Heima er bezt - 01.01.1959, Qupperneq 33
ÞRETTÁNDI HLUTI
Kristjáni leið viðlíka og ef Leifi hefði hellt yfir hann
kaldri vatnsgusu. Hann tautaði eitthvað um, að hér væri
það mesta kjaftabæli, sem hann hefði þekkt. Svo rauk
hann út á tún og var búinn að slá marga skára, þegar
hinir sláttumennirnir komu út.
Leifi var glaðklakkalegur á svipinn: „Þetta eru nú
skárri hamfarirnar við sláttinn! Þú verður ekki lengi
með sléttuna með þessu áframhaldi.“
Næsta morgun kom Kristján fram úr hjónahúsinu
klukkan hálfsjö. Hann kallaði, um leið og hann gekk
gegnum baðstofuna: „Rismál, piltar! Rismál!“
Kaupamaðurinn fór að hreyfa sig. Leifi reis þá líka
upp, ók sér og geispaði: „Það er svo sem sama vinnu-
kergjan hjá honum og verið hefur, kauðanum þessum,“
tautaði hann.
Þegar þeir komu út var orfið húsbóndans óhreyft og
hann hvergi sjáanlegur. Hvað skyldi nú vera í kollinum
á honum? Líldega væri hann að reyna að sarga út ein-
hverja kvenmannshræðu, því að nú leit út fyrir þurrk.
Þeir höfðu ekki slegið lengi, þegar þeir sáu Kristján
koma flengríðandi ofan úr fjalli á Rauð sínum, með
Bleik Rósu í taumi. Það var lagður söðull og hnakkur
á hestana.
Kristján kom út í slægjuna til sláttumannanna og bað
þá að rifja flekkina, því að kvenfólkið þyrfti að fara á
kvíarnar. Svo settist hann í hnakkinn og þeysti af stað
út í kaupstað.
Geirlaug kallaði til þeirra að koma og drekka morg-
unkaffið.
„Þarna hafði ég hann þá af stað eftir konunni. Mér
datt í hug að það væri kannske hægt að velgja honum.
Það eru færri sem þola svona lagað, þó að stilltari séu en
hann,“ sagði Leifi hreykinn.
„Þú reynir oftast að koma illu af stað ef þú getur,“
sagði Geinlaug umbúðalaust.
„Já, mér er ósárt þó að Kristjáni svíði. Þetta er sú
bölvuð gorkúla, uppþembd gorkúla. Ég segi náttúrlega
ekkcrt um það, hvort nokkur hæfa er í þessu, en það
væri bara ágætt á hann. En það veit ég að er satt, að það
var presturinn, sem hafði frúna til að fara þarna út eftir.
Hann er brjóstgóður, manntetrið.“
Um miðjan dag reið Rósa í hlaðið. Kristján var tals-
vert á eftir með son sinn í fanginu, en Bleikur hafði
verið viljugur, og Rósa hafði ekkert á móti því að
spretta úr spori. Það var langt síðan hún hafði komið
á hestbak.
Geirlaug fagnaði mjög heimkomu Rósu. Það var
mikill munur að sjá hana og barnið, eða þegar þau fóru
út eftir.
Kristján var ákaflega stimamjúkur við konu sína og
kjáði framan í drenginn í hvert skipti, sem hann kom
inn í húsið.
En lítið varð eftirvinnan á túninu meiri, þó að hús-
móðirin væri komin heim. Geirlaug setti ekki inniverkin
á hilluna, þótt til þess væri ætlazt.
Nokkrum dögum seinna kom séra Gísli inn að Hofi
til að jarðsyngja gamla manninn frá Þúfum.
Kristjáni sýndist hann heilsa Rósu miklu innilegar en
vanalega. Og það þóttust reyndar fleiri taka eftir því.
Ruglið úr Leifa hafði borizt milli bæjanna. Vinnu-
konurnar höfðu hreyft því við mjaltakonumar á kví-
unum.
Jarðarförin var fjölmenn og erfisdrykkjan myndar-
leg í alla staði.
Um kvöldið sagði Kristján við konu sína: „Næsta
veizla verður skírnarveizlan hjá þér, góða mín. Þú skalt
nú hiðja mömmu þína að senda þér bankabókina þína
norður og halda stóra veizlu. Við skulum dansa, fyrst
drengurinn okkar er orðinn frískur.“
Rósa hló köldum hlátri: „Það skvldi ekki vera hægt
að halda skírnarveizlu án þess að fá bankabókina," sagði
hún. „Hvernig skyldi það í Þúfum hafa getað gefið
svona mörgu fólki kaffi og það fínt kaffi. Líklega hafa
þau enga bankabók átt til að grípa til. Ég held að ég
láti skíra drenginn í kirkjunni einhvern messudaginn,
ef efnahagurinn er svo bágborinn, að ekki sé hægt að
baka kökur.“
„Það er ólíku saman að jafna ástæðum okkar Stefáns
í Þúfum, þó að hann hafi náttúrlega minna bú. Hann
Heima er bezt 29