Heima er bezt - 01.01.1959, Page 35

Heima er bezt - 01.01.1959, Page 35
þess vegna sjálfsagt, að hún reyndist sér ekki síður og sagði henni ýtarlega frá öllu, sem hann hefði gert fyrir Hof. Hann vonaði því, að hún legði til gaddavír kring- um Hofstúnið, en staurana og vinnuna ætlaði hann að leggja til. Svo setti hann kveðju frá Rósu og drengnum. Það kom svarbréf með næsta pósti frá maddömunni. Hún sagði, að sér hefði þótt hann segja sér fréttir, þar sem búið væri að girða túnið í Þúfum. Hún hefði ekki vitað að það stæði til. Hún ætlaði sér heldur ekki að skipta sér af því, hvort Hofstúnið yrði girt eða ekki, því varla þyrfti Rósa Jónsdóttir að verja það. Svo var nafn hennar neðan undir. Ekki nokkurt kveðjuorð, hvorki til hans eða dóttur hennar. Kristján vöðlaði bréfinu saman í reiði sinni og ætlaði að stinga því í eldinn en hætti við það og skálmaði inn til konu sinnar. Hún sat með prjóna sína við gluggann, því það var farið að skyggja. Kristján kastaði bréfinu á borðið og sagði hranalega: „Þú hefðir kannske gaman af að lesa þetta myndarlega bréf, sem móðir þín skrifar mér.“ „Er hún nú farin að skrifa þér?“ sagði hún og glotti háðslega. „En hvað þetta er viðkunnanlegt — snúið og bögglað. Varla hefur mamma látið það svona frá sér fara.“ „Ég var að hugsa um að brenna það, en svo vildi ég láta þig sjá það fyrst,“ sagði hann. „Það var náttúrlega fallega gert,“ sagði hún og slétt- aði bréfið. „Það er ekki Iengi gert að lesa það,“ bætti hún við og renndi augunum yfir miðann. Síðan lét hún það á borðið aftur og fór að prjóna. „Finnst þér þetta ekki hlýlegt bréf? Það er ekki svo mikið að hún geti nefnt þig dóttur sína, því síður að hún biðji að heilsa þér og barninu,“ sagði hann, skjálf- raddaður af reiði. „Þetta er nú siðurinn, að kenna fólk við föðurinn, vegna þess að þið eruð svo miklu meiri persónur en mæðurnar,“ sagði Rósa. „En datt þér virkilega í hug, að hún færi að girða túnið fyrir þig?“ bætti hún við. „Fyrir mig? Er það fyrir mig? Líklega heldur fyrir hana sjálfa.“ „Hvað skyldi henni skína gott af því, þó að túnið hérna yrði girt?“ „En heldurðu að hún hafi eitthvað upp úr því að leggja til vír utan um túnið í Þúfum?“ „Það hefur líklcga verið ein sanna sagan, að hún hafi kastað peninguin í það,“ sagði Rósa. „Ég er alvcg hættur að botna í manneskjunni," sagði Kristján og þrammaði út mcð bréfið í hendinni. Næsta vor var Bjiissi smali orðinn svo duglegur, að Kristján sagði, að hann væri orðinn allt of röskur til að sirja yfir ánum og vaka yfir vellinum. En það var ckki gott að fá annan smala. Anna í Þúfum átti að sitja vfir Þúfnaánum þetta sumar, cn það árti líka að vcrða hcnnar síðasta smalaár, því að hún var komin á fcrmingaraldur. Hún hafði mikinn áhuga fyrir því, hver yrði smali á Hofi. Loksins fréttist það, að Kristján hefði tekið strákanga sem var á framfæri sveitarinnar sem matvinnung. Hann átti víst að verða smalinn. Anna spurðist fyrir um hann og frétti, að hann væri algerlega munaðarlaus. „Alltaf eru smalarnir á Hofi foreldralausir,“ sagði Anna. „Það vilja víst fáir foreldrar lána Kristjáni krakkana sína,“ sagði Stefán. „Það má segjá að þær mæður eiga bágt, sem verða að láta sér það lynda að börnin þeirra séu boðin upp eins og búpeningur,“ sagði Lauga. Svo kom krossmessan. Anna var forvitin að sjá nýja strákinn, sem átti að sitja yfir ánum með henni og stráknum frá Bakka. Fleiri voru smalarnir ekki orðnir í Hofstorfunni. Anna saknaði Bjössa. Hann hafði alltaf verið svo viljugur og almennilegur. Nokkrum dögum seinna, þegar Anna var að rangla við lambæmar, mætti hún Bjössa og drenganga með honum. Líklega var þetta nýi smalinn, en ósköp var hann lítill. Ótrúlegt, að hann ætti að sitja yfir ánum og vaka yfir vellinum. Bjössi var glettnislegur á svip: „Hér sérðu nú nýja smalann á því stóra heimili Hofi. Guðmundur Hjálm- arsson spóafótur heitir hann.“ Aumingja drengurinn hló út að eyrum að þessari nafnbót. Andlit hans var lítið annað en stór, brún augu og stórar, hvítar tennur. Anna var alveg hissa á því, að hann skyldi geta hleg- ið, þar sem hann átti enga móður og engan föður heldur. „Ég trúi því ekki, að þetta barn eigi að sitja yfir án- um í sumar,“ sagði nú Anna. „Stefán hættir heldur við að færa frá en að láta mig gæta Hofsánna að mestu leyti eina.“ „Það er aldrei að þú gerir þig merkilega, Anna litla,“ sagði Bjössi hlæjandi. „En þú færð að sjá, hvprt hann getur það ekki.“ Anna sagði heima hjá sér frá smalanum, sem kominn væri að Hofi. Hann væri svo lítill, að hann gæti staðið innan í Bjössa. „Það verður gagn að honum við smalamennskuna,“ sagði Stefán. „Þá er að Iáta ærnar ganga með dilk. Þeir eru farnir að gera það, bændurnir frammi í dalnum.“ Nokkru seinna kom Bjössi að Þúfum nieð nýja drcnginn með sér. Það var kalt veður þann dag, og þeir höfðu fundið nýboma á, sem Stefán átti. Lambið var ekki komið á spcna. Þcir höfðu borið hana í skjól. Þetta var fullkomið erindi. Bjössi þekkti það vel, að í Þúfum fcngi hann alltaf góðar viðtökur. Lauga gaf þeim vel smurða flatköku hvorum. Henni fannst þeir alltaf svo sultarlegir, þessir smalar frá stór- hvlinu. Drengirnir urðu ákaflega hýrir á svip. Engilráð gamla var fjarska barngóð kona. Einkanlega var hún hrifin af drengjum, því að hún hafði aldrei cignazt neinn son. Hún fór að tala við nýja smalann: „Hvar hcfur þú alizt upp, góði minn?“ spurði hún blíð- lega. Drengurinn litaðist um í baðstofunni hátt og lágt án Heima er bezl 31

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.