Heima er bezt - 01.01.1959, Page 10

Heima er bezt - 01.01.1959, Page 10
ónýs sé óslitinn fram á þennan dag. Raunverulega hefur hann aldrei verið háseti, því hann gekk beint inn í for- mannsstöðuna á barnsskónum, þar sem hann hefur síðan starfað með þeim ágætum og glæsibrag, að fáir munu eftir leika. Fyrsti vélbáturinn, sem Binni frá Gröf var á, hét Frið- þjófur Nansen. Var hann eign föður hans og fleiri. Þar var Binni vélgæzlumaður,^ en gegndi ávallt formanns- stöðunni í forföllum og fórst það prýðilega. Síðan var honum svo boðin formannsstaða með vélb. Gullu, sem hann var með í þrjár vertíðir og aflaði ágætlega. Eftir það var hann með hvern bátinn eftir annan, t. d. enska bátinn Newcastle, Gulltopp, Sjöstjörnuna, Sævar, And- vara o. fl. og fiskaði yfirleitt með ágætum og ávallt með *‘„toppbátum“ í afla. Arið 1954 tók hann við mb. Gullborgu, Re. 38. Er það stór og mikill bátur, rúmlega 80 smálestir, og hefur hann verið með þann bát síðan. Hefur hann reynzt Binna hin mesta happafleyta og sannkölluð afladrottn- ing, sem hann hefur beitt í brimin hvítu og lygnan sæ með frábærum dugnaði og harðfylgi í hvívetna. Þar hefur ávallt síðan verið valinn maður í hverju rúmi, menn, sem eins og sagt er, kalla ekki allt ömmu sína og taka ekki neinum vettlingatökum á verkunum. Nei, um borð hjá Binna er betra að vera snar í snúningum og handfastur. Það á betur við fangbrögð hans við gömlu Rán og trylltan dans við dætur hennar. Að vertíðarlokum 1954 var Gullborg sem sagt afla- hæsti bátur í Eyjum, og hlaut Binni þá nafnbótina „afla- kóngur Vestmannaeyja". Þá var hörð barátta um tign- arsessinn milli hans, fyrrverandi aflakóngs og annarra fiskigarpa. Hann flutti þá á land 877 smál. af slægðum fiski með haus, og var það tvöfaldur meðalafli Eyjabáta þá vertíð. Efalaust hafa mestu fiskimenn Eyjanna hugsað til hefnda á vertíðinni 1955, að komast í sætið, sem þeir annað hvort höfðu skipað eða verið mjög nærri að hreppa. Þetta vissi Binni vel og hitt, að þá myndu verða hörð átök í keppninni. Þeir voru engin lömb að leika við, keppinautar hans. Allt annálaðir dugnaðar- og fiski- menn á góðum bátum með úrvals skipshafnir. En Binni mætti glaður og reifur til vertíðar, staðráð- inn í því, að láta ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Þessi veiðikeppni varð ákaflega hörð og tvísýn lengi. Það var róið til austurs og vesturs, út og suður á yztu mið, inn undir Sand og út á heimamiðin. Hvergi átti þorskurinn griðastað. Vertíð þessari Iauk á þann hátt, að enn varð Gullborgin aflahæsti bátur í höfn, með 780 smálestir miðað við slægðan fisk með haus. Hafi fyrrverandi fiskikóngar Eyjanna heitið honum erfiðri keppni 1955, voru heitstrengingar þeirra í byrjun vertíðar árið 1956 öllu ákveðnari. Þá skyldi til skarar skríða, vanda vel sóknina, leggja sig allan fram og sigra kappann frá Gröf í heiðarlegri, drengilegri en harðri keppni. Strax í byrjun vertíðar hófst þetta árlega íþróttamót skipstjóranna. Það var sótt á yztu mið, þrátt fyrir oft- lega váleg veður, og teflt fram allri tækni og góðum tækjum. Hvergi var slakað á í neinu, og afli bátanna jókst. Gullborg tók forystuna, en hinir fylgdu fast eftir, og oft mátti vart á milli sjá. Menn fóru að tala um, að líklega ætlaði Binni að verða hæstur, hann fiskaði dag- lega vel. En „þeir stóru“ komu líka með góðan afla. Hæstu bátarnir voru nú komnir með um 700 smálestir. Munurinn á bátunum var lítill enn. Svo fóru þeir í 800 smál., og jafnt og öruggt þokaðist Gullborgin ofar, 870 smálestir. Já, seigur er Binni. Almenningur var spenntur. Binni hlaut að sigra, hann var efstur. Og svo komu ver- tíðarlokin, uppgjörið. Benóný á Gidlborgu skilaði hæst- um afla ennþá! Fiskaði alls 953 smálestir. Hann hafði enn sannað óvéfengjanlega hina miklu fiskimannshæfni sína. Þetta var þriðja vertíðin í röð, sem hann skilaði tvöföld- um meðalafla Eyjabáta, og var hann krýndur aflakóng- ur Eyjanna í þriðja sinn í röð. Frá fyrstu tíð vélbátanna og fram til ársins 1957 er . talið, að þrír formenn hafi orðið aflakóngar Eyjanna % Bryggjulif í jyrri daga i Vest- mannaeyjum, þ. e. um 1920. 6 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.