Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 37
Honum var boðið til baðstofu. Það leit út fyrir að það lægi mjög vel á honum. Hann bar fljótlega upp er- indið. Það var að spyrja Stefán, hvort hann hugsaði sér að færa frá í surnar. Stefán sagðist vera óráðinn í því. Það væru óneitan- lega margir snúningar við kvíaærnar og margir hættir við þær. Anna sín væri líka að verða nokkuð stór til að rangla við slíkt. „Það er nú svona með mig, að ég tók þennan strák- anga af sveitinni, en hann er lítill og óvanur öllu slíku, og það er ómögulegt að ætla honum það, nerna setið væri yfir í félagi, eins og verið hefur. Ef Anna yrði fé- lagi hans, veit ég að það gengi að hafa svona 25—30 ær í kvíum. Fleiri verða þær ekki. Það datt einhver skömm í aðra kúna okkar, svo að það verður mjólkurlítið hjá okkur,“ sagði nú Kristján. „Ég færi ekki frá nema svo sem þrjátíu ám, ef Anna vill verða smali eitt sumar enn,“ sagði Stefán. „Mig langar til að sitja yfir,“ sagði nú Anna. „Þá er ég ekkert hræddur um að það gangi ekki bæri- lega,“ sagði Kristján og var auðsjáanlega feginn mála- lokunum. „Strákanginn er þægur og eldfljótur á fæti. Það þyngja hann ekki holdin." Hofsbóndinn hélt heimleiðis vel ánægður, eftir að hafa drukkið kaffi hjá nágrönnunum. Svo var fært frá og ærnar setnar af þremur smölum. Fleiri færðu ekki frá í torfunni. Það vantaði aldrei hjá þeim smölunum. Anna bar eins konar systurást til Munda litla vegna þess að hann átti cnga foreldra. Þetta var grasleysissumar og heyin víða lítil. Munda hafði verið gefin lítil gimbur, vegna þess að hann bjargaði henni frá drukknun í pytti úti á mýrum. Seinna var hún vanin undir og fór á fjall. Um haustið sagði Kristján honum að lambið hans hefði ekki komið í réttunum. Það hefði víst lent í tóf- unni. En drengurinn var ekki eins mikill auli og Kristján áleit, og hann benti á lambið í réttinni og brosti: „Ég batt spotta um hornin á því í vor og hann er þar enn,“ sagði hann. „Það er sama, hvort það er komið eða ekki. Ég hef engin hey handa því,“ sagði Kristján úrillur. „Þetta er líka hálfgerð kreista.“ „Það þarf þá ekki mikið fóður,“ sagði drengurinn brosandi. Kristján lét sem hann heyrði ekki til hans. Daginn eftir kom Mundi suður að Þúfum með fjár- rekstur. Anna sá, að hann var óvanalega daufur. Hún fór þá strax að spyrja hann, hvort hann væri búinn að heimta Fríðu litlu, en svo kallaði hann lambið. „Já, hún er komin heim og er orðin falleg, en það er ekkert hey til handa henni, svo hún verður víst að deyja.“ Hann brosti ekki í þetta sinn. „Jæja,“ sagði Stefán. „Ætlar Kristján þá ekki að fóðra fyrir þig lambið, sem hann rausnaðist til að gefa þér. Náttúrlega veitir þér ekkert af að borða það utan matar þíns, þú ert svo lítill og horaður. Það má segja, að hver sé sínum gjöfum líkastur, ef hann lætur sig muna um að fóðra lambið.“ „Ég gæti ekki borðað ketið af Fríðu litlu,“ sagði drengurinn andstuttur. „Þú kemur heldur með hana hingað," sagði Anna. „Ég er viss um, að Stefán gefur henni í vetur.“ „Heldurðu að hann geri það?“ sagði Mundi og leit til Stefáns vonaraugum. „Já, þú skalt bara koma með lambið heldur en að því verði slátrað. Það munar ekkert um að bæta einu lambi á fóðrin.“ Það var hýr svipur á drengnum, þegar hann kom heim um kvöldið. Hann sagði húsbónda sínum að Stefán í Þúfum ætlaði að fóðra Fríðu litlu fyrir sig í vetur, fyrst hér væri ekki til hey handa henni. „Einmitt það! Þú hefur þurft að hlaupa suður að Þúfum til að slúðra þessu í pakkið þar. Það er sjálfsagt ekki það eina, sem þú færir því, flónið þitt,“ sagði Krist- ján. „En það skal ekki þurfa að bera það um sveitina, að það fóðri lambið. Ef það eru til hey handa því í Þúfurn, þá ættu þau líka að vera til hér. Én ef ég kemst að því, að þú farir suður að Þúfum, þá skal ég taka í þig. Þangað áttu ekkert erindi.“ Svo var Fríða litla fóðruð með öðrum lömbum niðri í húsunum, sem Grímsi gamli á Bala hirti í á hverjum vetri. Það var eftirgjaldið af kotinu. Á næsta vorfundi vildi Kristján fá fulla meðgjöf með drengnum. Sagði hann drenginn vera svo þreklausan, að hann gæti ekki einu sinni setið yfir sárafáum ám nema með hjálp annarra smala. Undanfarin ár hefði hann haft stráka fyrir matvinnunga, sem hefðu gætt helmingi fleiri áa. Svo talaði hann eitthvað um það, að drengurinn þyrfti að fá efni í föt. Þá bauðst Stefán í Þúfum til að taka drenginn fyrir hálft meðlag. Hann gerði það mest vegna Önnu. Hún hafði beðið hann að taka Munda ef hann færi frá Hofi, nema ef hann færi til ömmu sinnar. „Flvað hefur þú eiginlega með strákinn að gera, Stef- án, sem hefur gammduglega telpu til smalamennsku og snúninga?“ sagði Kristján gramur. „Ég held þú gerir mér þetta til ills.“ „Nei, það geri ég ekki,“ sagði Stefán. „Anna er orðin svo gömul, að hún vill nú vera laus við smalamennsku- stússið. Þú getur haft drenginn fyrir sama meðlag og þú hefur haft hann síðastliðið ár. Hann hefur áreiðanlega verið matvinnungur hjá þér.“ „Nei, mér dettur ekki slíkt í hug. Þessir strákar þurfa mikinn mat og talsvert utan á sig.“ „Það er ólíklegt að hann hafi verið þungur á fóðr- um,“ sagði nú hreppstjórinn. „Hann er svo framfara- lítill og horaður. Ef þú vilt hafa drenginn áfram, þá skaltu taka hann fyrir lægra meðlag en Stefán,“ Heima er bezt 35

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.