Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 28

Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 28
Handknattleiksíþróttin er orðin ein af öndvegisíþrótt- um íslendinga. A undanförnum árum hafa vinsældir þessarar íþróttar vaxið mjög, sérstaklega í höfuðborg- inni, og er löngu svo komið, að íþróttahúsið að Háloga- landi rúmar hvergi nærri alla, er sjá vilja þýðingarmikla leiki. Handknattleikur innanhúss er íþrótt sem er mjög hentug fyrir íslendinga. Hinn Iangi vetur, sem er Þránd- ur í götu frjálsíþróttamanna og knattspyrnumanna, veldur því, að keppnistímabil handknattleiksmanna er mun lengra, en tíðkast í nágrannalöndunum, menn hafa að engu að hverfa utanhúss fyrr en síðla vors og una því glaðir við handknattleikinn langt fram á vorið. Þó vinsældir handknattleiksins séu líklega mestar í Reykjavík, að minnsta kosti ef miðað er við aðsókn að leikjum, er íþróttin iðkuð víða um land við góðan ár- angur. Flestum mun kunnugt um ágæti Hafnarfjarðar- liðsins, sem talið hefur verið bezta handknattleikslið hér á landi síðustu árin, og Iék árum saman án þess að bíða ósigur, bæði hér á landi og erlendis, þar til í fyrra, að K.R.-ingum tókst að næla sér í íslandsmeistaratitilinn á síðasta augnabliki. Þá hafa næstu nágrannar Reykvík- inga, Alosfellingar og Kjalnesingar, úr ungmennafélag- inu Aftureldingu, lengi verið meðal þátttakenda í ís- landsmótum, við allgóðan orðstír. Til gamans má geta þess, að formaður Handknattleikssambandsins, Ásbjöm Sigurjónsson, er einn af máttarstólpum flokksins enn í dag, en Ásbjörn er sonur hins mikla afreksmanns og brautryðjanda, Sigurjóns Péturssonar á Álafossi. Nú hafa fregnir borizt um það, og raunar verið staðfestar með þátttöku í skyndimóti, að Keflvíkingar og Akur- nesingar eigi á að skipa þokkalegum flokkum, og hafa þessir aðilar ákveðið þátttöku í íslandsmótinu, sem hefst í þessum mánuði. Hér hefur aðallega verið rætt um meistaraflokk karla, en í kvennaflokkum virðist áhuginn meiri utan Reykjavíkur, ef dæma má eftir þátttöku í landsmótum utanhúss. Þar hafa Isfirðingar, Akureyr- ingar og Vestmannaeyingar o. fl. oft átt ágæta flokka, sem náð hafa langt. Tilefni þess, að ég geri handknattleikinn að umræðu- efni að þessu sinni er það, að íslandsmótið í handknatt- leik innanhúss hefst í þessum mánuði og verður, eftir því sem ég hef komizt næst, meiri þátttaka í mótinu en nokkru sinni áður, þannig að ákveðið mun vera, að taka upp deildakeppni í meistaraflokki karla, og verður það áreiðanlega skref í rétta átt. Ég hcf ekki getað aflað mér upplýsinga um það, hvemig skiptingunni verður hagað núna í byrjun, en líklegt má tclja, að þeir flokk- ar, sem urðu nr. 1 til 6 á síðasta íslandsmóti, skipi fyrstu deild en aðrir flokkar leiki í annarri deild. Þessi skipting var orðin óumflýjanleg, því að ef að leikið væri í einni deild, myndi mótið standa langt fram á sumar. Þrátt fyrir skiptinguna mun mótið standa í röska þrjá mánuði. Það er nokkuð síðan handknattleiksmenn felldu nið- ur kappleiki á virkum dögum en léku á laugardögum og sunnudögum og notuðu aðra daga til æfinga. Þetta hefur komið meiri reglu á æfingar og er ekki ólíklegt, að þetta atriði eigi nokkurn þátt í þeim framförum, sem handknattleiksmenn hafa sýnt að undanförnu. Gaman verður að fylgjast með mótinu að þessu sinni. Einkum mun athygli manna beinast að nýliðunum í annarri deild, Akurnesingum og Keflvíkingum. Akur- nesingar eru löngu frægir sem einhverjir fremstu knatt- spyrnumenn landsins. Nú er það spurningin, hvort þeim tekst að leika sama leikinn í handknattleik. I næsta mánuði eru ákveðnir þrír landsleikir í hand- knattleik karla erlendis. fslendingar hafa boðið út frænd- þjóðunum þremur á Norðurlöndum, Norðmönnum, Svíum og Dönum, og hafa frændurnir tekið áskorun- inni, og verða leikirnir háðir um miðjan febríiar. Segja má, að forystumenn handknattleiksmála hafi ekki ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægstur, því að Svíar eru heimsmeistarar f handknattleik. Urðu þeir það á síðasta ári, er þeir sigruðu Tékka í úrslitaleik heims- meistarakeppninnar, sem fram fór í Þýzkalandi. Á sama móti hlutu Danir silfurverðlaunin. — Norðmenn eru nokkru lakari en Svíar og Danir. Þó er munurinn ekki ýkja mikill. Þeir töpuðu nýlega fyrir Svíum í landsieik með aðeins þriggja marka mun. Þess vegna er varlegast að búast ekki við sigrum íslendinga í viðureignunum, sem fram undan eru. Hins vegar er ekki út í bláinn að álíta að íslendingar standi sig sómasamlega í þessum átökum. Það kom flestum á óvart, hve vel íslendingum gekk í heimsmeistarakeppninni. Þeir voru óheppnir með riðil, en samt munaði litlu, að þeir næ$u til lokaátak- anna. í heimsmeistarakeppninni hlutu bæði leikmenn og frömuðir dýrmæta reynslu og er ekki ósennilegt, að þeim takist enn að koma á óvart, þótt þeir ráðist á garð- inn, þar sem hann er hæstur. Fyrir nokkru hafa verið valdir 20 menn til æfinga undir utanförina. Gengizt hefur verið fyrir ýmiss kon- ar mótum til undirbúnings undir landsleikina og ekki er ólíklegt, að Iandsliðið verði valið um það leyti, scm þetta hefti nær til lesenda. Frímann Gunnlaugsson hef- ur verið ráðinn þjálfari liðsins, en Hannes Sigurðsson velur leikmenn ásamt Frímanni. Æfingar hafa verið mjög vel sóttar og má geta þess til gamans, að á annan dag jóla mætti hver einasti leikmaður á æfingu hjá lands- liðsþjálfaranum. Margir munu bíða árangursins af þessari fyrirhuguðu utanför með nokkurri óþreyju. Eins og ég sagði er var- lcgast að búast ekki við miklu. Sumum finnst hér vcra um að ræða hreina sjálfsmorðstilraun. Nær hefði verið 24 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.