Heima er bezt - 01.01.1959, Side 24

Heima er bezt - 01.01.1959, Side 24
merkjamáli. Þær komu smám saman fram á milli trjánna, þegar þeim var ljóst, að ekkert var að óttast. En við fengurn sömu stförin og áður. Karlmennirnir væru langt, langt burtu og þær höfðu enga hugmynd unt, hvar bát- arnir væru geymdir, ef karlmennirnir væru þá ekki með þá. Allt urn þetta fórum við samt að leita að bátum, og fundum þá eftir nokkra leit, falda í sefinu við árbakk- ann. Við tókum einn þeirra traustataki og rerum alls- naktir eins og við stóðum nokkrar mílur niður eftir ánni. Þar var margt af krókódílum, en engar minjar um fíla var nokkurs staðar að sjá, svo að við snerum heim aftur engu bættari. Næstu þrjá dagana héldum við uppteknum hætti og fórum á fætur kl. 4 eða jafnvel enn fyrr. Við urðum heyrnarvottar að stórfelldum hljómkviðum skógardýr- anna, við hrifumst af undrafegurð sólaruppkomunnar, í stuttu máli vorum við gagnteknir af hinni stórfelldu og sérkennilegu náttúru frúmskógánna, en við hvorki sáum né heyrðum hið minnsta til fílsins Tiemoko. Við vor- um teknir að óttast, að hann væri fluttur til annarra héraða ásamt hjörð sinni. Einn daginn lögðum við leið okkar yfir í annan enda ekrunnar. Vinur minn einn hafði beðið mig að færa sér dálítið af tiltekinni býflugnategund, sem okkur grunaði að hefðist þar við. ^Ekki hafði okkur enn tekizt að finna Manjamaura, þótt svertingjarnir fullyrtu, að þeir væru alls staðar að kalla mætti og gerðu þráfaldlega innrásir í híbýli manna, sem þá ættu ekki annars úrkosti en flýja hið bráðasta. Þegar við komum aftur heim að húsinu, brá okkur í brún. Heim undir það lá dálítinn skógartangi, en allt umhverfis það voru bananaplöntur, hlaðnar ávöxtum, en nú brá svo við, að ein plantan stóð nakin, líkt og hún væri sviðin. Attum við að trúa okkar eigin augum, að fílamir hefðu verið þarna að verki rétt við húsdyr okkar meðan við vorum fjarverandi. F.n ekki varð villst um verksummerkin, og blaðleifarnar, sem lágu á jörð- inni, sýndu það, að þær vom nýrifnar af plöntunum. Tiemeko hafði sýnilega gert sér glaðan dag þarna undir húsvegg okkar meðan við vorum að heiman. Fílaspor vom allt umhverfis húsið, grasið var sýnilega nýbælt, og hingað og þangað voru hrúgur af fílataði, sent ekki voru kólnaðar til fulls. Sjálfir gátu fílarnir ekki verið langt undan, og ósjálfrátt Iækkuðum við róminn, svo að við skyldum ekki styggja þá brott. Án þess að hugsa ráð okkar nánar, héldum við þegar af stað eftir einni fílaslóðinni, unz hún hvarf í skóginn. Venjulega er nær ókleift að komast inn í skóginn á slík- um stöðum vegna þess, hversu þéttur gróðurinn er í sjálfum jaðrinum, þar sem hann er margflæktur saman af runnum og vafningsplöntum, alsettum þyrnum. En fílarnir höfðu rutt okkur leið. Þeir höfðu brotið troðn- ing gegnum kjarrið, og honum fylgdum við án erfiðis- muna. í fljótu bragði gat troðningur þessi virzt allt of þriingur fyrir svo stórar skepnur, en það stafaði af því, að þegar fílarnir ryðja sér braut í gegnum svo þétt kjarr, sveigja þeir greinar og stofna til hliðar undan þunga sínum, en trén kippa sér aftur, þegar þeir eru • 20 Heirna er bezt komnir fram hjá, og við það þrengist gatan á ný. Það vakti undrun okkar, að varla hefði nokkru tré verið kippt upp né nokkur grein brotin. Jafnvel þessi risa- vöxnu dýr forðast að gera meira hávaða en nauðsyn- legt er á ferðum sínum um skógana. Þeir ryðja sér braut með því að sveigja gróðurinn til hliðar, en brjóta svo Iítið sem unnt er. Við gátum áætlað hæð fílanna eftir núningsförum á trjábolum og vafningsviðum. (Framhald). Loftur Guðmundsson, rithöfundur Framhald af bls. 17. ----------------------------- einmitt sú skepnan, sem er ferlegust skrumskæling mannsmyndarinnar; samnefnari alls þess, sem er nei- kvæðast og afskræmdast í fari okkar og svip. . . Gerið yður Ijósa hættuna, sem við erurn stödd í. Hina þre- földu hættu . . . stáldrekann á sléttunni annars vegar, þann marghöfðaða í Rauðuskógum hins vegar, en í stað þess að væðast gegn þeim hættum báðum, göngum við hlæjandi á vald hinni þriðju, sem mest er, sjálfsmorðs- dýrkuninni á tortímingartákni alls þess, sem meint var með því að skapa ekki eingöngu skepnur, heldur menn og skepnur, górilluapanum, sem rænt hefur verið úr frumskógunum og fluttur út á flatneskju eyðimerkur- innar, villidýrinu, sem kennt hefur verið að telja pen- inga og hefur nú fundið upp sína eigin hagfræðikenn- ingu. Sjáið þér þetta grimmúðlega glottandi smetti, sem brátt getur hrósað frægasta sigri yfir þeim, sem námu hann á brott og hnepptu hann í fjötra, er hann gerist guðdómur þeirra og endurlausnari . . .“ Hvort mundi ekld hyggilegt að staldra við og gefa verulegan gaum að þessum orðum skáldsins? En hverjir gera það? Þeir virðast svo ótrúlega fáir, að nærri liggur að rifja upp annað, sem skáldið segir í þessari bók: „Heimska frægra manna vekur alltaf meiri athygli en þá sjaldan þeir segja eitthvað af viti, enda er ekkert jafngáfulegt og heimskan, á meðan maður hyggur hana fela í sér torráðna meiningu.“ En hvað sem því líður, myndi mega ætla, að sá höf- undur, sem er gæddur slíkri gagnrýnandi dirfsku, slíkri hugkvæmni og slíkri táknrænni formgáfu sem Loftur Guðmundsson, muni, þá er hann hefur náð fastari tök- um á því mikla og óþjála viðfangsefni, sem nú auðsjá- anlega vfirskyggir allt smærra fyrir sjónum hans, að lokum ná að flytja boðskap sinn svo skýrum og hljóm- hreinum rómi og af slíkri festu í svip og framkomu, að hver heyrandi heyri og hver sjáandi sjái og skilji. Þegar það tekst, rennur mikill dagur fyrir alla þá, sem hafa trú á jákvæðri köllun skáldanna, alla, sem kjósa íslenzkum bókmenntum og þjóðmenningu mik- inn hlut, alla, scm unna því jákvæða í manneðlinu — því, sem grær og ilmar og leitar upp í himinljósið, alla, sem bíða þess og vona það, að ættarhugboðið, sem svo oft er nefnt í þessari bók, fái vakið þrána eftir töðu- ilminum og blíðunni í Borgarfirðinum — og í Kjósinni.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.