Heima er bezt - 01.01.1959, Page 13
Gils Guð mundsson: ISLENZK MÁNNANOFN I
Fom lieiti og „nýnefnd narranöfn”
If y r s t a bindi af „Skýrslum um landshagi á ís-
landi“ eru birtar skrár um mannanöfn hér á landi
árið 1855. Skrár þessar eru byggðar á manntalinu
það ár, og eru þar tekin upp nöfn allra þeirra, sem
þá áttu heima á íslandi og fundust í manntalsskránum,
hvort sem þeir voru innlendir eða af erlendu bergi
brotnir. Er nöfnunum raðað í stafrófsröð, karlaheitum
sér í skrá og kvennaheitum í annarri. Sýna skrárnar,
hversu margir bera hvert nafn, eigi aðeins á öllu land-
inu, heldur og í hverri sýslu eða kaupstað. Þó að þarna
sé að vísu farið eftir dvalarstað þegar manntalið er tekið,
sýnir skráin vafalaust nokkuð greinilega, hvernig nöfn-
in skiptast niður á sýslurnar og hvaðan hin sjaldgæfustu
nöfn eru runnin. Fyrir og um miðja 19. öld var tiltölu-
lega lítið um flutninga á milli héraða, en allur þorri
manna dvaldist ævilangt í sýslunni, þar sem hann fædd-
ist.
Árið 1916 gaf Hagstofa íslands út skrár um íslenzk
mannanöfn, gerðar eftir manntalinu 1. desember 1910.
Skrár þessar eru með mjög líku sniði og skrárnar frá
1855. Þó eru yngri skrárnar frábrugðnar hinum eldri
að því leyti, að þar eru aðeins nöfn þeirra manna, sem
fæddir eru á íslandi, en sleppt nöfnum allra, er voru
fæddir erlendis. Önnur helzta breytingin er sú, að í
yngri skránum hefur fjölda þeirra manna, sem bera hvert
nafn, verið skipt niður á sýslur og kaupstaði eftir fæð-
ingarstað, en ekki eftir dvalarstað þegar manntalið var
tekið, eins og gert var í gömlu skránum. Þrátt fyrir
þcnnan mun, er býsna fróðlegt að bera skrár þessar
saman. Getur maður við það orðið margs vísari um
mannanöfn hér á landi á 19. og öndverðri 20. öld. Sam-
anburður á skrám þessum, sem gerðar eru með 55 ára
millibili, veitir fróðlegar upplýsingar um þróun þá, er
orðið hefur í nafngiftum á þessu tímabili. Saknar maður
þess þá mjög, að hafa hvorki nýjar skrár hliðstæðar um
mannanöfn á Islandi í dag, né skrár um nöfn þau, sem
fyrir koma í manntalinu 1703. Væru slíkar skrár til, þá
myndum við eiga aðgengilegar heimildir um breytingar
á íslenzkum mannanöfnum um 250 ára tímabil, og mætti
þar af verða margs vísari um þróun nafngifta. Er vissu-
lega efnt til skýrslugerðar um margt, sem er engu fróð-
legra en þetta. Kostnaður yrði að vísu nokkur, en þó
gæti ég trúað að hann endurheimtist að verulegu leyti
þegar skrárnar væru komnar út, þar eð þær yrðu vafa-
Íaust allmikið keyptar. Má í því sambandi geta þess,
að mannanafnabæklingur Hagstofunnar frá 1916 er nú
uppseldur fyrir löngu.
Hugleiðingar þær, sem hér fara á eftir, eru einkum
byggðar á nokkrum athugunum á nafnaskránum frá
1855 og 1910. Jafnframt hef ég haft allmikla hliðsjón
af manntalinu 1703, og um útbreiðslu einstakra nafna
fyrr á tímum hef ég leitað í registur íslenzkra fornrita,
Sturlungu, fornbréfasafns og biskupasagna. Vil ég taka
það fram, áður en lengra er haldið, að ég ætla mér ekki
í þáttum þessum að gera fræðilegar rannsóknir á íslenzk-
um mannanöfnum, enda skortir mig til þess bæði tíma
og þekkingu. Ég mun aðeins bera hér á borð ýmsar
sundurlausar athuganir og leitast við að svara nokkrum
spurningum, sem í hugann hafa komið við lestur fyrr-
greindra heimildarrita.
II.
Allir játa, að minnsta kosti með vörunum, að málið,
tungan, sem vér tölum, sé hin styrkasta stoð þjóðernis
vors. Mannanöfnin, heitin, sem foreldrar gefa ómálga
börnum sínum í vöggunni, eru einn þáttur tungunnar,
og engan veginn ómerkur. Hiklaust má telja, að útlend-
ur andhælisháttur og hvers konar smekkleysi í nafngjöf-
um sé einn vísasti vegurinn til að drepa niður virðingu
þjóðarinnar fyrir góðu máli og spilla tilfinningu hennar
gagnvart því, hvað sé fagurt og smekklegt og samboðið
eðli tungunnar og göfgi hennar. „Islenzkan er orða frjó-
söm móðir,“ segir skáldið. Þetta sýndu og sönnuðu forn-
menn, ekki hvað sízt með nafngiftum sínum. Um það
vitna hin mörgu fögru og tilkomumiklu örnefni, sem
skarta á mörgum stað í byggð og á öræfum. Þeim varð
heldur ekki skotaskuld úr því, að mynda mannanöfn af
norrænum stofni, er í öllu hlýddu lögmálum tungunnar.
Var það gert með ýmsum hætti, og mun hér á fátt eitt
drepið.
Mörg norræn mannanöfn eru upphaflega heiti dýra:
Björn, Galti, Hafur, Hjörtur, Hreinn, Hrútur, Refur,
Úlfur. Önnur eru fuglaheiti: Ari, Haukur, Hrafn, Már,
Örn, Rjiipa, Svala. Þá voru vopnaheiti algeng manna-
nöfn: Bogi, Brandur, Geir, Hjálmur, Oddur, Skjöldur.
Mörg nöfn voru dregin af vopnaheitum og öðrum hluta-
heitum: Barði, Halli, Hjalti, Oddi, Skafti. Önnur eru
upphaflega einkunnir eða dregin af lýsingarorðum: Atli,
Fróði, Helgi, Ljótur, Svartur, Teitur. Þá má nefna goða-
nöfn eða heiti mynduð af goðanöfnum: Bragi, Þórir,
Ása, Dís, Gerður, Þóra. Loks er fjöldi samsettra orða,
er fornmenn mynduðu af ýmsum orðstofnum með
margvíslegum endingum, og yrði það of langt mál upp
að telja.
Þótt langflest nöfn íslendinga að fornu væru af nor-
Heima er bezt 9