Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1959, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.01.1959, Qupperneq 32
en gleði hans og metnaður er blandinn heitum sársauka, dapurra endurminninga frá síðustu samfundum þeirra Astu og hans. Ætla miskunnarlausar örlaganomimar aðeins að sýna honum hina kostamiklu fjölhæfni stúlk- unnar, sem hann elskar, og taka það svo allt frá honum afmr? A hann ekki að bera gæfu til að 'njóta Ástu og veita henni fulla hlutdeild í auði sínum og metorðum? Hann vill þó reynast henni sannur, og hans fegursti framtíðardraumur er bundinn því takmarki, að svo megi verða. Valur fylgist af háttvísi og skyldurækni með hinum léttu og fjörugu samræðum við matborðið, en hugur hans er fjarlægur gleði gestanna, þótt hann taki þátt í henni engu síður en foreldrar hans. Ferðafólkið nýtur ríkulega máltíðarinnar, ásamt sýslumannsfjölskyldunni, og kvöldsólin sendir geisla sína inn um stofugluggana. XVII. Sólheiður laugardagur hvelfist yfir sveitina. Á sýslu- mannssetrinu Ártúni bíða ótal verkefni. Stórir, ang- andi töðuflekkir breiðast yfir grandirnar, og bylgj- ast sólvermdir í sunnanblænum. Álls staðar gefur að líta líf og unað, og sumarblíðan heillar einnig kaupstaðar- fólkið út til starfa. Allir fara með hrífur suður á tún, að Ástu einni undanskilinni. Hún hefir nóg að starfa í eldhúsinu og vinnur þar af kappi. Frú Hildur hefir beðið Ástu að færa fólkinu kaffi út á túnið, og hún hefir lofað að gera það. Og nú undir- býr Ásta kaffiframreiðsluna,bakar pönnukökur og þeyt- ir rjóma. Allt skal þetta verða eins fullkomið og frek- ast er unnt, enginn skal geta sagt með réttu, að eldhús- stúlkan sé ekki starfi sínu vá*Jíin, og störfin leika í hönd- um Ástu. Suður á túninu er unnið ötullega, og Valur stjómar heyskapnum með dugnaði og hagsýni. í dag þarf mikið hey að komast í hlöður, því að morgni er sunnudagur, og þá hreyfir enginn við heyvinnu á sýslumannssetrinu, hve vel sem viðrar. Þá njóta allir hvíldar. Og sumar- kvöldið býr einnig yfir nýjum ævintýmm, sem heilla lífsglaða æskuna. Dansleikur er ákveðinn í samkomu- húsi sveitarinnar, og þangað hefir Valur lofað að fara með Reykjavíkur systkinunum, Sísí og Hreiðari. í fyrsta skipti á sumrinu ætlar Valur nú á dansleik, og hugur hans leitar í önnum dagsins heim til Ástu. Flann er ákveðinn í því að bjóða henni með sér á dans- leikinn, hvað sem það kostar, láta það ráðast, hvort'hún forsmáir boð hans eða ekki. En það yrði honum ekki sársaukalaust, ef hún hafnaði boði hans, því að án henn- ar á hann aldrei neitt ævintýri framar. Dagurinn líður, og starfið heldur áfram. Elín brýtur hrífuna sína og gengur til Vals með brotin og segir vandræðalega: — Nú fór illa fyrir mér, ég braut hríf- una mína. Vralur brosti. — Þctta er nú algengt fyrirbæri, Elín mín, að hrífa brotni í sveitinni. Eg skal skreppa heim og sækja þér nýja. — Get ég ekki sótt hana sjálf? — Nei, ég verð að finna hana sjálfur, þú mátt nota hrífuna mína á meðan, ef þú vilt ekki hvíla þig, ég skal ekki vera lengi. — Hvíla mig! Nei, það vil ég ekki. — Jæja þá. — Hann réttir henni hrífu sína og geng- ur af stað heim túnið, en Elín heldur áfram að raka. Valur fer inn í verkfærageymsluna og nær í nýja hrífu, en erindi hans heim er ekki þar með lokið. Hann veit að Ásta er ein heima, og nú hefir hann hentugt tæki- færi til þess að bjóða henni á dansleikinn. Hann gengur því beina leið inn í eldhúsið til Ástu og nemur staðar hjá henni. Ásta er að ljúka við að raða bollapörunum niður í körfu og er aðeins ófarin af stað út á túnið með kaffið handa fólkinu. Valur vill ekki tefja för hennar og segir alúðlega: — Á ég ekki að bera körfuna fyrir þig suður á túnið? — Jú, þakka þér fyrir, ef þú átt leið þangað. Valur lítur á Ásm og brosir dapurlega. — Já, það á ég ein- mitt, og svo stutta samleið hljótum við að geta átt, Ásta. Hún svarar engu, en heitur roði leitar fram í kinnar hennar, og hún forðast að líta á Val. Vissulega geta allir átt svo stutta samleið, hvað sem stéttamun og stöðu líður. Ásta er tilbúin að leggja af stað með farangurinn og réttir Val körfuna. Hann tekur þögull við henni, og þau hraða sér út úr húsinu. Valur gengur fast við hlið Ástu suður túnið, og nú gefst honum tækifæri til að ræða við hana, en hann hikar við að bera fram skemmti- boð sitt. Honum finnst sem hann lesi neikvætt svar hennar í svip hennar og látbragði. En hann er ekki vanur að gefast upp að óreyndu og segir að lokum: — Við höfum ákveðið, unga fólkið hérna, að bregða okkur á dansleik í kvöld, og mig langar til þess, að þú komir með okkur, — með mér, Ásta. Hvað segir þú um það? Ásta lítur dálítið undrandi á Val og svarar engu strax. Hún var alveg óviðbúin slíku boði. í sál hennar rísa tvennar andstæður: Heit og ljúf þrá eftir að fylgja Val, njóta gleðinnar við hlið hans, en á hinn bóginn sár vissa um eintóma meðaumkun af hans hálfu. Auð- vitað kennir hann aðeins í brjóst um hana, ef hún þyrfti að sitja heima, þegar aðrir fara að heiman til að njóta gleðinnar, og þess vegna býður hann henni að koma með hinu unga fólki á dansleikinn, en sem skemmti- félaga hefir hann sjálfsagt aðra sér samboðnari. Nei, hún ætlar ekki að taka boði hans. Kaupmanns- dóttirin frá Reykjavík má gjarnan dansa við hann í kvöld fyrir henni. Ásta ætlar að verða heima og aldrei þiggja samúð hans í neinu framar. Svar hennar er því ákveðið, og hún segir kuldalega: — Ég þakka þér fyrir boðið, en ég get ekki þegið það. — Af hvaða ástæðu getur þú ekki þegið það, Ásta? — Af þeirri einföldu ástæðu, að ég hefi ákveðið að verða heima. — Er ekki auðvelt að breyta þeirri ákvörðun? — Nei. (Framhald). 28 Fleima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.