Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 19
Guðmundur G. Hagalín:
Loftur Guðmundsson, ritliöfundur
1.
Eur Guðmundsson hefur lengi verið vinsæll sem
rithöfundur með þorra manna hér á íslandi og
þá einkum fyrir gamanleikrit sín og skopþætti,
og hermiljóðin og háðpistlana, sem hann birti í
mörg ár í Alþýðublaðinu og kallaði Brotna penna. Þá
vöktu drengjasögur hans athygli — ekki aðeins barna
og unglinga, heldur og allra, sem gera sér far um að
fylgjast með því helzta, er út kemur nýtt og nýtilegt
eftir íslenzk skáld og rithöfunda. En ekkert, sem kom-
ið hefur frá hendi Lofts, hefur vakið jafnmikið umtal
og um leið hlotið svo mismunandi dóma sem skáldsag-
an Jónsmessunæturmartröð, er út kom í fyrra, enda er
hún ærið sérstæð um form og frásagnarhátt og kemur
víðar við en flest önnur skáldrit, sem íslenzkir rithöf-
undar hafa skrifað. Og þó að Loftur hafi áður ritað og
rímað sitthvað, sem ég er honum þakklátur fyrir, er það
fyrst og fremst vegna þessa skáldrits hans, sem ég finn
hvöt hjá mér til að skrifa um hann þetta greinarkom.
2.
Loftur er fæddur í Þúfukoti í Kjós 7. júní 1906. Lor-
eldrar hans bjuggu þar búi sínu, og var Loftur þar
heima fyrstu seytján ár ævinnar. Hann var snemma bók-
hneigður og átti meiri kost bóka en flestir jafnaldrar
hans, því að faðir hans var mikill vinur Guðmundar
bóksala Gamalíelssonar og fékk hjá honum flest það
nýtilegasta, sem út kom á íslenzku. Loftur las mest
fyrstu árin eftir að hann varð læs Þjóðsögur og ævin-
týri Jóns Árnasonar, en síðan sögur Jóns Trausta og
ljóðmæli Matthíasar Jochumssonar. Þá las hann einnig
ýmsar þýddar skemmtisögur og þótti sérlega varið i
þær, sem fjölluðu um sem framandlegast líf og furðu-
legasta atburði. Loftur komst snemma upp á að yrkja
ferskeytlur, en ekki fór hann þó að iðka kveðskap fyrr
en hann var orðinn tólf ára gamall. Þá orti hann um
hríð hvert kvæðið af öðru fram að fimmtán ára aldri,
en þá tók hugur hans að hneigjast að leikritagerð. Kjós-
verjar léku Skuggasvein, og var Loftur fenginn til að
leika þar eitt af smæstu hlutverkunum. Hann fylgdist
með öllu því, sem fram fór að tjaldabaki og æfingum
íeikendanna, og samtímis þessu tók hann að lesa leikrit
Jóhanns Sigurjónssonar, Bóndann á Hrauni og Fjalla-
Eyvind. Hann samdi síðan nokkur smáleikrit og lifði
meira í ímynduðum heimi næstu tvö árin en í hvers-
dagslegri veröld Kjósarinnar.
Þegar hann var orðinn seytján ára, fór hann til náms í
Reykjavík, nam þar í tvo vetur ensku og þýzku, en
hafði áður numið dönsku heima í sveit sinni. Hann las
nú fjöldra erlendra skáldrita, meðal annars sögur eftir
Alexander Dumas eldri og Charles Dickens. Sögur
Dumas svöluðu ævintýraþrá hans, og persónulýsingar
Dickens urðu honum ógleymanlegar. Þá var hann og
mjög hrifinn af skopi og háði Dickens, svo sem að lík-
um lætur, þar eð þetta snart skylda strengi hið innra
með honum sjálfum.
Loftur tók nú að stunda barnakennslu í sveit sinni,
en síðan fór hann í Kennaraskólann og lauk þar námi.
Haustið eftir að hann tók kennarapróf fór hann til
Noregs, Svíþjóðar og Þýzkalands, fór í leikhús í öllum
þessum löndum og stundaði nám í Svíþjóð í nokkra
mánuði. Haustið 1932 varð hann kennari á Stokkseyri,
en síðan í Vestmannaeyjum. Þar var hann við kennslu
í tólf ár, — eða til vorsins 1945, en síðan fluttist hann
til Reykjavíkur og hefur stundað þar blaðamennsku
sem aðalatvinnu fram að þessu.
I Vestmannaeyjum tók Loftur að stunda ritstörf af
meiri festu og alvöru en áður. Hann samdi fyrst nokk-
ur leikrit handa börnum, en síðan Brimhljóð, sem leikið
var fimmtán sinnum í Reykjavík og hlaut yfirleitt mjög
góða dóma. Síðan hefur Loftur samið ýmis gamanleik-
rit, sem bæði hafa verið leikin í útvarp og víða um land
á leiksviði. Kunnust þeirra eru Hreppstjórinn á Hraun-
hamri og Seðlaskipti og ást, og eru þau nú bæði að
koma út í leikritasafni Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Þá
hefur Loftur samið revýu, sem leikin var í Hafnarfirði,
og fjölda gamanvísna og gamanþátta — að ógleymdum
Brotnum pennum. Einnig hafa komið frá hans hendi
nokkrar smásögur, þrjár drengjasögur — og loks hin
langa og sérstæða skáldsaga Jónsmessunætumatröð. Ur-
val úr kvæðum þeim, sem hann lét Leif Leirs birta í
Brotnum pennum, gaf hann út í bók, sem heitir Óöldin
okkar.
3.
Þegar ég átti heima á ísafirði, sætti ég oft færi að
fara til Reykjavíkur, þegar sýnd voru leikrit, sem mig
langaði að sjá. Og þá er ég las í blöðunum, að sýna
ætti leikrit eftir áður óþekktan íslenzkan höfund, Loft
Guðmundsson, brá ég mér suður, fór í leikhúsið og sá
þar Brimhljóð. Mér þótti það mjög athyglisvert, og
fátt í íslenzkum leikbókmenntum hefur orðið mér
minnisstæðara en einn þáttur þess. Það er sá, sem gerist
í beitingarskúrnum. Yfir honum er hvort tveggja í senn:
Hcima er bezt 15