Heima er bezt - 01.12.1958, Síða 39
270. Nikulás herðir nú á mér að ég
skuli sigla tafarlaust í land og auglýsa
eftir hundinum. Ég skuli fá lánaðan
seglbátinn hans, og bráðsnemma næsta
morgun sigldi ég af stað til lands frá
eynni okkar.
271. Þegar ég loksins náði landi, átti
ég all-langan spöl fyrir höndum til póst-
hússins. A leiðinni þykknaði í lofti og
leit ískyggilega út. Ég var því ekki enn
kominn á leiðarenda, þegar hræðilegt
illviðri skall á.
272. Þegar ég var búinn að skila aug-
lýsingunum á pósthúsinu, lagði ég aftur
af stað í roki og hellirigningu þangað,
sem ég hafði skilið bátinn eftir. En ég
sá óðara, að stormurinn var meiri en
bátskelin mín litla gæti þolað.
273. Þegar ég stend ráðalaus á bryggj-
unni og horfi út á stormæstan sjóinn,
kemur til mín þrekinn og herðabreiður
fiskimaður og spyr mig vingjarnlega,
hvers vegna ég standi hérna í þessu
hrakviðri.
274. Ég segi honum frá vandræðum
mínum, og þá býðst hann óðara til að
flytja mig til eyjarinnar f báti sínum.
„Ég ætla í þá átt hvort sem er. Við get-
um tekið þinn bát aftan í. Það gengur
allt vel, vertu viss!“
275. Síðan förum við þangað, sem
hann hefur trausta vélbátinn sinn bund-
inn í skjóli við bryggjuna. Og nú verð
ég alveg furðu sleginn við að sjá, hví-
líkur kraftakarl þessi nýi vinur minn er,
þegar hann fer að bera ofan í bátinn.
276. Svo höldum við af stað á vélbátn-
um með seglbát minn aftan í. Þetta varð
afar erfið ferð móti stormi og sjó í úr-
hellisrigningu. En ég er nú samt meir
en glaður yfir hjálpsemi fiskimannsins.
277. Þegar við loks komum til eyjarinn-
ar, reyni ég að telja fiskimanninn á að
koma heim með mér og drekka góðan
kaffibolla, en hann hafði sagt mér að
hann héti Olafur. Hann afþakkaði það.
278. Síðan kvaddi ég Ólaf og flýtti mér
heim. Ég var ekki fyrr kominn í kofa-
dyrnar en ég hrökk við: Þarna voru þá
svallbræður Nikulásar og voru að halda
að honum brennivíni!