Heima er bezt - 01.01.1959, Qupperneq 8
Árni Árnason frá Grund:
Vertíáarspjall og aflakóngur í Eyjum 1958
Vetrarvertíð í Vestmannaeyjum er lokið fyrir
árið 1958. Lokadagurinn er í dag. Sú var tíðin,
að sá dagur var margt og mikið í senn. Hann
var vertíðarlok, allsherjar greiðsludagur, land-
frægur gleðidagur, en um leið mörgum skilnaðarstund
skemmtilegrar samveru í Eyjum.
Nú er þetta mjög á annan máta. Að vísu lýkur vertíð
þennan dag samkvæmt gamalli venju, en allt frá síðustu
mánaðamótum, þ. e. apríl—maí, hefur margt vertíðarfólk
verið að halda lokin. Það hefur verið að fá endanlegt
uppgjör hjá útgerðarmönnum og fiskvinnsluhúsunum,
stigið síðan upp í flugvélina og farið upp til meginlands-
ins í hundraðatali. Einnig fara kaupgreiðslur víðast fram
mánaðarlega eða jafnvel vikulega, svo að það fer nú orð-
ið ekki svo mikið fyrir lokadeginum að því leyti. Allar
fyrrum sjálfsagðar lokadagsathafnir dreifast nú til dags
á eina viku eða jafnvel tíu daga. Þó er ávallt einhver sér-
stakur blær yfir þessum fornfræga degi. Þegar engin ó-
höpp hafa komið fyrir og vel hefur aflazt á vertiðinni,
er lundin kát og hress þennan dag. Góðir vinir gleðjast
saman, þakka samverustundirnar, óska hver öðrum góðr-
ar ferðar og heimkomu og gleðilegs sumars. Já, það er
glatt á hjalla á lokadaginn eða um lokin, eins og vera
ber. Það er skálað og drukkin minni manna og kvenna,
skálað fyrir vaxandi velgengni, fyrir góðra vina sam-
fundum í Eyjum á næstu vertíð o. fl.
Lokin eru líka tímamót þrungin af alvarlegum hugs-
unum. Marga vertíðina hafa orðið hér stór slys á mönn-
um og bátum. Margur hefur oft átt um sárt að binda,
og einmitt um lokin rifjast hinir hryggilegu atburðir
helzt upp fyrir fólki. Máske voru það atburðir, sem ollu
straumhvörfum í lífi þess, í lífi Eyjabúa eða einhverra
landsbúa. Þó sjómönnum sé mjög á móti skapi að hugsa
eða tala um hætturnar á sjónum, sem ávallt eru við bæði
borð farkostsins, hryggjast þeir með hryggum og syrgj-
andi og taka innilega þátt í sorg þeirra og erfiðleikum.
En þeir gleðjast líka innilega með Eyverjum yfir hverri
þeirri vertíð, sem lýkur farsællega og án slysa. Auðvitað
er skálað fyrir því og minni Eyjanna óspart drukkin.
Vertíðin í Eyjum er liðin. Þessu þýðingarmesta tíma-
bili í árlegri velferðarsögu þeirra er lokið. Þó fast væri
sótt á fjarlæg mið og oft væri „þungur róður“ eftir þeim
gula, sem ýmist var sóttur vestur á Selvogsbanka eða
austur að Ingólfshöfða, þó veður væru hörð og yggldur
sjór, komu allir heilir í höfn. Enginn bátur týndist og
eklcert mannslíf misstist í þessum hörðu átökum við út-
hafið. Er það mikið gleðiefni og þakkarverð forsjá þess,
er öllu stjórnar, fyrir lífi og limum skipshafna þeirra
130 vélbáta, sem stunduðu veiðar frá Eyjum í vetur auk
fjölda trillubáta. Fyrir þessu er sjálfsagt að skála á loka-
daginn.
Mjög eykur það og á gleði almennings, að fjárhagsleg
afkoma hans er í flestum tilfellum mjög góð eftir ver-
tíðina og hjá sumum góð með eindæmum. Margur ver-
maðurinn fer þess vegna með miklar og verðskuldaðar
fjárhæðir, mikil vinnulaun fyrir þrotlaust erfiði og vök-
ur við mikil og góð störf í þágu Eyjanna, lands og þjóð-
ar. Þeir eru líka glaðir og reifir í anda og athöfnum, líta
björtum augum til náinnar framtíðar, hlakka til nokk-
urra daga hvíldar heima hjá ástvinum sínum og að gleðj-
ast með þeim yfir góðum feng og farsælli vertíð í Eyj-
unum.
Að sjálfsögðu er hlutur manna nokkuð misjafn, þótt
góður sé. Afli 130 báta getur vart orðið jafn að magni.
Hann mun t. d. í ár vera allt frá 320 til 1200 smál. á bát.
Ávallt eru einhverjir óheppnir eða kannske allt að því
hálfgerðar „fiskifælur“ og aðrir, sem skara fram úr með
aflabrögð, t. d. beztu bátarnir, beztu fiskimennimir og
úrvals skipshafnimar. Þannig er það í hverri verstöð.
Fiskimannshæfileikar em eftirsóttir eiginleikar sjó-
mannastéttarinnar, sem mönnum era misjafnlega gefnir.
Hér í Eyjum em þessir kostir tengdir við stéttina í rík-
um mæli, og er á engan hallað, þó svo sé sagt. Verstöðin
er þannig í sveit sett, að hún krefst þeirra afdráttarlaust
ásamt úrvals farkosti, ef vel á að fara. Afburða fiskimenn
og sjómenn hafa verið hér margir síðan vélbátaútvegur-
Skipshöfn mb. Gullborgar 1958 (vantar tvo á myndina).