Heima er bezt - 01.12.1958, Blaðsíða 38
1. hluti (desemher 1958)
FLESTALLÍR KRAKKAR á íslandi þekkja Árna-bækurnar
hans Ármanns Kr. Einarssonar. Það ætti því ekki að vera
mikill vandi fyrir ykkur að svara fyrstu spurningunni í
barnagetrauninni okkar að þessu sinni.
Eins og þið vitið, var Árni strákur úr Reykjavík, sem fór
upp í sveit til að vinna fyrir sér. Þar dvaldist hann á koti í
Heklusveit og lenti í ótal ævintýrum. Og hér kemur svo
fyrsta spurningin:
Hvað hét bærinn, sem Árni dvaldist á?
ALLIR KRAKKAR, 16 ára og yngri, geta tekið þátt í verð-
launagetrauninni og hafa þá um leið möguleika á að eignast
einhvern af hinum glæsilegu vinningum, sem sagt er frá á
baksíðu þessa heftis.
SVARIÐ við spurningunni á ekki að senda strax til blaðsins,
heldur þegar getrauninni lýkur, í febrúar, og verður ykkur
skýrt nánar frá því, þegar þar að kemur.
Ný verSIaunagetraun
Iiefst í janúarblaáinu
ÞRENN GLÆSILEG VERÐLAUN:
FERGUSON heykló
FERGUSON reimskífa
FERGUSO N dráttarkrókur, sj álfvirkur
Að verðmæti samanlagt kr. 5.645.00
þann fjórða eitt geigvænlegasta eldfjall landsins með
hinum ofsafengnu jökulhlaupum í meira en 200 ár.
Hefur mér því þótt viðeigandi að saga jarðarinnar
væri færð í letur eftir því sem heimildir ná til, þar sem
ekki eru líkur til að þar verði aftur búið í nálægri fram-
tíð, hvað sem síðar kann að verða.
Nú hafa bændurnir í Fagradal tekið Höfðann á leigu
og nota hann fyrir upprekstrarland.
Hús í Hjörleifshöfða eru nú engin uppistandandi
önnur en skipbrotsmannaskýli, sem Slysavarnafélagið
hefur látið reisa neðan undir Höfðanum.
Þegar síðasta Kötlugos dundi yfir 1918, var Höfða-
bóndinn, Hallgrímur Bjarnason, staddur í Vík í verzl-
unarerindum. Var hann tilbúinn til heimferðar þegar
gosið og vatnsflóðið dundi yfir. Varð hann tepptur þar
í þrjár vikur, en allan þann tíma var með öllu ófært yfir
sandinn vegna vatnsflóða og íshranna. Ekkert vissi hann
um afdrif fólks síns og fénaðar allan þann tíma, og eins
gat verið að hann hefði lent í vatnsflóðinu á sandinum.
Um það vissi heimafólk hans ekkert, fyrr en hann kem-
ur öllum að óvörum heill á húfi eftir þessa löngu úti-
vist, og munu þar hafa orðið miklir fagnaðarfundir.
440 Heima er bezt