Heima er bezt - 01.01.1959, Page 39
HEIMA __________
“zi BÓKAHILLAN
Bjöm J. Blöndal: Örlagaþræðir. Reykjavík 1958.
Norðri.
Þetta er fimmta bók, en jafnframt fyrsta skáldsaga höfundar.
En þótt hann velji nú skáldsöguformið, er skyldleikinn við fyrri
bækurnar auðsær. Enn sem fyrr er það náttúruunnandinn og
sagnamaðurinn, sem hefur orðið. Skáldsöguþráðurinn sjálfur er
slitróttur og ekki efnismikill. Hann er raunar umgerð um litauðg-
ar og heillandi myndir af náttúru landsins og þjóðlífi, ævintýri og
sagnir. En þar nær höfundur sér á strik að venju. Enda er það
svo, að það er raunar sama við hverju penni Björns Blöndals
snertir, allt verður þar að lífi og list. Lýsingar hans á heimilis-
háttum, rjúpnaveiðunum og ævintýrið um Papann eru hreinustu
perlur. Þá má ekki gleyma sögunni að göngunum og Grími grall-
ara og sögum hans, sem fáa eiga sína líka. En alls staðar fer saman
stílsnilld höfundar og ást hans á viðfangsefninu, hvort heldur
hann lýsir náttúru landsins eða mönnum. En mér finnst fátt ein-
kenna hann betur. Ef hann tekur að segja frá einhverju, sem
honum er ógeðfellt, er sem stíllinn bregðist, nema þar sem hann
kemur við kímni sinni. En Björn er fundvís á það, sem skoplegt
er í fari manna, og kann að bregða skoplegum blæ á það, sem
honum þykir lítt til koma, og má þar t. d. nefna lýsingu hans á
bókasöfnun sýslumannsins, þar sem hann lýsir hinu taumlausa
söfnunaræði, sem ekki er ókunnugt fyrirbæri. Drykkjuskapur
prestsins er öfgakenndari, en þó grunar mig, að höf. styðjist þar
við einhverja sannsögulega reynslu.
Þær eru ekki margar bækurnar, sem maður les í striklotu, án
þess að leggja þær frá sér, en Örlagaþræðir er ein þeirra fáu. Á
hún þar sammerkt við fyrri bækur höfundar. Still hans og frá-
sagnargáfa er eins og áfengur drykkur, að mann þyrstir í meira,
því meira sem neytt er.
Þorsteinn Erlíngsson: Rit I—III. Reykjavík 1958.
Isafoldarprentsmiðja h.f.
Heildarútgáfa þessi af ritum Þorsteins Erlingssonar kom út á
aldarafmæli hans. Eru það Þyrnar, Eiðurinn, Málleysingjar, safn
af þjóðsögum og nokkrar ritgérðir. Fyrsta bindi hefst á ritgerð
Sigurðar Nordals um skáldið. Tómas Guðmundsson hefur séð um
útgáfuna. Gerir hann grein fyrir henni í stuttum formála og
skrifar einnig stuttan eftirmála. Öll er útgáfan snotur að ytri sýn,
yfirlætislaus og vönduð að frágangi.
Það er eigi ætlunin að skrifa hér um rit Þorsteins Erlingssonar
nema einungis benda á þessa nýju, fallegu útgáfu, enda eru ritin
þegar svo kunn þjóðinni, að vafasamt er, hvort önnur skáld eru
henni nákomnari. Um það vitna bezt hinar mörgu útgáfur verka
Þorsteins, þótt aldrei hafi þau komið út í heild fyrr en nú. Er
þetta þannig fimmta útgáfa af Þyrnum og Eiðnum, þriðja útgáfa
af Málleysingjum og önnur útgáfa af þjóðsögunum. Þetta sýnir,
að þjóðin kann að meta það, sem vel er gert.
