Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 6

Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 6
Aá áramótum Áramót. Atburður, sem sífellt endurtekst í lífi voru, en er, þrátt fyrir endurtekninguna, alltaf jafnnýr. At- burður, sem alltaf skapar oss nýjar minningar og ný viðfangsefni. Eins og straumur fljótsins rennur síbreyti- legur en þó óslitinn, nýr og ferskur, þannig berst og straumur tímans fram, og vér hljótum að fylgja hon- um. Vér getum hvorki stöðvað hann, breytt rás hans né numið staðar og látið hann renna áfram oss óvið- komandi. En stundum grípum við tækifærið til að staldra við augnablik. Eitt slíkt tækifæri eru áramótin. Hið liðna ár er horfið og kemur ekki aftur, og hið ókomna er oss jafn mikil ráðgáta og ætíð endranær. Og hverju sinni, sem vér á áramótum stöldrum við, þá horfum vér um öxl og minnumst þess liðna og gerum meiri tilraun en endranær að rýna inn í framtíðina. Vér gerum þá reikningsskil við oss sjálfa og umhverfi vort fyrir liðið ár, og vér reynum einnig að gera áætlanir um framtíðina, þótt oss sé ljóst, að hverri siglingu hlýt- ur byr að ráða hvernig tekst. Árið 1958 er liðið. Atburðir þess, sem fyrir skömmu síðan voru líðandi stund, eru nú sumir orðnir eign sög- unnar og komnir undir dómsvald hennar. Aðrir eru ef til vill þegar gleymdir, eða að því komnir að gleymast, hvort heldur sem þeir snerta líf einstaklingsins eða hag heildarinnar. Nú, eins og endranær, megum vér vænta þess, að margt af því, sem oss þótti miklu máli skipta á líðandi stund, verði hégóminn einber í augum vorum í framtíðinni, þegar fjarlægðin hefur sett mat sitt á gildi hlutanna. Nvjar aðstæður og umhverfi skapa nýtt mat á hlutunum. Slíkt er lögmál lífsins. Ein er sú spurning, er vér hljótum að spyrja sjálfa oss, er vér gerum upp reikningsskil liðna ársins: „Höf- um vér gengið til góðs? “ Áætlanir vorar um framtíðina, vonir og viðhorf, hljóta að hvíla á því, hvemig óhlut- drægt svar vort við þessari spurningu hljóðar. Ef svarið er jákvætt, getum vér horft vonglaðir fram á við, enda þótt vér göngum þess eigi duldir, að erfiðleikar bíði á vegi vorum. Vér höfum þá þegar brynjað oss gegn þeim og smíðað oss vopn til varnar og sóknar. En ef vér við nána athugun verðum að svara neitandi, er að vísu síður en svo ástæða til að leggja árar í bát. En vér verð- um að gera oss Ijóst, í hverju mistök vor eru fólgin, hvar víxlsporin vom stigin. Þegar vér höfum fundið það, er næsta verkefnið að ráða bót á misgáningi vor- um og leita nýrra leiða út úr þeim ógöngum, sem van- hvggja vor hefur skapað oss. Slíkt skapar oss vitanlega aukna vinnu og nýtt erfiði. En til þess em oss erfið- leikarnir fengnir, að glíma við þá og láta þá stækka oss en ekki smækka vegna uppgjafar og þolleysis. Og sá er sigur mannsins mestur, að fá unnið bug á sjálfum sér og sínum eigin brestum og hopa ekki af hólmi, en að ganga fram af fullri djörfung og hreinskilni við sjálfan sig og aðra. Og það, sem er einstaklingnum sigur og þroskaauki, horfir einnig til framfara og sigurs þjóðfé- laginu eða heildinni, sem hann lifir í. Ef vér skyggnumst um í þjóðlífi voru nú um ára- mótin, verður því eigi neitað, að dökk ský og óveðurs- blikur eru á Iofti og eigi verður séð, hvernig þau veðra- brigði kunna að ráðast. Þó mun flestum ljóst, að tvennt er uggvænlegast, eins og nú horfir: deilan um landhelg- ina, sem raunar er prófsteinn á, hvort vér verðum þess umkomnir að halda frelsi vom, og öryggisleysi í efna- hagsmálum Iandsins, ásamt því losi og óreiðu, sem af því leiðir. Hér er eigi ætlunin að leggja orð í belg um hina póli- tísku refskák stjórnmálaflokkanna, hvorki afsaka né ásaka, heldur einungis skyggnast um af sjónarhóli á- horfandans. Ef vér lítum á efnahagsmál vor, skulum vér fyrst minnast þeirrar staðreyndar, að þrátt fyrir allt er þjóðin betur efnum búin og ræður yfir meiri tækjum til þess að skapa sér velmegun en nokkru sinni fyrr. Ennfremur, að þótt vér gætum óskað mörgum betra hlutskiptis en þeir njóta, þá er víst, að sem heild munu fáar eða engar þjóðir njóta betri lífskjara en vér gerum nú. Þetta viðurkenna margir, og í trausti þessara stað- reynda erum vér betur búnir en nokkru sinni fyrr, til að mæta erfiðleikum og færa fórnir, ef þess verður krafizt. Það mun og vera mörgum Ijóst, að vér lifum um efni fram eins og stendur og jafnframt, að nauðsvn krefur að spyrnt verði við fótum áður en komið er út í fullkomna ófæru. Hins vegar fá menn ekki á það sætzt, hvar viðspyrnan skuli hefjast. Tvær meginmein- semdir virðast hafa fest rætur meðal vor. Annars vegar flokkshyggjan, sem tekur ráðin af þjóðhyggjunni, og hins vegar tortryggnin gagnvart öðrum, en hún er að nokkru leyti sprottin af hinni fyrri. Enginn sigur vinnst án fórna. Og enginn sigur vinnst af liði, sem er sundrað hið innra af öfund og tortryggni. Ef íslenzka þjóðin vill læra af reynslu liðinna tíma og ætlar að skapa sér 9 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.