Heima er bezt - 01.01.1959, Side 27

Heima er bezt - 01.01.1959, Side 27
Þorsteins Erlingssonar, þekktur læknir í Reykjavík, og Svanhildur, dóttir Þorsteins, sem erft hefur skáldskap- argáfu frá föður sínum, gift í Reykjavík. Frú Guðrún Erlings, ekkja skáldsins, er enn á lífi, rúmlega áttræð. Ég vík þá aftur að sama efni og þessi þáttur hófst á. Ég tel það hamingju mína og happaatburð, að ég fékk að sjá Þorstein Erlingsson á æskuárum mínum. Ég hafði áður lesið og lært kvæði hans og ég dáðist að skáldinu, en eftir að ég hafði séð hann, fannst mér ég skilja hann enn betur og eitthvað af þeim töfrum, er fylgdu per- sónu hans, glæddu skilning minn á skáldinu og verkum hans. Ljóð hans urðu mér meira virði en áður og mað- urinn ógleymanlegur. Nú á tímum er talað um „stjörnur“ og „stjörnu- dýrkendur“. Ber mest á þessu í kvikmyndaheiminum. Alargir leikarar og leikkonur ná þeim tökum á áhorf- endum sínum, þótt á kvikmyndatjaldi sé, að nærri því stappar geðtruflun. En þótt aðdáendur þessara lista- manna eigi þess kost að horfa á þessa dýrlinga sína nær því daglega í kvikmyndunum, þá þrá þeir ekki minna að sjá þá, eins og við þráum að sjá þá, sem hrífa okkur með kvæðum, ræðum eða ritverkum. Þess er skemmst að minnast, er hinn nýlátni kvik- myndaleikari Tyrone Power kom hér til lands fyrir fáum árum. Þá flykktust að honum ungar stúlkur og ungir menn, svo að hann gat varla farið frjáls ferða sinna. Margir gera gys að þessum ákafa unglinganna, að sjá og helzt snerta þá, sem þeir eru hrifnir af, en mér finnst ég vel skilja þetta unga, blóðheita æskufólk, en þó held ég að stilla mætti þessari þrá meira í hóf. Ég vil þá í lokin segja frá broslegum atburði, sem gerðist fyrir rösklega þrjátíu árum, sem sýnir það, að ekki er þetta nýtt fyrirbrigði. Á þessum árum stóð hin fræga sænska leikkona Greta Garbo á hátindi frægðar sinnar. Hún var að koma frá París og hafði lagt leið sína um Kaupmannahöfn. Einhvern veginn hafði það kvisazt um stórborgina að hennar væri von með síð- degislestinni einn daginn. Alikill mannfjöldi hafði safn- azt saman á stöðinni í \^on um það, að fá að sjá þessa frægu leikkonu, en mest bar þó á ungum æskumönnum, sem þráðu allir leikkonuna eins og ástmey sína. Þegar hin fræga leikkona birtist á pallinum, þá báru allir kennsl á hana. Gerðist nú þröng mikil og var þess enginn kostur, að hún kæmist áleiðis að bifreið, sem beið hennar. Lögreglan gat ekki við neitt ráðið. En þá datt ráðsnjöllum liigregluforingja gott ráð í hug. Fjórir hávaxnir, hraustir lögregluþjónar lyftu hinni fögru leikkonu hátt á örmum.sínum — báru hana á gullstóli — og þokuðu sér með hana út úr mannþrönginni. Þetta gelck hægt og seint, og þegar út að bifreiðinni kom hrundu tárin um kinnar Ieikkonunnar, því að svo marg- ir aðdáendur hennar höfðu átt þess kost að klípa í fæt- ur hennar og njóta þess að snerta þessa draumadís, en höfðu ekki gætt þess að stilla afli sínu í hóf, eins og títt var áður fyrr um hina norrænu víkinga.' Ekki veit ég það, hvort nokkur íslendingur hefur verið í þeirra hópi, er klipu leikkonuna, en ekki varð ég svo frægur að eiga þess kost. Stefán Jónsson. V 1 • Ww ff J 1 4P Nú gefur á bátinn. \ haust og í vetur hafa flestir togarar fslendinga sótt á fjarlæg mið. Fara þeir langa leið yfir úthafið og sækja þangað gull í greipar ægis. Það þarf þrek og hugrekki til að sigla um úthöf um dimmar haustnætur og oft gef- ur á bátinn. — Sjómenn heyrast sjaldan barma sér yfir kjörum sínum og er sem þeim vaxi kjarkur með hverri raun, en vitanlega á hver og einn sinn hugarheim, sem hann dylur fyrir öðrum. — Varla held ég að betur sé hægt að túlka tilfinningar sjómanna og aðstandenda þeirra, en gert er í ljóðinu Sjómannavalstnn eftir Krist- ján skáld frá Djúpalæk. Um skáldið Kristján frá Djúpalæk eru skráð nokkur orð í þessum þætti í júníblað Heima er bezt, og vísast til þess, sem þar er sagt. Lagið er eftir Svavar Bene- diktsson, klæðskera í Reykjavík, en hann hefur samið mörg lög við Ijóð eftir Kristján frá Djúpalæk. Og hér birtist þá ljóðið. Það gefur á bátinn við Grænland og gustar um sigluna kalt, en togarasjómanni tamast það er að tala sem minnst um það allt. En fugli sem flýgur í austur er fylgt yfir hafið með þrá. Og vestfirzkur jökull, sem heilsar við Horn í hilling með sólroðna brá, segir velkominn heim, segir velkominn heim, þau verma hin þögulu orð. Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim. Þá er hlegið við störfin um borð. F.n geigþungt er brimið við Grænland og gista það kýs ekki neinn. Hvern varðar um drauma þess vonir og þrár, sem vakir þar hljóður og einn. En handan við kólguna kalda býr kona, sem fagnar í nótt og raular við bláeygan sofandi son og systur hans, þaggandi hljótt: Sértu velkominn heim, sértu velkominn heim. Að vestan er siglt gegnum ís. Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim. Og Hornbjarg úr djúpinu rís. (Framhald á bls. 25). Hrima er bezt 23

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.