Ekki leikur það á tveimur tungum, að Þorsteinn Erlingsson er
eitt mesta listaskáldið, sem þjóð vor hefur alið. En ljóð hans voru
ekki einungis haglegt víravirki eða listvefnaður, heldur fluttu
þau þjóðinni mikilvægan boðskap. Þau fluttu boðskap réttlætis,
mannúðar og sannleika, þau eru ástaróður til íslands og alls þess,
sem bezt er óg fegurst á íslandi og með íslenzkri þjóð. Og fáum
hefur betur tekizt að kveða um ástir konu og manns. Kvæðin eru
í senn alþjóðleg og rammíslenzk. Þrátt fyrir skaphita höfundar og
ákafa í boðskap sínum, lúta ljóð hans þó ætíð lögmáli listarinnar,
svo að ekki verður betur gert. Að vísu má segja um sum ádeilu-
kvæði Þ. E., sem mestri ólgu ollu á sínum tíma, að þau séu nú að
hverfa í skuggann með breyttum tímum. Hugsjónirnar, sem þar
er barizt fyrir, eru orðnar veruleiki. En þó mun svo um meiri-
hlutann af Ijóðunum, að þau eru sígild.
Ljóðsagan Eiðurinn flytur mörg hin fegurstu ástakvæði, sem
ort hafa verið á íslenzku, jafn áfeng og fersk og fyrir hálfri öld,
þegar þau fyrst komu út í heild.
Dýrasögur Þorsteins standa tvímælalaust að listfengi jafnfætis
ljóðum hans. Og ef til vill hefur hann hvergi seilzt dýpra til
skilnings á mannlegri sál og tilfinningum en i sumum þeirra,
t. d. Sigurði mállausa og Sassanellu hinni sægöfugu. '
Þjóðsögurnar eru, eins og þjóðsögur gerast, misjafnar að gæð-
um, þótt snillingshendur hafi um þær farið. Þykir mér nokkuð
orka tvímælis um, hvort þær eigi heima í þessu safni. í ritgerð-
unum er mikill fengur, og hefði ég kosið meira af slíku, jafnvel
þótt um væri að ræða deilumál dagsins.
Þorsteinn kvað um ljóð Sigurðar Breiðfjörðs:
Álfar bjartir hoppa heim,
húmið svarta er farið.
Ég á margt að þakka þeim.
Þeir hafa hjartað varið.
Þau ummæli eiga bezt við hann sjálfan og Ijóð hans.
Sven Poulsen og Holger Rosenberg: Islandsferðin.
Geir Jónasson þýddi. Reykjavík 1958. Isafoldar-
prentsmiðja h.f.
Það var mikið um dýrðir á Islandi 1907, þegar Friðrik konungur
VIII. heimsótti landið með fríðu föruneyti. Tveir danskir blaða-
menn skrifuðu þá bók um ferð konungs og viðtökurnar allar.
Kom hún út á næsta ári í Danmörku, og er nú eftir hálfa öld
þýdd og prentuð á íslenzku. Var það vel til fundið, því að heim-
sókn konungs var merkilegur atburður og hefur ef til vill orðið
örlagaríkari i sögu vorri en margan grunar. Viðtökurnar, sem
sumum þótti íburðarmiklar um of, voru með þeim hætti, að þær
sýndu svart á hvítu, að hér byggi þjóð, sem um menningu stæði
jafnfætis hverri þjóð annarri. Og vel munu þær hafa sýnt Dön-
um, að ekki myndi til lengdar verða stætt á því að halda íslandi
í böndum. Hannes Hafstein á miklar þakkir skildar fyrir það,
með hve mikilli reisn og höfðingsskap viðtökurnar voru, og að
gera þær þannig að vopni í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. I bók-
inni er ferð konungs rakin af nákvæmni og getið margra smáat-
riða auk höfuðatburðanna. Frásögnin er létt og gamansöm, eins
og Dönum er títt. Höfundarnir eru hrifnir af landinu og viðtök-
unum. Þeir segja sögu sína af ósvikinni góðvild til lands og þjóð-
ar, enda þótt alloft skorti á réttan skilning á fslenzku þjóðlífi og
framtíðarmöguleikum. Fjöldi mynda er í bókinni, sem er skemmti-
leg aflestrar og ágæt heimild um merkisatburð, sém nú er all-
mjög fallinn í gleymsku.
St. Std.
Heima er bezt 35