Nú, það er aldrei að þú sért snefsin, gamla mín,“ sagði Leifi. „Ég er nú svo sem ekkert ókunnugur þessu. Það hefur ekki verið svo mikið að gera í vor, að ekki hafi verið hægt að nota bæði augu og eyru. Hún er systurdóttir Gerðu eldhússtúlkan hjá læknisfrúnni, og kemur oft í kofann til okkar. Rósa hefur ekki annað að gera en að spássera, þar sem barnið sefur allan daginn, en frúin hugsar um það á nóttunni. Það er ekki amalegt að eiga svona hauka í horni, ef eitthvað bjátar á. Auð- vitað er þetta allt því að þakka að hún er dóttir foreldra sinna. Það er ekki sama, af hvaða bergi maður er brot- inn. En hún er allt annað en ánægð, stelpugreyið, að bæta á sig þvottadraslinu af barninu, því að alltaf er verið að þvo af þessum börnum nú orðið.“ „Hún er þokkaleg vaðalsskjóða stúlkan,“ svaraði Geir- laug. „Rósa þvær líklega af barninu þar, ekki síður en hér heima.“ (Framhald). IIIIAIL' .1. Vi III Guðrún frá Lundi hefur um langt skeið verið vinsælasta íslenrka sagnaskáldið. En nú verður gaman að fylgjast með því, hvort Hafsteinn Sigurbjamarson nær sömu vinsældum. KJÖR- DÓTTIRIN r A BJARNAR- LÆK Eftir Hafstein Sigurbjarnarson Hér er á ferðinni svo skemmtileg saga, að hún er líkleg til að ná sömu vinsældum og sögur Guðrúnar frá Lundi. Bæði eru þau Guðrún og Hafsteinn alþýðufólk og hafa lifað allt sitt líf meðal alþýðumanna. Frá- sagnargleðin er þeim báðum í blóð borin. Kjördóttirin á Bjarnarlæk er mikil saga um hamingjusamar ástir og óhamingjusamar, og uppistaða sögunnar eru atburðir, sem raunverulega gerðust um 1920 — þó ótrú- legt sé. Bókin er 347 bls. Verð kr. 130.00. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR I ■ ■ I ■ ■ II ■ ■ H ■ ■ ■ ■ ■ ■ I

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.