Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 34
situr á sjálfseign eða sama sem. Þetta er ekki nokkur leigumáli sem hann hefur, hjá því sem hér er. Hann borgar ekki nokkurri manneskju kaup, en ég verð að borga út alla vinnu. Það fara allar búsafurðirnar í kaup- gjald og eftirgjald af jörðinni.“ „Stefán hefur áreiðanlega borgað Gunnu mágkonu sinni gott kaup á meðan hún var heima. Hún gat keypt sér nýjan söðul og beizli. Það er meira en þínar vinnu- konur gætu,“ svaraði Rósa. „Það er mikið í kollinum á mér núna, skal ég segja þér. Adig langar til að kaupa partinn í Hofi, sem systir þín á. Þegar það er fengið kaupi ég hálflenduna af móð- ur þinni. Heldurðu, að það væri ekki gaman að eiga Hof? En til þess þarf að fá bankabókina." „Það segir sjálfsagt h'tið fyrir Hof það sem í bókinni er,“ sagði Rósa. „Það hlýtur að vera þó nokkuð. Þú hefur aldrei verið svo almennileg að segja mér, hvað það er mikið.“ „Það hefði víst ekkert vaxið við það,“ sagði hún hlæj- andi. „Mamma sagðist ætla að geyma bókina. Ég skyldi ekki taka úr henni, nema mér lægi mikið á. En ég tel það ekki mikið, þó að eigi að skíra einn krakkaanga. Annað er, ef þú gætir fengið Hof keypt, þá bvst ég við að ná henni, en ekki fyrr en þú hefur fengið að vita, hvort jarðarparturinn er til sölu. Ég efa, að þær vilji selja.“ „Þær verða líklega fegnar að fá eitthvað fyrir jörð- ina. Hvað skyldu þær hafa með hana að gera? Þær fá víst nóga peninga eftir hinar jarðirnar,“ sagði hann og kyssti konu sína innilega fyrir góðar undirtektir. Hon- um hafði ekkert verið farið að lítast á þessa bankabók, en nú var hún sama sem komin í hans hendur. Drengurinn var skírður í lok túnasláttar og haldin góð skímarvcizla. Hann var látinn heita Jón. Kristján hafði viljað láta hann heita í höfuðið á báðum öfum sínum, en Rósa gat ekki hugsað til þess að nöfn þeirra væru saman, svo ólíkir sem þeir höfðu verið. Þá lét hann hana ráða. Kristján var í ágætu skapi. Þctta sumar hafði hey- skapartíðin verið góð og hcvfcngurinn því mcð bctra móti. Allt virtist vera í góðu lagi þar til rétt fyrir göng- urnar. Þá barst bréf frá manni Sigrúnar, mágkonu hans. Það var svarbréf upp á ósk hans um að fá jarðarpartinn keyptan. Hún sagðist ckki ætla sér að selja partinn, sem hún ætti í Hofi. Bréfið var svo stuttort sem það gat verið. Þar var ekki einu sinni kveðja til Rósu eða drengs- ins þcirra. Kristján lét skapvonzku sína bitna á konu sinni: „Hér hef ég þrælað og púlað í túnasléttum fvtir þctta hvski, sem ekki er einu sinni svo þakklátt að vilja láta mig njóta þess cða svo kurteist að biðja að hcilsa þér, þó það skrifi mér. Náttiirlega hefur það ekkcrt vit á því að það sé betra að tún sé slétt en þýft. Ég hcf gert það í þeirri von, að ég fengi að njóta verka minna. En þctta verða þá launin. Ég á að vcrða leiguliði þeirra allan bú- skapinn. Með öðrum orðum, verð búinn að margborga jörðina." Rósa sagði aðeins ósköp hógværlega: „Ég þóttist vita, að þú fengir hana ekld keypta.“ „Hvernig vissirðu það?“ spurði hann. „Ég get ekki sagt það,“ sagði hún, „en mér finnst þú ekkert nauðbeygður til að búa hér, ef þér finnst leigan of há. Það er víst engin hætta á að jörðin byggist ekki.“ Svo fór hún fram og lét hann melta þykkjuna í ein- rúmi. Kristján var afleitur til skapsmunanna í nokkra daga. Svo fór hann að tala um það við konu sína, að hún skyldi skrifa eftir bankabókinni. Það gæti annars farið svo, að hún sæi hana aldrei. „Ég þarf ekkert á henni að halda, fyrst þú færð ekki jarðarpartinn keyptan. Ég er búin að hugsa mér að sækja hana sjálf, en það eru ekkert betri ástæður mínar nú, en þær voru í sumar, þegar mér datt í hug að fara suður,“ sagði hún. „Ojú, víst er drengurinn orðinn ólíkt stærri núna,“ sagði hann. „Það er víst nokkuð sama, þar sem enginn getur snert á honum annar en ég, er þýðingarlaust að hugsa til þess. Varla fer ég með hann á sjóinn að haustinu til. Enda er nóg annað að gera.“ „Það er eins og það hefur verið að tala við þig. Þú getur aldrei verið á sama máli og ég,“ sagði hann. Geðsmunir Kristjáns voru svo bágir það sem eftir var sláttarins, að kaupahjúin urðu sárfegin, þegar loks gangnasunnudagurinn veitti þeim fararleyfi. Svona liðu árin, eitt af öðru, við sífellt búskaparbasl og erfiðleika. Það var orðið illmögulegt að fá nokkra manneskju frá hjáleigukotunum, hvað sem á lá, og eng- inn vildi lána smala til Hofsbóndans. Helzta stoðin undir búinu var Grímsi gamli á Bala. Hann hafði allan sinn hokurbúskap borgað eftir kotið með því að hirða lömbin fyrir landeigandann. Það gat hann gert ennþá, þvf að lambhúsin voru rétt við túnið hjá honum. Hartmann gamli kom á hverju hausti og gerði son sinn enn þá skapverri en hann var fyrir. Kristján varð að láta hann hafa hálfan hestsskrokk og slátur með sér, þegar hann fór loksins. Það, scm mest skapraunaði Kristjáni, var að sjá vcl- gengnina hjá nágrannabóndanum í Þúfum. Þetta haust férr Stefán að girða túnið með gaddavír. Hann var fvrsti bóndinn í sveitinni, scm gerði það. Leifi var í vinnu hjá honum og kom citt kvöldið út að Hofi til að segja Kristjáni að sig grunaði, að mad- daman hefði lagt til vírinn, en samt gat hann ekki sagt um það með vissu. Kristján sagði að það væri ckki nema eftir öðru, sem sá maður kæmist upp mcð. Það væri cins og hann gæti allt. Þetta kvöld settist hann niður og skrifaði tengda- móður sinni bréf. En vcgna þcss að skapið var slæmt, varð það allt annað cn hlýlegt bréf. Hann ásakaði hana um það, hvað hún gcrði mikið fyrir Stcfán í Þúfum, þar sem hún kostaði girðingu kringum túnið. Taldi hann 30 Heima ei bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.